Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
Mikið úrval vélorfa - bensínmótor, rafmótor eða rafhlöðudrifin -
Vélorf
ÞÓR HF
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 -18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Íslenskir hjúkrunarfræðingar
áforma nú að stofna innlenda starfs-
mannaleigu sem gæti sinnt íslensk-
um sjúkrastofnunum. Sóley Ósk
Geirsdóttir er í forsvari fyrir hópinn,
en hún segir um tuttugu manns
koma að vinnunni nú.
Mikill fjöldi
hjúkrunarfræð-
inga hefur sagt
upp störfum á síð-
ustu mánuðum,
Sóley þar á með-
al, og margir
þeirra stefna á
vinnu erlendis.
Hluti hjúkrunar-
fræðinga eigi erf-
iðara með það eða
vilji það ekki. „Þetta er okkar útspil
til þess að bregðast við þeim vanda
sem er uppi. Stofnum okkar eigin fé-
lag þar sem við semjum okkar eigin
launataxta og reiknum með því að
það hljóti að verða betri kostur fyrir
ríkið en að sækja erlenda starfsmenn
og borga fyrir þá flug og húsnæði.“
Sveigjanleg mönnun
Sóley segir vinnuna enn á byrjun-
arstigi og það eigi eftir að koma í ljós
hvernig staðið verði að vinnutengd-
um gjöldum eins og tryggingum og
veikindaréttindum. Stór hópur hafi
nú myndast í kringum hugmyndina
og von sé á að hlutirnir geti gerst
hratt. „Hjúkrunarfræðingar vinna
dags daglega við að leysa úr vanda-
málum. Þá förum við bara í rann-
sóknarvinnu og það er nákvæmlega
það sem við munum gera hér.“
Hagræðing geti þó falist í verk-
takafyrirkomulagi. „Við metum þeg-
ar hjúkrunarþyngd á hverri deild
fyrir sig, sólarhring aftur í tímann.
Okkar hugmynd er að tengja okkur
við það og sjá hversu mörg stöðugildi
hver deild þarf.“
Reiði meðal hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar eru komnir
með upp í kok af bágum kjörum, seg-
ir Sóley. „Við erum búin að vera lág-
launastétt. Það er búið að þjóðnýta
hjúkrunarfræðinga í svo langan tíma
og gera loforð um breytingar sem
hafa ekki staðist. Konur í dag, og
hjúkrunarfræðingar, eru ekki til í að
bíða lengur. Við teljum okkur yfir
það hafnar að ganga í gegnum enn
eina kjarabaráttuna og bera ekkert
úr býtum annað en að fá lög á okk-
ur.“ Afstaða Sóleyjar er svipuð og
þeirra hjúkrunarfræðinga sem blað-
ið hefur rætt við í vikunni. Þeir lýstu
mikilli óánægju með málsmeðferð
ráðamanna, sem þeir hafa lýst sem
móðgandi. bso@mbl.is
Fengið nóg af
lágum launum,
vilja breytingar
Vinna að starfsmannaleigu í hjúkrun
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrunarfræðingar Þeir ætla að
bjóða vinnu sína á opnum markaði.
Sóley Ósk
Geirsdóttir
Í gær tók Dagur
B. Eggertsson
borgarstjóri
fyrstu skóflu-
stunguna að nýj-
um íbúðakjarna
við Þorláksgeisla
2-4 í Grafarholti
ásamt þeim
Þóru, Erlu og
Perlu. Í tilkynn-
ingu frá Reykja-
víkurborg segir að þar eigi að
byggja nýjan íbúðakjarna fyrir ein-
hverfa einstaklinga. Þarna verða
fimm einstaklingar í einstaklings-
íbúðum auk íbúðar fyrir starfsfólk.
Áætlað er að húsið verði tilbúið í
lok september 2016. Velferðarsvið
Reykjavíkur mun sjá um daglegan
rekstur hússins. Þar verður vakt
allan sólarhringinn og einstaklings-
miðuð þjónusta.
Þetta er einn íbúðakjarni af
mörgum sem borgin hyggst opna til
að auka búsetuúrræði fatlaðs fólks.
Fyrsta skóflustung-
an tekin að nýjum
íbúðakjarna
Nýtt hús Borg-
arstjóri fékk hjálp.
Rúmlega tvítugur karlmaður, sem
var handtekinn í tengslum við
vopnuð rán í verslun Samkaupa í
Hófgerði í Kópavogi í fyrradag og á
laugardaginn, hefur játað á sig
bæði brotin. Yfirheyrslum yfir hon-
um lauk um miðjan dag í gær og
var honum síðan sleppt úr haldi.
Alls hafði maðurinn um 30-40
þúsund krónur upp úr krafsinu í
ránunum, en þar var hann vopn-
aður hnífi. Lögregla lýsti eftir hon-
um og var hann síðan handtekinn á
heimili sínu í fyrrakvöld.
