Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Sigurður Tómasson
sigurdurt@mbl.is
Standard & Poor’s, S&P, hækkaði í
gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr
BBB-, sem er lægsti fjárfesting-
arflokkurinn, í BBB. Tvö af þremur
lánshæfismats-fyrirtækjunum sem
meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands
hafa nú nýlega hækkað lánshæf-
ismat ríkissjóðs. Moody’s hafði áður
hækkað lánshæfismat sitt úr Baa3 í
Baa2 í lok síðasta mánaðar og til-
kynning um áform þriðja fyrirtæk-
isins, Fitch, er væntanleg í næstu
viku. Einnig hækkaði S&P lánshæf-
iseinkunn ríkissjóðs til skamms
tíma úr A-3 í A-2.
Fyrirtækin munu njóta góðs
„Þetta skiptir miklu máli fyrir
ríkið en ekki síður fyrir allt at-
vinnulífið og heimilin í landinu.
Hækkun lánshæfismats er til merk-
is um að hjólin séu farin að snúast
af meiri hraða,“ segir Bjarni Bene-
diktsson, fjármálaráðherra. Með
hærra lánshæfismati býðst ríkis-
sjóði fjármögnun á betri lánakjör-
um en þó eru engin áform um að
endurfjármagna skuldir ríkissjóðs
strax. „Ekki hafa verið teknar nein-
ar ákvarðanir um það að hversu
miklu leyti ríkið fer út á markaðinn
á næstunni en opnist tækifæri til
þess að endurfjármagna dýrari
skuldir munum við gera það,“ segir
Bjarni.
Ásgeir Jónsson, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, tekur í
sama streng og Bjarni og segir að
þessi hækkun muni sennilega ekki
hafa mikil áhrif á ríkissjóð strax en
fyrirtækin muni njóta góðs af
henni. „Lánshæfi ríkisins fylgja
ákveðin ytri áhrif. Það er viðmið
fyrir erlenda aðila að meta innlend
fyrirtæki og þannig mun hærra
lánshæfi ríkisins auðvelda t.d.
Landsvirkjun, Orkuveitunni og
bönkunum að gefa út skuldabréf.“
Trúverðugar aðgerðir
Í tilkynningu frá S&P kemur
fram að ákvörðun um hækkun á
lánshæfismati ríkissjóðs byggist á
trúverðugri aðgerðaáætlun stjórn-
valda til losunar fjármagnshafta.
Þær aðgerðir muni draga úr við-
kvæmri erlendri stöðu þjóðarbúsins
og þrýstingi á gengi krónunnar sem
leiði til jákvæðara viðhorfs erlendra
fjárfesta til Íslands og bætts að-
gengis að erlendum lánsfjármörk-
uðum.
Í tilkynningunni segir jafnframt
að ef tekjur sem falla til ríkisins
vegna aðgerða um losun haftanna
verði notaðar til að greiða niður rík-
isskuldir, en ekki eytt með hætti
sem gæti stuðlað að ofhitnun hag-
kerfisins, muni skuldastaða ríkis-
sjóðs batna verulega.
Fréttatilkynning Moody’s frá 29.
júní síðastliðnum, þegar fyrirtækið
hækkaði lánshæfismatið, var í sama
tóni og hjá S&P.
Áhættuþættir þó til staðar
Yfirvofandi launahækkunum
fylgir ákveðin áhætta, að mati S&P
og Moody’s og benda þau á að ef
illa tekst til geta launahækkanirnar
haft neikvæð áhrif á stöðu ríkis-
sjóðs í framtíðinni og þar með láns-
hæfismat hans. Í skýrslu Moody’s
segir að launahækkanir fyrir næstu
fjögur árin séu talsvert hærri en
framleiðniaukning réttlæti og gæti
það keyrt upp verðbólgu. S&P tek-
ur í sama streng og segir að meiri
verðbólga, og þar með hærri vextir,
muni minnka samkeppnishæfni
landsins og gæti skemmt fyrir því
verkefni að losa höftin.
