Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 174
172
ÞORBJORN BRODDASON
SKÍRNIR
Þessi „uppeldislegi“ vandi leikhúsanna er þó aðeins ein hliS máls-
ins. Þegar hugleiddar eru ástæSurnar fyrir fylgni milli leikhússókn-
ar og ákveðinna félagshópa er nauðsynlegt að hafa í huga, að menn-
ing hverrar þjóðar er flókið fyrirbæri, sem hinir ýmsu hópar þjóð-
félagsins eiga allir þátt í, en sérstök svið menningarinnar eða kim-
ar hennar snerta þó hvern hóp í mismiklum mæli.11
MENNINGARFJÖLBREYTNI OG
MENNINGARAÐSKILNAÐUR
Fjölbreytt menningarlíf er einkenni allra þróaðra þjóðfélaga og
grundvallaratriði í aðgreiningu þeirra frá frumstæðum þjóðfélög-
um. Af fjölbreytninni leiðir að hver einstaklingur á ekki virka að-
ild nema að litlum hluta menningarlífsins, þótt vissir þættir menn-
ingarinnar séu sameiginlegir nær öllum þj óðfélagsþegnum. Aug-
Ijóst dæmi þar um er t. d. festi fjölskyldunnar.12
Það hefur sýnt sig í hinum þróuðu löndum, að fjölbreytni menn-
ingarinnar fylgir jafnan víðtækum aðskilnaði hópa, þannig að hóp-
ur, sem sker sig úr að einu leyti, markar einnig sérstöðu sína að
ýmsu öðru leyti. (SF III t. d., sem sækir leikhús minna en SF I,
les einnig annars konar bækur en SF I, og einnig er munur á ein-
kunnum skólabarna, sem eiga foreldra í þessum tveim hópum).
Þessi vísbending um menningarlegan klofning þjóðarinnar er all-
skýr, en hann birtist þó með nokkuð öðrum hætti en með flestum
öðrum þjóðum, eins og samanburðartölurnar um leikhús hér að
framan benda til. Enda eru geysisterk sameinandi öfl að verki í
okkar þjóðfélagi. Þar má telja persónutengsl fámennisins, sameig-
inlega tungu, sameiginlegan trúararf, efnahagslega velmegun meiri-
hluta fólks . ..
Raunar hefur vægi þessara sameinandi afla verið slíkt, að næst-
um engin umræða hefur farið fram um menningarlegan klofning
af því tagi, sem hér hefur verið lýst. (Umræður um jafnvægi í
byggð landsins, eða byggðastefnu, eins og það heitir nú orðið, eru
þó ekki með öllu óskyldar þessum hugleiðingum).
Slík umræða kann þó vel að vera ómaksins verð, ekki fyrst og
fremst vegna þess að það skipti meginmáli hvers konar fólk sækir
leikhús, sem þó er mikilvægt mál í sjálfu sér, heldur vegna þess að