Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 11

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 11
FRJÁLS PALESTÍNA 11 Egill Bjarnason dvaldi í Palestínu frá september til desember 2006 og tók meðal annars þátt í mótmælum heimamanna gegn hernáminu og Múrn- um, aðstoðaði við ólífutínslu og vann ýmis önnur störf í sjálfboðavinnu. Í desember bárust þær fréttir að hann hefði verið tekinn fastur af ísraelskum hermönnum á vegatálma við Nablus, sem heitir Huwwara. Hann var í varðhaldi og yfirheyrslum í fimm klukkustundir á landtökubyggð þar skammt frá. Þeg- ar fréttir bárust af honum var hann æðru laus – þótt hann hefði ekki verið meðhöndlaður af sanngirni, þá væru það fyrst og fremst Palestínumennirnir sem athyglin ætti að beinast að. Egill handtekinn Ortrud Gessler Guðnason hefur ver ið í Palestínu síðan í vor, og unnið mest með Alþjóðlegu samstöðuhreyfingunni (ISM). Í byrjun maí veittust börn ísra- elskra landtökumanna að henni og fleiri aktívistum í Hebron. Það var laugardagur og þar sem vinna og skóli lágu niðri og landtökumennirnir keyra ekki bíl af trúarlegum ástæðum, verja þeir tíma sínum í staðinn í að gera Palestínumönnum lífið leitt. Krakkarnir köstuðu rotnum ávöxtum í aktívistana, og bálreiddust þegar þau tóku atvikið upp á myndband. Þeim var vörnuð för af landtökuunglingum sem tepptu gönguleið. Eftir að hafa fengið ísraelska hermenn til að stugga við unglingunum, ákváðu þau að vakta gönguleiðina. Viti menn, kennari í trúarlegum skóla landtökumanna ákvað að halda kennslu- stund í þröngu sundinu. Palestínsk kona þurfti að komast leiðar sinnar og aktívistarnir aðstoðuðu hana við að komast í gegn um hóp hálfstálpaðra nemenda trúarkennarans. Allt var tekið upp á myndband – og nemendurnir fokreiddust þegar þeir sáu það. „Engar myndir, engar myndir,“ æptu þau – útlendingarnir létu myndavélina síga. Það hefðu þeir ekki átt að gera, því þá réðust ungmennin á þá. Ortrud og félögum hennar var hrint, sparkað í fæturna á þeim og einn félagi hennar fékk Ráðist á Ortrud Guðnason spark í magann. Fullorðnir landtökumenn hindruðu að hægt væri að festa árásina á filmu – en aftur kom hjálpin úr sömu óvæntu áttinni og fyrr, frá ísraelskum hermanni sem gekk á milli. Eftirmál urðu engin fyrir landtökukrakkana. Enn komst Ortrud í hann krappan um miðjan maí. 16–18 ára óknyttaungmenni úr landtökubyggð í Hebron réðust á hana og fleiri ISM-liða með höggum, spörkum og grjótkasti. Félagi hennar, Grikki, fékk hnullung í höfuðið og heilahristing. Ortrud fékk sjálf spark í kviðinn, ljótan marblett, en slapp sennilega við innvortis blæðingar. Hvað höfðu þau til saka unn- ið? Jú – þau höfðu reynt að koma í veg fyrir að þessi hópur ungmenna réðist á tvo palestínska krakka og einn fullorðinn Palestínumann. Enn lauk „viðureigninni“ með því að ísraelskir hermenn komu, skökkuðu leikinn og komu útlendingunum undan. Ísraelarnir veittu þeim samt ekki fyrstu hjálp – hana fengu þau á palestínsku sjúkrahúsi sem þau komust á endanum á við illan leik. Af íslenskum aktívistum í Palestínu

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.