Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4 FRJÁLS PALESTÍNA öfgafullir íslamstrúarmenn hafa framið, velti ég því fyrir mér, hvort ekki megi rekja þær gerðir til þeirrar harðlínustefnu, sem gyðingar og kristnir bókstafstrúarmenn hafa boðað og framfylgt í þessum heimshluta, einkum í deilu Ísraels og Palestínumanna. Flestir viðurkenna nú, að innrásin í Írak var mikil mistök. Hún hefur stóraukið tortryggni í garð vestrænna þjóða og verið mikið vatn á myllu hryðjuverkamanna. Ekki er séð fyrir endann á því hvernig það mikla sár verður grætt. Hitt er ég sannfærður um að friður næst ekki í Miðausturlöndum fyrr en sátt næst með Ísrael og Palestínumönnum. Þetta hygg ég að flestir viðurkenni nú. Harðlínumenn á meðal gyðinga og í Bandaríkjunum neita hins vegar að standa að því sem gera verður til þess að þetta megi takast. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað krafist þess að Ísraelar hverfi að landa- mærunum frá 1967. Á þetta hafa Araba- löndin fallist og Evrópa, en Bandaríkja- menn og Ísraelar hafnað. Þetta er þó vafalaust algjör forsenda fyrir því að samningar megi nást. Alþjóðadómstólinn í Haag hefur úrskurðað að múrinn mikla, sem Ísraelar byggja, sé þeim óheimilt að reisa. Þeir byggja hann samt með þegjandi samþykki Bandaríkjanna og innlima með honum stór landssvæði Palestínumanna og skipta jafnvel at- hafna svæðum. Hvernig má það vera, að viðurkennd- ar alþjóðastofnanir eru virtar að vettugi, stofnanir, sem þó eru settar á fót til að stuðla að friði í heiminum? Þegar svo er, er varla von að vel fari. Mörg fleiri dæmi um furðulegan fram- gang í málefnum Palestínu mætti nefna. Til dæmis voru Palestínumenn hvattir til að halda lýðræðislegar kosningar. Þær fóru vel fram að mati eftirlitsmanna. Hins vegar voru niðurstöður kosninganna ekki Ísraelum og Bandaríkjamönnum þókn anlegar og sú ríkisstjórn, sem á grundvelli þeirra var mynduð, því ekki viðurkennd. Utanríkisráðherra Ís- lands, Valgerður Sverrisdóttir, hefur lagt til, að við Íslendingar förum að for- dæmi Norðmanna og viðurkennum nýja ríkisstjórn Palestínu. Því ber að fagna. Við skulum vona að ríkisstjórnin hafi manndóm til að fara að tillögu Valgerðar. Lítill heimur Eftir Steingrím Hermanns- son Sem ungur drengur í Reykjavík á árunum fyrir heimstyrjöldina síðustu dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og fá að kynnast annarri menningu og öðrum siðum. Mér sýndist, hins veg- ar, afar ólíklegt, að úr slíku gæti nokkru sinni orðið. Þessi lönd voru svo óra langt í burtu. Hvað, sem gerðist í þessum fjarlægu löndum, var jafnvel enn fjarlæg- ara. Fréttir af styrjöldum og hvers konar hörmungum bárust seint og illa. Slíkt virtist koma okkur lítið við. Þetta var annar heimur. Nú er þetta gjörbreytt. Jafnvel fjar- læg ustu lönd eru orðin okkar næstu nágrannar. Að flestu, sem þar gerist, verðum við vitni heima í stofu nán ast samstundis. Styrjaldirnar, mannréttinda- brotin, hungrið, svo fátt eitt sé nefnt, fer ekki fram hjá neinum. Stórstígar framfarir í flugi og fjarskiptum, ekki síst sjónvarpið og veraldarvefurinn, hafa gert margskiptan heim að einum heimi, einni vistarveru, og hún er þétt setin. Þetta veldur jafnframt því að flest, sem gerist í okkar litla heimi, hefur bein eða óbein áhrif á okkar eigið líf. Sameiginleg vandamál heimsbyggðar- innar eru mörg. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru líklega mest áberandi eins og stendur. Það mun, ef ekki verður breyting til batnaðar, valda ýmis konar harðindum, sem geta leitt til mikilla átaka. Misskipting veraldlegra gæða er gífurleg. Víðast í vestrænum heimi búum við við allsnægtir á meðan milljónir manna víða um heim eru á vergangi og farast af hungri og sjúkdómum. Í litlum heimi er þetta í dag öllum sýnilegt og veldur tortryggni og jafnvel hatri. Ýmiss konar misklíð veldur styrjöldum, sem oft verða að báli, m.a. vegna máttleysis Sameinuðu þjóðanna og vafasamra afskipta stórvelda. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins er tvímælalaust sú glóð, sem að stærsta ófriðarbálinu getur orðið, ef ekki er farið með mikilli gát og horfið frá þeirri stefnu yfirgangs, sem þar hefur ráðið för. Um leið og ég fordæmi þau hryðjuverk, sem

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.