Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 237
SKÍRNIR
STÓRVELDIN OG LÝÐVELDIÐ
235
leita í mati þeirra á stöðu íslands. Sovétríkin gerðu sér grein fyrir
því, að Bandaríkin sóttust eftir því, að ísland yrði hluti af á-
hrifasvæði sínu í framtíðinni. Af viðbrögðum Sovétstjórnar að
dæma, mætti ætla, að hún hafi talið, að Bandaríkjunum hefði
heppnazt þessi ásetningur. Lýðveldisstofnunin væri sönnun þess, og
því væri ekki ástæða til neins fagnaðar af hálfu Sovétríkjanna. Af-
staða beggja stórveldanna til íslands réðst af viðleitni þeirra til að
tryggja taflstöðu sína að ófriði loknum.
Þær ástæður, er ráku Breta til beinna afskipta af sambandsmál-
inu í ársbyrjun 1941, hafa þegar verið greindar. Stefna afskipta-
leysis, sem tekin var upp í árslok 1941, hélzt til lykta málsins. Þetta
var dæmigerð raunsæispólitík. Undirgefni dönsku stjórnarinnar við
þýzku innrásarmennina leiddi til jákvæðrar afstöðu Breta til
tafarlausra sambandsslita. Með tilliti til hagsmuna sinna í báðum
löndum var bezti kosturinn að halda að sér höndum. Með frest-
unarbeiðni sinni 1941, sem spratt af tímabundinni nauðsyn, höfðu
Bretar þvegið hendur sínar gagnvart Dönum. Jafnframt vissu þeir,
að þess yrði ekki langt að bíða, að íslenzka lýðveldið yrði að raun-
veruleika. Samúð Breta snerist Dönum aftur í vil er frá leið, enda
þótt þeir sannfærðust um lagalegan rétt íslendinga til sambands-
rofa. Þessi samúð nægði samt ekki til þess, að Bretar gengju er-
inda Dana. Fyrir því var enginn grundvöllur hvorki frá laga- né
hagsmunasjónarmiði. Bretar vildu ógjarnan veikja frekar stöðu
sína á íslandi. Þeir höfðu orðið að láta Bandaríkjamönnum þar
eftir „leiðandi hlutverk“ a. m. k. meðan á stríðinu stæði. Bretar
gerðu sér hins vegar ljóst, að í framtíðinni ættu þeir bæði hern-
aðar- og viðskiptahagsmuna að gæta á Islandi. Viðbrögð þeirra í
lýðveldismálinu sýna, að þeim var óljúft að láta Bandaríkjamenn
bægja sér varanlega frá sínu gamla áhrifasvæði.
Dönsku sendiherrarnir, Fontenay, Kauffmann og Reventlow léku
viðamikið hlutverk að tjaldabaki. Mótbárur Breta við lýðveldis-
stofnun í ársbyrjun 1941 má rekja beint til erindreksturs Revent-
lows. Þáverandi yfirmaður „Norðurdeildar“, Laurence Collier,
taldi sig reyndar hafa verið farinn að hugleiða, hvernig hindra
mætti „lögleysu“ íslendinga, er Reventlow bar upp beiðni sína.2
Greinileg orsakatengsl eru þó milli málaleitunar Reventlows og
frestunartilmæla Breta, og verður því að skrifa þau óbeint á hans