Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 208
206
ÞÓR whiteheád
skírnir
Fontenay varð vel ágengt við Bandaríkjamenn. Deildarstj óri
Norður-Evrópudeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, Hugh S.
Cumming Jr., tók upp aðalröksemdir hans í álitsgerð. Cumming
taldi, að Danir kynnu að saka Bandaríkjamenn um að róa undir
sambandsslitum og að Þjóðverjar myndu notfæra sér málið til áróð-
urs á Norðurlöndum. Cumming eygði ráð við vandanum:
MacVeagh telur, að tilmæli frá okkur til forsætisráðherrans [Ólafs Thors]
kynnu að gera gagn ... Eg legg því til, að við gefum sendifulltrúa okkar
[Charge D’Affaires] fyrirmæli um, að hann geri forsætisráðherra á vingjarn-
legan og óformlegan hátt grein fyrir þeirri skoðun okkar, að einhliða uppsögn
sambandslaganna yrði Islandi til tjóns ....
Er mál þetta reis eitt sinn forðum og Bretar réðu íslandi, nægðu tilmæli
þeirra til að stöðva [lýðveldisjhreyfinguna um skeið.9
Hinn 22. júlí, 1942, voru tilmælin til ríkisstjórnar Islands send
bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Bandaríkjastjórn var sögð
harma, að viss öfl á Islandi héldu uppi áróðri fyrir því að segja upp
sambandssáttmálanum fyrir tilskilinn tíma. Einhliða uppsögn gæfi
Þjóðverjum átyllu til áróðurs. Bandaríkin hefðu enga löngun til af-
skipta af íslenzkum innanríkismálum. Bandaríkjastjórn vænti þess,
að forsætisráðherra misvirti það ekki við sig, þótt hún teldi hags-
munum beggja landanna bezt borgið með því að láta af ráðagerðum
um einhliða og ótímabæra uppsögn.10
Þegar Carlos J. Warner sendiráðunauti í Reykjavík bárust tilmæl-
in, var Olafur Thors forsætisráðherra ekki í bænum. Fjórum dögum
síðar, 26. júlí, bar svo við, að Harry Hopkins ráðgjafi Roosevelts
forseta átti leið um ísland. Yfirmaður bandaríska setuliðsins bauð
Hopkins til kvöldverðar ásamt Sveini Björnssyni ríkisstjóra, Ólafi
Thors og fleirum. Meðan á borðhaldi stóð bryddaði Sveinn Björns-
son á lýðveldismálinu við Hopkins. Þetta umræðuefni virðist hafa
komið ráðgjafa Roosevelts í opna skjöldu. Að loknum málsverði tók
Hopkins Warner afsíðis og spurði hann út í málið. Warner, sem
enn hafði ekki tekizt að koma tilmælunum til Ólafs Thors, greip
þetta tækifæri fegins hendi. Hann las tilmælin fyrir Hopkins og
óskaði eftir því, að ráðgjafinn bæri þau upp við forsætisráðherra.11
Warner varð að ósk sinni. Það ber vott um diplómatíska kænsku
hans að láta Hopkins bera upp erindið við Ólaf. Vitað var, að
Hopkins var nánasti samstarfsmaður Roosevelts, og hann var talinn