Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 144
142
ÞORSTEINN GYLFASON
SKÍRNIR
líka láta liggja á milli hluta þótt ég leyfi mér nú að fara fáum orð-
um um þaS í útúrdúr. Eg hef lengi taliS mér trú um aS hugsandi
Islendingum þætti þaS ákaflega lærdómsríkt ef einhver málfræSing-
ur kannaSi og kynnti þeim orSmyndun grískra og síSar rómverskra
lærdómsmanna á bernskuskeiSi sértækrar eSa vísindalegrar hugs-
unar. ASur er sagt aS orS allra mála eigi rætur í hversdagslegri
reynslu og spretti af vettvangi dagsins. Þau verSa aS verkfærum sér-
tækrar hugsunar, jafnt í stærSfræSi sem öSrum greinum, vegna
þess aS merkingu þeirra má yfirfæra á önnur sviS mannlegrar
reynslu og þekkingar meS samlíkingum ólíkra fyrirbæra: „án sam-
líkinga,“ segir Max Miiller, „væru allar framfarir óhugsandi i and-
legu lífi mannkynsins.“14 Og dæmi fjörlegra og djarflegra og þess
vegna lærdómsríkra samlíkinga eru fleiri en tali tekur í vísindalegri
orSmyndun Grikkja og Rómverja. Rómverjar ljá orSi sem í hvers-
dagslegu máli þeirra merkir ,þegn‘ fræSilegu merkinguna ,frumlag
setningar4. OrS Aristótelesar um umsögn setningar er ,to kategorou-
menon1 eSa ,kategoria‘ sem í hversdagslegri grísku merkir ,ákæra‘.
í þessu orSavali greinum viS skemmtilega samlíkingu: frumlagi
setningar er líkt viS þegn sem dreginn er fyrir dóm og sætir þar
ákæru. Þetta litla dæmi læt ég nægja, og útúrdúrnum lokiS.
ViS ætlum ekki aS skeyta frekar um orSanotkun málfræSinga og
rökfræSinga. í hinni meginmerkingu orSanna ,hypokeimenon‘ og
,subjectum‘ voru þau höfS um efnislegan hlut til aSgreiningar frá
breytilegum eiginleikum hans eSa myndum. SíSar var ,subjectum‘
einnig haft um raunverulegan eSa efnislegan hlut til aSgreiningar
frá því sem menn nefndu ,objectum‘. Sá skilningur orSanna skýrist
bezt af dæmi. Hugsum okkur mynd úr Húsafellsskógi, og köllum
,viSfang‘ hennar það sem myndin er af.
Nú má skilja orSin ,þaS sem myndin er af‘ tvennum skilningi.
Annars vegar er þaS sem myndin er af raunverulegir hlutir, tiltekn-
ar hríslur í tilteknu barSi í Húsafellslandi. Þetta getum viS kallaS
,ytra viSfang‘ myndarinnar. Heimspekingar fyrri alda, þeirra á
meSal ýmsir skólaspekingar og síSar Descartes, kölluSu þaS ,sub-
jectum‘. Hins vegar getum viS skiliS orSin ,þaS sem myndin er af‘
þeim skilningi aS þau merki ,innra viSfang1 myndarinnar: þaS sem
viS sjáum í myndinni, þaS sem hún sýnir okkur. Þetta kölluSu heim-
spekingar ,objectum‘. Muninn á innra og ytra viSfangi getum viS