Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 19

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 19
FRJÁLS PALESTÍNA 19 Aðalfundur 2006 22. mars 2006 hélt Félagið Ísland- Palestína aðalfund í Norræna húsinu. Stjórnin sem þá tók við skipti þannig með sér verkum: Sveinn Rúnar Hauksson formaður, Eldar Ástþórsson gjaldkeri, Vésteinn Valgarðsson ritari, Eva Einarsdóttir varaformaður og Borgþór Kjærnested meðstjórnandi. Mótmæli Tvennar mótmælaaðgerðir voru haldnar. Þær fyrri voru í júlí á Austurvelli, gegn árásunum á Gaza. Hljómsveitin Llama safnaði fólki saman fyrir framan sviðið og hitaði fólk upp í rigningunni með stórskemmtilegri samba sveiflu. KK tók nokkur lög með Llama og spilaði síðar einn og sér nokkur af sínum fallegu lögum. Ræðumenn fundarins voru Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður og Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- iðnar, sá um fundarstjórn. Slagorð fund- arins voru eftirfarandi: Stöðvið stríðs- glæpina! Ísraelsher burt úr Palestínu! Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt pal- estínsku þjóðarinnar! Niður með múrinn! Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna! Frjáls Palestína! Í nóvember var mótmælafundur við utanríkisráðuneytið, gegn heimsókn ísraelska sendiherrans. Fyrirvarinn var mjög stuttur, en rúmlega 100 manns komu og mótmæltu. Sendiherrann laum- aði sér bakdyramegin út. Félagsfundir Tveir opnir félagsfundir voru haldnir á starfsárinu. Sá fyrri var árlegur sam- stöðu fundur 29. nóvember, þar sem Ziad Amro, frumkvöðull í rétt inda baráttu öryrkja í Palestínu, var gestur FÍP, Öryrkjabandalags Íslands og Blindra- félagsins. Hinn opni fundurinn var í Friðarhúsinu við Snorrabraut (Njálsgötu 87) í mars. Þar sagði Egill Bjarnason frá nýlegri ferð sinni til Palestínu og sjálfboðastarfi sínu á herteknu svæðunum í máli og myndum, og Sveinn Rúnar Hauksson sagði frá jólaferð sinni og Kristínar dóttur sinnar til Palestínu. Þá var heimildarmyndin Sófakynslóðin sýnd, en hún fjallar um aktivisma á Íslandi. Fundurinn var vel sóttur og nánast húsfylli. Kvikmyndasýning Félagið stóð líka fyrir sýningu á heimildarmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í nóvember. Unglingahljómsveitin Retro Stefson lék nokkur lög og Sveinn Rúnar Hauksson hélt tölu. Tónleikar Fimmtudaginn 25. maí hélt Félagið Ísland-Palestína, í samvinnu við UNIFEM á Íslandi, vel heppnaða styrktar- og stuðningstónleika fyrir konur í hertekinni Palestínu á Grand rokk. Á tónleikunum komu fram Reykjavík!, Mr. Silla, Wulfgang, Seabear og Shadow Parade. Myndir frá Hugleiki Dagssyni voru boðnar upp og varningur seldur, m.a. sérhannaðir bolir Nakta apans og Dead. Allir listamennirnir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína. Sama má segja um Söru, Tolla og alla í Nakta apanum, Jón Sæmund í Dead, Bros-boli sem gáfu peysur og boli í framleiðsluna og Steini og Maggi sem hönnuðu plakatið. Ferðir til Palestínu Egill Bjarnason fór á eigin vegum til Palestínu og var í þrjá mánuði, frá september til desember, og starfaði mest með aktífistasamtökunum ISM og gat sér gott orð fyrir. Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins og Kristín Sveinsdóttir dvöldu í Palestínu yfir hátíðirnar og voru í Bethlehem á aðfangadag. Þau afhentu Palestinian Working Women Society for Development 4000 dollara úr neyðarsöfnun félagsins, sem á starfsár- inu var einkum ætluð palestínskum konum. Aðalfundur 2007 Þann 21. mars hélt Félagið Ísland- Palestína síðan aðalfund ársins 2007 í Norræna húsinu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir sagði frá starfi Amnesty International í Palestínu, Petter Winnberg flutti tónlist og Ingólfur Gíslason las ljóð. Fundurinn samþykkti að fjölga stjórnarmönnum í 7 aðalmenn og 4 varamenn. Viku seinna hittist svo ný stjórn og skipti með sér vekrum sem hér segir: Í aðalstjórn Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Eva Einarsdóttir, fyrsti varaformaður Borgþór S. Kjærnested, annar varaformaður Vésteinn Valgarðsson, ritari Eldar Ástþórsson, gjaldkeri Einar Teitur Björnsson, sölustjóri Egill Bjarnason, sjálfboðaliðastjóri. Í varastjórn Anna Tómasdóttir, neyðarsöfnunarstjóri Hjámtýr Heiðdal, kynningarstjóri Quassay Odeh, framkvæmdarstjóri matur & menning Yousef Tamimi, sniðgöngustjóri Byggt á skýrslu stjórnar á aðalfundi 2007, en hana má lesa í heild sinni á heimasíðu félagsins, www.palestina.is Refsiaðgerðirnar leggjast ofan á það hrikalega ástand sem Palestínumenn búa við; hundruð þúsunda þeirra dúsa í flóttamannabúðum, fjögurra áratuga hernám í landi þeirra varir enn og innbyrð- is átök hafa blossað upp. Það eykur auðvitað enn á örvæntinguna í Palestínu að lýðræðislega kjörin stjórn landsins sé sniðgengin. Nú hefur verið mynduð þjóðstjórn í Palestínu sem Hamas, Fatah og fjöldi smærri flokka á aðild að. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur tekið það þarfa og lýðræðislega skref að lýsa því yfir að taka eigi upp eðlileg samskipti við hana. Geir H. Haar- de forsætisráðherra sagði hins vegar í kosningaþætti á Stöð 2 að skoða verði „gaumgæfilega“ samskipti Íslendinga við heimastjórn Palestínumanna, um leið og hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri „ekkert sérstaklega hrifinn af Hamas-hreyfingunni“. Er Geir að grínast? Telur hann eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin sniðgangi lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu vegna þess að í henni séu flokkar sem hann er ekki hrifinn af? Vill Geir ekki bara sjálfur sjá um að raða upp ríkisstjórn Palestínu? Íslenska ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að viðurkenna lýðræðislega kjörna stjórn í Palestínu. Strax! Það að refsa Palestínumönnum og sniðganga þjóðstjórnina grefur ekki aðeins undan lýðræðisþróun í Palestínu og Mið-Austurlöndum – heldur eru mjög skýr skilaboð frá Íslandi til íbúa herteknu svæðanna, sem hafa staðið í baráttu fyrir frelsi sínu og mannréttindum í áratugi; til helvítis með Palestínu! Höfundur situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Til helvítis . . . Framhald af bls. 20 Stutt yfirlit yfir liðið starfsár

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.