Skírnir - 01.01.1973, Blaðsíða 281
SKÍRNIR
RITDÓMAR
279
eins hægt að fræðast um Völuspá og Guðrúnarkviður, heldur einnig um
Njálu, Lilju og Guðsgjafaþulu. Sennilega yrði heppilegast að takmarka það
rit við íslenzkar bókmenntir.
Ekki er mikið af útlendu bókmenntasögulegu efni í bókinni, enda varla
von að rúm sé fyrir það þar, að undanskildum helztu bókmenntastefnum og
bókmenntategundum. Þó hafa slæðzt með einstök uppflettiorð sem mér finnst
eiga hér lítið erindi, td. Vatnaskáld og Lost Generation. Það mætti æra óstöð-
ugan með því að telja upp heiti á hópum skálda sem ættu jafnmikið eða lítið
erindi í bókina.
I ritinu er heilmikill fróðleikur um íslenzka bókmenntasögu, og er hann
yfirleitt traustur og prýðilega fram settur, en nokkur atriði finnst mér orki
tvímælis: Sagt er að elztu heilagra manna sögur séu etv. frá 11. öld. Þetta
held ég sé mjög vafasamt, en kann að vera tengt skilningi bókarinnar á
þýðingar helgar í 1. málfræðiritgerð, þar sem þýðing er skilið sem translatio,
en þýðir sennilega fremur interpretatio, þe. túlkun eða skýring. Það verður
víst að teljast ósennilegt að meðal fyrstu þýðinga helgra hafi verið heilagra
manna sögur. Orðið helgisaga þýðir ekki heldur alltaf það sama og heilagra
manna saga, þótt svo virðist talið hér, sbr. notkun þess í þjóðsögum Jóns
Arnasonar (== Voikslegende). Mér virðist heppilegt að nota helgisaga um
Legende í víðri merkingu, en heilagra manna sögur aðeins um sögur af dýr-
lingum. Um helgikvœði segir að þau séu óþekkt á kaþólskum tíma á öðrum
Norðurlöndum. Þetta er ekki rétt. I Islenzkum miðaldakvæðum prentar Jón
Helgason tvö kvæði sem hann telur óíslenzk, etv. bæði austnorræn; dálítið er
varðveitt af Maríukvæðum í Danmörku, einkum hin ágætu kvæði eftir Pétur
Ref iitla (Sjá um þau einkum Frandsen: Mariaviserne), helgikvæði má líka
finna í sænskum miðaldahandritum, þótt lítið sé. Loks er varla hægt annað
en kalla einnig helgikvæði þá grein sagnadansa sem fjallar um helga menn og
jarteinir (legendeviser).
Miðsagan af Ólafi helga verður varla nefnd án fyrirvara í grein um konunga-
sögur í næstu útgáfu, svo mjög sem Jónas Kristjánsson hefur grafið undan
henni.
í grein um danskvœði og rímur er ýmsan fróðleik að finna sem ég felli mig
ilia við, en skal þó láta óátalinn, þar sem hann er afturganga úr öðrum hand-
bókum, en það er ekki rétt að bera Björn K. Þórólfsson fyrir því að Sörla-
rímur muni elztar rímna. Hann hélt því að vísu fram í Rímur fyrir 1600, en
féll síðan frá þeirri skoðun (sjá Skírni 1950).
Stundum hefði mér fundizt ástæða til að geta erlendra hliðstæðna eða upp-
taka, þar sem fjallað er um íslenzkar bókmenntagreinar, td. öfugmœlavísur og
heimsádeilukvœði.
Undir œvintýri finnst mér hefði þurft að geta merkingarinnar dæmisaga
(exemplum), sem kemur fram í heiti bókar Gerings, íslenzk ævintýri, en það
er til komið af því að þessháttar sögur eru jafnan nefndar ævintýri í hand-
ritum.
Bókmenntir bera þess merki að ekki hefur mikið verið skrifað á íslenzku um