Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 6

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS PALESTÍNA Eftir Uri Avnery Að undanförnu hefur spurning brotist um í höfði mínu og haldið fyrir mér vöku: Hvað fékk unga Palestínumanninn, sem braut inn í Kibbutz Metzer, til að miða vopninu sínu á móður með tvö börn og drepa þau? Í stríði drepur maður ekki börn. Það er eðlislægt grundvallaratriði meðal fólks, óháð þjóð og menningu. Jafnvel Palestínumaður sem vill hefna fyrir þau hundruð barna sem Ísraelsher hefur drepið, ætti ekki að taka hefnd sína út á barni. Það siðferðislögmál er ekki til, sem segir „barn fyrir barn“. Fólkið sem gerir þetta er ekki þekkt sem brjálaðir morðingjar með með- fæddan blóðþorsta. Þeim er lýst í nánast öllum viðtölum sem ósk öp eðli- leg um einstaklingum sem hneigjast ekki til ofbeldis. Margir þeirra eru ekki öfga trúarmenn. Sirkhan Sirkhan, mað- urinn sem framdi ódæðið í Kibbutz Metzer, tilheyrði reyndar Fatah- hreyf ing unni, sem er veraldleg. Þess ar manneskjur koma af öllum þjóð fé lags stig um, sumar úr fátækum fjölskyldum sem lifa við hungurmörk, en aðrar koma úr millistéttafjölskyldum, eru háskólanemar, menntafólk. Erfðaefni þeirra er ekkert öðruvísi en okkar. Hvað er það þá sem fær fólk til að fremja þessi verk? Hvað fær aðra Palestínu- menn til að réttlæta þau? Til að þola við er nauðsynlegt að skilja, og það þýðir ekki að maður réttlæti. Ekkert í veröldinni getur réttlætt að Palestínumaður skjóti barn í fangi móður sinnar, rétt eins og ekkert getur réttlætt Ísraela sem varpar sprengju á hús þar sem barn sefur í rúminu sínu. Eins og hebreska skáldið Bialik reit fyrir hundrað árum, eftir Kishinev-ofsókninirnar: „Jafn vel Sat an hefur ekki enn hugsað upp hefnd fyrir blóð lítils barns.“ Drepið leiðtoga hreyfinganna þeirra. Rústið heimilum fjölskyldnanna þeirra og sendið ættingja þeirra í útlegð. En, eins ótrúlegt og það kann að virðast, hafa þessar aðferðir þveröfug áhrif. Eftir að risavaxin jarðýta hersins jafnar „innviði hryðjuverkastarfseminnar“ við jörðu, og rúst ar, drepur og rífur allt upp með rót um sem verður á vegi hennar, eru nýir „innviðir“ komnir á laggirnar innan fárra daga. Samkvæmt skjölum hersins sjálfs hafa komu meira en fimmtíu að- varanir á dag, vegna aðsteðjandi hættu, meðan á nýlegri hernaðaraðgerð stóð, sem kennd var við „Varnarskjöld“. Ástæð una fyrir þessu má draga saman í einu orði: Heift. Án skiln ings er ómögulegt að takast á við vandann. Yfirmenn hersins hafa einfalda lausn: Skjóta, skjóta drepa. Drepið árás- ar mennina. Drepið yfirmenn þeirra. Hefnd barns

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.