Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 2

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 2
2 FRJÁLS PALESTÍNA Skólaárið var búið. Þrátt fyrir miklar truflanir af völdum hernámsins og árása Ísraelshers, hafði tekist að ljúka því. Pabbi og mamma höfðu lofað börnunum að halda upp á próflokin með því að fara á ströndina. Þau voru þar samankomin á hvíldardegi, föstudeginum 9. júní og voru að fá sér bita, foreldrarnir og börnin sex, þegar Ísraelsher gerði fallbyssuskothríð á fjölskylduna. Öll dóu nema Houda Ghalia, 10 ára gömul telpa sem hafði brugðið sér aðeins frá. Þetta hryðjuverk varð til þess að Hamas batt enda á nærri eins og hálfs árs vopnahlé sem samtökin höfðu virt samviskusamlega, þótt einhliða væri. Ekkert lát hafði verið gert á árásum Ísraelshers á meðan á þessu 16 mánaða vopnhléi stóð, ekki frekar en mánuðina og árin á undan. Í gærmorgun myrti Ísraelsher 22 manns í loftárásum. Þeirra á meðal voru börn úr níu manna fjölskyldu sem öll lét lífið. Fréttastofu Sjónvarps þótti þetta ekki fréttnæmt í gærkvöldi, en var hins vegar með sem aðalfrétt enn eina langlokuna um amfetmínsmygl Litháa og síðan ítarlega ekki-frétt um verð á matvörum, sem hefði getað lækkað ef menn hefðu verið sammála í nefnd. Olmert forsætisráðherra Ísraels neitar Ávarp haldið á útifundi á Austurvelli 13. júlí 2006 öllum viðræðum og segir að árásum verði haldið áfram meðan einn ísraelsku hermaður í haldi andspyrnuhóps sé ekki látinn laus. Meira en 9800, níu þúsund og átta hundruð pólitískir fangar, palestínskir karlar, konur og börn eru í ísraelskum fangelsum, flest án dóms og laga. Mörg hafa orðið að þola pyntingar. Það er erfitt að hugsa um þetta og erfitt að tala um þetta. Maður á engin orð yfir þann hroka og mannhatur sem lýsir langar leiðir af forystumönnum Ísraelsríkis. Auðvitað er hernámsliðinn Shalit liðþjálfi ekkert annað en fyrirsláttur. Ef til stæði að bjarga honum væru farnar samningaleiðir og gerð fangaskipti eins og oft áður. Sömu sögu er að segja í Líbanon. Þar náðu Hizbollahsamtökin tveimur hermönnum. Auðvitað nást þeir ekki með innrás í Líbanon, heldur samningum um fangaskipti. En Olmert og Peretz hermálaráðherra eru á bandi ef ekki á valdi herforingjanna og leyniþjónustunnar og nú á ekki að ræða við einn eða neinn, heldur sýna mátt sinn og megin. Og freista þess að hræða alla nágranna til undirgefni. Innrásin í Líbanon núna minnir á innrásina 1982 sem Sharon, lærifaðir Olmerts leiddi. Hún leiddi til 18 ára hernáms og hryllilegra óhæfuverka og stórfelldra fjöldamorða í palestínsku flóttamannabúðunum Sabra og Chatila, sem Sharon bar ábyrgð á. Að hræða, eða terrorisera, er aðferðin, terror og terrorismi eru útlensk orð yfir hryðjuverkastarfsemi. Það er það sem þetta einhliða stríð gengur út á, hryðjuverkastarfsemi Ísraelshers gegn óbreyttum og varnarlausum íbúum herteknu svæðanna. Þessa sömu íbúa ber Ísraelsstjórn að verja. Hernámsveldi, ber samkvæmt Genfarsáttmálanum, að tryggja öryggi íbúanna á þeim svæðum sem hertekin eru. Að ráðast gegn íbúunum eru stríðsglæpir samkvæmt alþjóðalögum. Það hefur verið síbylja í umfjöllun fjölmiðla um Palestínu að vandinn sé sá, að Hamas samtökin séu ekki reiðubúin að leggja niður vopn og viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. Þetta er heldur ekkert annað en fyrirsláttur. Og auk þess er þetta ekki rétt, hvorugt atriðið. Hamas hafa lýst sig reiðubúin til viðræðna hvað eftir annað. Þau hafa oft gert tillögu um vopnahlé, síðast fyrir örfáum dögum. Ísraelstjórn hefur ávallt hafnað slíkum tillögum og hafnað öllum viðræðum. Þrátt fyrir það hafa Hamas-samtökin sýnt friðarvilja í verki, eins og þau gerðu með vopnahléi frá því í febrúar í fyrra og fram í júní á þessu ári. Þau stóðu við það. Það þarf vilja til að semja Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína Hernám Palestínu er flakandi sár á samvisku heimsbyggðarinnar. Nú, í byrjun júní 2007, eru 40 ár liðin frá Sex daga stríðinu, sem markar upphaf þess hernáms Vesturbakkans og Gaza. Á þessum 40 árum hefur ástandið versnað og versnað – og versnað ennþá meira. Ísraelska ríkisstjórnin er vanalega frekar fljót að leiðrétta okkur þegar okkur dettur í hug að nú geti þetta ekki orðið verra. Það er með trega sem við minnumst þessara dapurlegu tímamóta. Það gef ur manni dálitla tilfinningu fyrir dýpt vandans, hvað tímamótin eru orðin mörg. Í ár eru til dæmis líka 60 ár frá samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að stofna skyldi Ísrael og Palestínu, og 20 ár frá upphafi fyrra intifada, sem vill svo til að var um sama leyti og félagið okkar var stofnað, en það verður tvítugt í haust. Þar sem félagið hefur stækkað og þörfin fyrir það ekki síður, var ákveðið að gefa út Ritstjórapistill tvö tölublöð af Frjálsri Palestínu í ár. Af nógu er víst að taka, þar sem málefni Palestínu eru annars vegar. Þar leggst á eitt að félagið hefur verið með virkara móti á nýliðnu starfsári og að margt hefur gerst í palestínskum stjórnmálum – og reyndar ísraelskum og íslenskum líka. Jafnvel þau sem búa við kröppust kjör meðal okkar Íslendinga, eiga erfitt með að gera sér aðstæður Palestínumanna í hugarlund. Hér á landi er ríkt fólk og fátækt, en sem þjóð – eða sem hagkerfi – njótum við óvanalegra forréttinda. Palestína er á hinum endanum. Fólkið sem hefur það slæmt hérna hefur það býsna gott í samanburði við þá sem hafa það gott í Palestínu. Ég vona að Íslendingar – jafnt stjórnvöld sem almennir borgarar – muni halda áfram að leggja af mörkum til Palestínumanna. Þá munar meira um það en okkur. Vésteinn Valgarðsson

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.