Játaði á sig tvö
vopnuð rán
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Costco undirritaði í gær samninga
um kaup á húsnæði í Urriðaholti
undir fyrirhugaða verslun fyrirtæk-
isins. Stefnt er að því að opna hana
sumarið 2016 og
verður sjálfsafgreiðslubensínstöð
einnig opnuð við verslunina. Steve
Pappas, framkvæmdastjóri Costco á
Bretlandi og Íslandi, segir í samtali
við Morgunblaðið að ekki sé gert
ráð fyrir að opna fleiri bens-
ínstöðvar en stefnt sé að því að
bjóða bensín á lægra verði en sam-
keppnisaðilar.
Verslunin hér á landi verður á
vegum Costco í Bretlandi. Var því
Pappas spurður hvort vöruúrval
yrði svipað og í Bretlandi. „Við er-
um með nokkuð samræmt vöruúrval
um heiminn en við munum bjóða
upp á talsvert af vörum frá Íslandi,
en einnig innfluttar vörur sem við
seljum um allan heim,“ segir Pappas
og nefnir ferskmeti sérstaklega sem
dæmi um íslenskar vörur sem verða
í búðinni, en einnig verða íslenskar
vörur úr öðrum vöruflokkum.
Gott pólitískt landslag á Íslandi
Með opnun búðarinnar verður Ís-
land þriðja Evrópulandið sem
Costco opnar verslun í. Auk Íslands
eru verslanir í Bretlandi og á Spáni.
„Þessu verkefni var hrundið af stað
af kanadískri deild fyrirtækisins.
Þeir voru að flytja út margar vörur
til Íslands og heimsóttu því landið.
Þeim leist vel á bæði markaði og
land. Þar sem breska deild fyrirtæk-
isins hefur meiri reynslu af því að
flytja vörur til evrópskra markaða
fengum við verkefnið í okkar hend-
ur. Markaðurinn er jákvæður, inn-
viðir góðir og pólitískt landslag gott.
Við teljum íslenska neytendur vera
vandláta og kostgæfna og teljum að
það sem við höfum að bjóða geti
virkað vel hér. Við sjáum hér mörg
líkindi með Kanada, Bandaríkj-
unum, Ástralíu og fleiri mörkuðum
þar sem vörumerkið okkar virkar
vel.“
Ráða á 160 starfsmenn til starfa í
fyrstu en stefnt er að því að þeir
verði orðnir að minnsta kosti 250
eftir þrjú ár, þegar reksturinn verð-
ur kominn af stað. Ráðningar hefj-
ast líklegast í byrjun næsta árs.
„Venjulega sjáum við sölutölur fara
upp um 25% á öðru ári reksturs frá
því fyrsta. Orðrómur milli fólks er
það sem hjálpar okkur mest að
stækka. Því fleiri sem þekkja vöru-
merkið, því fleiri sem gerast með-
limir og versla við okkur, því fleiri
segja vinum sínum og kunningjum
frá búðinni og þeir vilja koma og
nýta sér sparnaðinn sem þeir geta
fengið með því að versla við Costco,“
segir Pappas.
Ýmis þjónusta verður í boði
Aðeins þeir geta verslað í Costco
sem hafa greitt ársgjald, sem veitir
þeim réttindi til að versla í búðinni.
Pappas segir að ekki sé búið að
ákveða hvað einstaklingsaðild að
Costco muni kosta hérlendis, en í
Bandaríkjunum kostar slík aðild 55
dollara, eða tæpar 7.500 krónur. Úr-
valsaðild, sem ber ýmsa kosti með
sér, kostar 110 dollara, eða tæplega
15.000 krónur.
Vöruhús Costco í Garðabæ mun
einnig bjóða upp á þjónustu á borð
við apótek, sölu sjóntækja og sjón-
mælingu, dekkjasölu og dekkjaverk-
stæði, bakarí og sælkeraverslun,
segir í tilkynningu frá Costco.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórverslun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, býður Steve Pappas, framkvæmdastjóra Costco yfir Bret-
landi og Íslandi, velkominn í Garðabæinn. Líklegt er að ráðningar hefjist í byrjun næsta árs, en ráða á 160 til starfa.
Costco stefnir á að opna
verslunina næsta sumar
Samningur um húsnæði fyrir Costco undirritaður
Af Costco
» Ráða á 160 starfsmenn til
starfa í fyrstu á Íslandi, en
gangi áætlanir eftir mun þeim
fjölga í að minnsta kosti 250
eftir þrjú ár.
» Stafsmannafjöldi fyrirtæk-
isins er 164.000 manns í fullu
starfi og hlutastarfi á heims-
vísu.
» Costco er aðeins opin með-
limum, en þeir þurfa að greiða
ársgjald.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað út á sjöunda tímanum í
gærkvöldi þegar flugvél fór út af
flugbrautinni á Sandskeiðsflugvelli
og lenti á hvolfi.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu var einn maður í flug-
vélinni og komst hann lítið meiddur
út úr vélinni.
Í gærkvöldi vann slökkviliðið að
öryggisráðstöfunum á svæðinu og
kannaði meðal annars hvort ein-
hver olía hefði lekið úr vélinni eftir
óhappið.
Flugvél lenti á hvolfi
á Sandskeiði í gær