Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
Styrmir Gunnarsson vekur í pistliá vefsíðu sinni athygli á að í
nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins um Írland sé
viðurkennt að of
langt hafi verið
gengið þegar stjórn-
völd á Írlandi lýstu
yfir ábyrgð írska
ríkisins á öllum
skuldbindingum
írskra einkabanka í
upphafi fjármála-
kreppunnar og að sú ábyrgð hafi
átt mikinn þátt í því að Írland hafi
þurft á fjárhagslegri aðstoð að
halda frá þríeykinu ESB/AGS/SE.
Orðrétt segir í skýrslunni: „Þeg-ar horft er til baka virðist
bankatryggingin hafa verið of örlát
og hægt hefði verið að takmarka
áhrif á ríkisfjármálin ef bankarnir
hefðu búið við meira aðhald eins og
var í Svíþjóð 1991-1992.“
Styrmir rifjar upp að í umræðumum bankakreppuna síðustu
fimm ár hafi því verið haldið fram
að Seðlabanki Evrópu og fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
hafi þvingað írsk stjórnvöld til þess
að lýsa yfir ábyrgð írska ríkisins,
þ.e. skattgreiðenda, á öllum skuld-
bindingum írskra banka. „Bæði
Trichet, fyrrverandi aðal-
bankastjóri og Draghi, núverandi
aðalbankastjóri hafa sagt op-
inberlega aðspurðir um þetta að
ákvörðunin hafi verið tekin af írsk-
um stjórnvöldum sem er auðvitað
formlega rétt en þeim hefur ekki
tekizt að hrinda stífum orðrómi og
upplýsingum innanbúðarmanna um
að Írar hafi verið píndir til þeirrar
ákvörðunar.“
Styrmir bætir við: „Með ofan-greindri skýrslu viðurkennir
framkvæmdastjórn ESB að of langt
hafi verið gengið með ábyrgðaryf-
irlýsingunni og að sú yfirlýsing hafi
verið meginástæðan fyrir því að Ír-
ar þurftu að leita aðstoðar.“
Styrmir
Gunnarsson
Gengist við að hafa
gengið of langt
STAKSTEINAR
Rannsóknarnefnd sjóslysa myndaði í gær flak báts-
ins Jóns Hákons BA-60 sem hvolfdi og sökk þann 7.
júlí út af Aðalvík. Einn skipverja um borð lést en
þrír björguðust af kili bátsins.
Rannsóknin stendur enn yfir en nefndin hefur
þegar tekið skýrslu af skipstjóranum. Rannsóknin
beinist nú helst að því hvers vegna björgunarbátar
með sjálfvirkum sleppibúnaði komu ekki upp eftir
að bátnum hvolfdi.
Björgunarbátarnir fundust í flakinu að sögn Ein-
ars Inga Einarssonar, rannsakanda hjá nefndinni.
Ekki liggur þó fyrir hvers vegna þeir virkuðu ekki
sem skyldi en þrír bátsverjar þurftu að hafast við á
kili skipsins í 40 mínútur áður en hjálp barst.
Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur ekki komið
saman enn til þess að fjalla um slysið og varðist
Einar frekari frétta af málinu að svo stöddu.
Þröstur Leó Gunnarsson, háseti og leikari, var
einn þeirra sem komust af en honum tókst að fylgja
bátnum þegar hann valt og hjálpa þeim sem komu
upp úr sjónum upp á kjölinn. Báturinn sökk
skömmu eftir að hjálp barst og telur Þröstur þá
ekki mundu hafa getað tórað lengi í sjónum eftir
það. bso@mbl.is
Flak Jóns Hákons BA myndað
Rannsókn beinist helst
að björgunarbátum
Ljósmynd/Jón Páll Jakobsson
Jón Hákon BA Skipið fórst út af Aðalvík 7. júlí.
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum
Veður víða um heim 17.7., kl. 18.00
Reykjavík 16 léttskýjað
Bolungarvík 12 léttskýjað
Akureyri 10 léttskýjað
Nuuk 15 heiðskírt
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskírt
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 32 heiðskírt
Brussel 27 léttskýjað
Dublin 15 skúrir
Glasgow 17 skýjað
London 22 léttskýjað
París 27 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 28 heiðskírt
Berlín 32 heiðskírt
Vín 35 léttskýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 33 léttskýjað
Aþena 28 heiðskírt
Winnipeg 25 skýjað
Montreal 22 skýjað
New York 25 skýjað
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:50 23:19
ÍSAFJÖRÐUR 3:20 23:59
SIGLUFJÖRÐUR 3:01 23:43
DJÚPIVOGUR 3:12 22:56
Fjöldi heimsókna í Hallgrímskirkju
helst í hendur við stóraukinn straum
ferðamanna hingað til lands. Aldrei
hafa fleiri heimsótt kirkjuna en und-
anfarna daga, en um 2.000 gestir
koma í kirkjuna á degi hverjum þeg-
ar mest lætur.
Sóknarprestur kirkjunnar, Sig-
urður Árni Þórðarson, segir kirkj-
una vel ráða við slíkan fjölda. „Við
höfum gríðarlega öflugt starfsfólk
sem höndlar þetta afskaplega vel.
Það eru aldrei nein vandræði með að
taka á móti fólki,“ segir hann. Sig-
urður segir starfsmönnum bætt við
eftir þörfum.Hann segir að eina
vandamálið sé lyftan upp í turninn,
hún anni ekki aðsókn.
Allir velkomnir í kirkjuna
Sigurður segir að fólk af öllum
þjóðernum og af öllum trúar-
brögðum heimsæki kirkjuna. Allir
séu velkomnir í kirkjuna og ferða-
menn séu þar engin undantekning.
„Margir staldra við kertastandinn
fremst í kirkjunni og kveikja á kert-
um. Margir segja mér að kirkjan
hafi mikil áhrif, sumpart vegna þess
að það er ekki í henni litað gler.
Kirkjan sé helgidómur ljóssins,
björt og falleg,“ segir Sigurður.
Hann segir vinsælt að taka mynd-
ir af kirkjunni að utan. „Hallgríms-
kirkja er mest myndaða bygging á
Íslandi. Það er nánast alltaf sem ein-
hver stendur á Hallgrímstorgi og
tekur myndir. Ef það er ekki „sel-
fie“, þá er fólkið að taka mynd af ein-
hverju öðru,“ en Sigurður segir
kirkjuorgelið, skírnarfontinn og
kirkjuhúsið sjálft vera vinsælt
myndefni meðal ferðamanna.
Spurður að því hvort ónæði skap-
ist fyrir þá sem vilji njóta kyrrðar í
kirkjunni, segir Sigurður að svo sé
ekki. „Það fylgir þessu enginn æs-
ingur og það er það dásamlega.
Ferðamennirnir koma hingað með
lotningu og ganga um með virð-
ingu.“ jbe@mbl.is
Margir fara í
Hallgrímskirkju
Vinsælt myndefni, lotning og virðing
Morgunblaðið/Eggert
Í kirkju Hallgrímskirkja er afar
vinsæll áfangastaður ferðamanna.