Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 116
114
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
enda þótt slíkt þyki bersýnilega í landi voru sýnu minni viðburður
en þær heimsóknir, sem minnzt var á í upphafi þessarar greinar.
Fátt er það, sem íslendingar hafa sýnt meira tómlæti á þessari
öld, en svonefnd klassísk fræði eða bókmenntir, og því vill svo
til, að þegar Jón Gíslason gefur út þýðingar sínar á grískum harm-
leikjum, eru það þeir fyrstu, sem í rauninni koma fyrir almenn-
ings sjónir á Islandi. Þær þýðingar, sem við eigum frá síðustu öld
eftir Sveinbjörn Egilsson og Steingrím Thorsteinsson hafa fengið
að liggja óhreyfðar uppi á Landsbókasafni í friði fyrir hnýsnum
útgefendum, og þýðing Sigfúsar Blöndals á Bakkynjunum, Kaup-
mannahöfn 1923, kom út í svo litlu upplagi, að fæstir vita af henni.
Þegar á þetta er litið ætti íslenzkum bókmenntavinum að verða
svipað innanbrjósts og varðmanninum á hallarþaki Agamemnons,
er hann sá ljósteiknin á Köngulóarfjalli: það er sannarlega kom-
inn tími til að við fáum einhverjar fregnir af þeim afrekum, sem
drýgð voru suður á Attíkuskaga fyrir meir en tvö þúsund árum.
En framtak Jóns Gíslasonar, sem um árabil hefur einn manna að
kalla á íslandi sinnt þessum fræðum, er þeim mun lofsverðara sem
tómlætið í þessum efnum er almennara, og það starf, sem hann hef-
ur unnið á þessu sviði jafnhliða sínu aðalstarfi, má teljast vottur
um ást hans og áhuga á þessum fræðum. Þó nefnir Jón sjálfur aðra
ástæðu fyrir erfiði sinu, en hún er sú, að hann trúi því, að hann
sé með því „af veikum mætti... að efla sjálfstæði þjóðar vorrar“,
en það skýrir hann svo nánar:
Hiff menningarlega sjálfstæffi er í rauninni undirstaffa og forsenda sjáifstæffis
á öllum sviðum. Það er því engin firra aff halda því fram, aff þaff sé einn
þáttur í sjálfstæðisbaráttunni - og hún mun standa jafnlengi og íslenzk þjóff
er til - aff þýffa hin merkustu rit heimsbókmenntanna á vora tungu. Er í þess-
um efnum mikiff verk óunniff á landi hér, sem stærri þjóðir hafa fyrir löngu
gert góff skil, enda má jafnvel svo aff orffi kveffa, að meffal stórþjóffanna þýði
hver kynslóð snilldarverk heimsbókmenntanna aff nýju og leitist við að kryfja
þau til mergjar.
Nú má segja, að Jón Gíslason ráðist ekki á garðinn þar sem hann
er lægstur, er hann tekur fyrir Oresteiu Æskhýlosar, því þar er
sannarlega ekki um neitt venjulegt leikrit að ræða, heldur máttug-
an samruna margra þátta: meitlaðra samtala, ljóðræns myndmáls,
heimspekilegra hugleiðinga, hljómlistar og hrynjandi, og þeir, sem