Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 20

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS PALESTÍNA Austurlanda. Lýðræðisríki segi ég – þótt staðreyndin sé sú að Palestína er ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki af Ísrael né Bandaríkjunum. Þessi ríki eru því miður ekki ein um það, því við Íslendingar erum á meðal þeirra þjóða sem ekki viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur þó verið að „viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktun Alþingis frá árinu 1989. En þessi sjálfsákvörðunarréttur er greinilega vandmeðfarinn, því undanfar- ið höfum við tekið þátt í þeim ljóta leik að refsa Palestínumönnum fyrir að kjósa ekki „rétt“ í sínum eigin kosningum. Í ár verða 40 ár liðin síðan Ísraelsher hertók Vesturbakkann og Gaza og lagði þar með undir sig síðustu svæði Palestínu. Þótt lítill árangur hafi náðst í frelsisbaráttu Palestínumanna síðan þá hafa íbúar herteknu svæðanna þó náð þeim rétti að fá að kjósa fulltrúa sína í lýðræðislegum kosningum. Eða svo leit að minnsta kosti út fyrir, þar til íbúarnir kusu annað en ríkisstjórnir Ísraels og ýmissa Vesturlanda, þar á meðal Íslands, töldu ákjósanlegt. Rúmt ár er nú liðið síðan Fatah missti meirihluta sinn í hnífjöfnum þingkosningunum í Palestínu. Íbúarnir völdu breytingu og Hamas-samtökin höfðu betur. Úrslitin voru ríkisstjórn Ísraels ekki að skapi og Bandaríkjastjórn hafði að engu yfirlýst markmið sitt um að styðja við lýðræði í Mið-Austurlöndum og neitaði að viðurkenna hina nýju stjórn. Skipti þar engu þótt íbúar herteknu svæðanna hafi gert Palestínu að eitt af örfáum lýðræðisríkjum Mið- Framhald á bls. 19 Málgagn Félagsins Ísland-Palestína 1. tbl. 18. árg. – Júní 2007 Stjórn Félagsins Ísland-Palestína: Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Eva Einarsdóttir, fyrsti varaformaður Borgþór S. Kjærnested, annar vara formaður Eldar Ástþórsson, gjaldkeri Vésteinn Valgarðsson, ritari Einar Teitur Björnsson, sölustjóri Egill Bjarnason, sjálfboðaliðastjóri Anna Tómasdóttir, neyðarsöfnunar stjóri Hjálmtýr Heiðdal, kynningarstjóri Quassay Odeh, framkvæmdastjóri Matur og menning Yousef Tamimi, sniðgöngustjóri Póstfang: Félagið Ísland-Palestína Depluhólar 9, 111 Reykjavík Sími: 895 1349 Heimasíða: www.palestina.is Netfang: palestina@palestina.is Ritstjóri: Vésteinn Valgarðsson Útlit og umbrot: Haukur Már Haraldsson Til helvítis með Palestínu! Eftir Eldar Ástþórs son Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld miðvikudaginn 14. júní næstkomandi. Þríréttuð palestínsk máltíð, myndasýning, ljóðalestur og fleira. Hefst klukkan 19:00 á Kebabhúsinu, Grensásvegi 3. Takmarkaður miðafjöldi. Viðtakandi: Matur&menning Pantið fyrir 12. júní á palestina@palestina.is eða í símum 694-6748 (Qussay) eða 846-6636 (Youssef) Aðgangur: 1.990 krónur. Allur ágóði rennur til neyðarsöfnunar handa Palestínu.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.