Hjálpar fyrirtækjum strax
Fyrsta hækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor’s á lánshæfi ríkissjóðs
frá hruni Engin áform um að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs á næstunni
Heimild: Seðlabanki Íslands
Fyrirtæki Ný einkunn Gömul einkunn
Moody’s Baa2 (frá 15. júní) Baa3 (frá nóv. ‘09)
Standard & Poor’s BBB (í gær) BBB- (frá nóv. ‘08)
Fitch ??? (kemur 24. júlí) BBB (frá feb. ‘13)
Lánshæfismat erlendra langtímaskuld-
bindinga ríkissjóðs
Samsvörun
einkunnarkvarða í
fjárfestingaflokki
Heimild: Greiningardeild Íslandsbanka
Moody’s S&P / Fitch
Aaa AAA
Aa1 AA+
Aa2 AA
Aa3 AA-
A1 A+
A2 A
A3 A-
Baa1 BBB+
Baa2 BBB
Baa3 BBB-
Ruslflokkur
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Hjarta úr hvítagulli
25 punkta demantur
99.000,-
Gullhálsmen
Handsmíðað 14K, 2 iscon
26.000,-
Demantssnúra
30 punkta demantur, 14K
157.000,-
Demantssnúra
9 punkta demantur, 14K
57.000,-
Gullhringur
Handsmíðaður 14K, 2 iscon
45.700,-
Morgungjafir í miklu úrvali
!!
"#
!$"
%%!
$#
#
"!#
$$!
#%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"!
"#
!%$!
%%
#"!
"$$
$$
#%!#
#
#$
"##
!#
%%
!!
#
"!
$$#
#
""!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Stærri fyrir-
tækjum í Bretlandi
verður gert skylt
að birta launamun
sem er á milli karla
og kvenna. Að
meðaltali eru kon-
ur með 20% lægri
laun en karlar í
Bretlandi. Reglu-
verkið mun ná til
fyrirtækja með 250
starfsmenn eða fleiri og er liður í því að
tryggja jöfn laun kynjanna. David Came-
ron, forsætisráðherra Bretlands, er
með áform um að koma þessu á en
hann telur að aðgerðin muni varpa ljósi
á misræmið sem er og skapa þrýsting
sem þarf til að breyta þessu til hækk-
unar á launum kvenna.
Stærri fyrirtæki birti
launamun kynjanna
David
Cameron
STUTTAR FRÉTTIR ...
Eignir alls lífeyriskerfisins hér á
landi voru í lok síðasta árs um 3.086
milljarðar króna eða 155% af vergri
landsframleiðslu. Eignir samtrygg-
ingadeilda lífeyrissjóða voru 2.644
milljarðar króna sem er um 86% af
lífeyrismarkaðnum, auk þess var
séreignarsparnaður í vörslu þeirra
um 281 milljarður króna. Séreignar-
sparnaður í vörslu annarra en lífeyr-
issjóða nam 161 milljarði króna í árs-
lok. Þetta kemur fram í samantekt
um íslenska lífeyrissjóði sem Fjár-
málaeftirlitið, FME, hefur birt. Á Ís-
landi eru starfandi 27 lífeyrissjóðir í
80 deildum samtryggingar og sér-
eignar. Aðrir vörsluaðilar eru sjö
talsins. FME segir að lífeyriskerfið
sé öflugt, haldi áfram að stækka og
tryggingafræðileg staða sjóðanna
fari batnandi. Heildarstaða sjóða án
ábyrgðar launagreiðanda er í jafn-
vægi þó margir sjóðir séu ennþá með
halla en hinsvegar sé staða sjóða með
ábyrgð ríkis og sveitarfélaga slæm
og áfram áhyggjuefni. FME segir
hallann á þeim sjóðum 623 milljarða
króna í samanburði við 595 milljarða
króna halla á árinu á undan, hallinn
hefur því aukist um 28 milljarða
króna milli ára.
Þá segir í samantektinni að gjald-
eyrishöft takmarki enn fjárfesting-
armöguleika lífeyrissjóðanna og
möguleika þeirra til áhættudreif-
inga.
Fimm stærstu lífeyrissjóðirnir eru
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins,
Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Gildi lífeyrissjóður, Stapi lífeyris-
sjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn.
Hrein eign þeirra var 1.729 milljarð-
ar króna í árslok sem eru um 56% af
lífeyrismarkaðnum.
Morgunblaðið/Golli
Lífeyrissjóðir FME segir stöðu sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga
áfram áhyggjuefni en halli þeirra hefur aukist milli ára um 28 milljarða.
Lífeyriskerfið 3
þúsund milljarðar
FME segir marga sjóði með halla