Frjáls Palestína - 01.06.2007, Síða 15

Frjáls Palestína - 01.06.2007, Síða 15
FRJÁLS PALESTÍNA 15 forvera sinn hafa tekið ranga ákvörðun í þessu máli. Það er í áttina og guð láti þar gott á vita. Formaður Sjálfstæðisflokks telur sig í engu þurfa að ræða þetta enda sem fyrr fullviss um að flokksbræður hans og kjósendur séu tilbúnir til að fylgja Pentagon stefnunni í blindni. Þar fer Geir Haarde villur vegar. Hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins veit að kalda stríðinu er lokið þó þingflokkur þessa sama flokks virðist ekki hafa áttað sig á því. Ógnin af alheimskommúnismanum sem var að einhverju leyti raunveruleg er að baki. Öllum upplýstum almenningi er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn á óunnið uppgjör við Írakstríð, Palestínuvandamál og fleiri ljóta kafla sem lesa má um í gömlum Morgunblaðsleiðurum dóms- mála ráðherrans. Fyrir okkur Framsóknarmönnum er einnig margt óafgreitt og eitt það stærsta þar snertir vanda Palestínsku þjóðarinnar. Því fer fjarri að íslenskir stjórnmálamenn geti þar fríað sig allri ábyrgð. Sjálfum er mér þetta hugleikið enda naut ég gestrisni Palestínumanna fyrir áratugum þegar ég dvaldi í landi þeirra um hálfs árs skeið. Bjarni Harðarson er blaðamaður og bóksali á Sólbakka á Selfossi, og nýkjörinn alþingismaður Sunnlendinga. [Þessi grein birtist upphaflega í Sunnlenska fréttablaðinu í janúar.] lokaðar af í flóttamannabúðum frá seinna stríði. Atvinnulíf er nánast ekkert og lifibrauðið ölmusa Sameinuðu þjóðanna. Hin svokölluðu sjálfstjórnarsvæði Pal- est ínu manna eru litlir skikar inni á milli landnemabyggða. Þar búa ofstækis- fullir þjóðernissinnar sem hafa að tóm- stundagamni að grýta palestínska bænd- ur í skjóli hersins. Það er löngu tímabært að íslenska lýðveldið móti sjálfstæða og raunverulega utanríkisstefnu í stað þess að dindlast aftan í úreltum kaldastríðsórum banda- rískra rebúblikana. Íslendingar hafa allt frá lýðveldisstofn- un verið undarlega ábyrgðarlausir í sinni utanríkispólitík. Dindlast þar aftan í Bandaríkjamönnum og láta jafnvel enn eins og kalda stríðið sé í fullum gangi. Versta birtingamynd þessa var þegar tveir menn ákváðu að þjóðin væri þátttakandi í stríði suður í Írak. Formenn stjórnarflokkanna gerðu þar sitt stærsta axarskaft en báðir þeir heiðursmenn eru nú horfnir til annarra starfa. Af orðum núverandi formanns Fram- sóknarflokksins má ráða að hann telur Gegndarlaus kúgun á Palestínu-mönnum er fyrir löngu komin fram yfir það sem var nokkru sinni stundað í Suður Afríku enda markmiðið allt annað en þar nokkurn tíma. Markmið Ísraela er að útrýma Palestínumönnum. Það er löngu orðið tímabært að Ísland slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og leiði baráttu Vesturlanda fyrir því að frelsa þessa litlu þjóð. Ég held að Íslendingar beri stóra og mikla ábyrgð á því ófremdarástandi sem er þarna syðra. Íslenska lýðveldið var einna fyrst í röðinni að viðurkenna það Ísraelska sem var ef til vill réttmæt ákvörðun á þeim tíma. En allar götur síðan hafa Íslendingar borið blak af ísraelum og þá sjaldan að mótmælt er óhæfuverkum þeirra er það gert hjáróma mjög. Í þessu máli sem mörgum öðrum hafa Íslendingar fylgt Bandaríkjunum eins og leppríki. En sú ákvörðun og sagan öll síð- an leggur ríkar skyldur þjóðarinnar og íslenskrar utanríkisþjónustu að standa þétt við hlið Palestínumanna sem nú eru lokaðir inni í gettóum á Vest ur bakka Jórdanár. Þéttar en gert er hefur í utanríkispólitík núverandi stjórn ar. Meðferð herraþjóðarinnar á Palestínumönnum er löngu komin langt yfir það sem Suður Afríkustjórnin leyfði sér á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar í landi. Enda markmiðið talsvert annað. Markmiðið með kúguninni á Palestínu- mönnum er með einum eða öðrum hætti þjóðarmorð. Kynslóðir hafa þar verið Eftir Bjarna Harðarson Palestínuvandinn er á okkar ábyrgð!

x

Frjáls Palestína

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.