Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Námsfýsin hefur heltekið þig þessa dagana. Einhver gæti reynt að blekkja þig í dag þannig að vertu á varðbergi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert eitthvað snefsin/n við aðra og það er ekki líkt þér. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá ert þú jafn hæf/ur og allir aðrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leyfðu engum að setja stein í götu þína því þú ein/n stendur og fellur með gjörðum þínum. Nú ertu loks búin/n að finna rétta svarið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu hreinskilin/n því maður kemst lengst á því. Endilega láttu eftir þér ýmsa hluti en gættu þess bara að fara ekki yfir strikið. Allt er gott í hófi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Framandi námsefni vekur áhuga þinn í dag, ímyndunarafl þitt er svo sannarlega á fleygiferð. Sambönd þín styrkjast óðum svo ekki kvarta. Mundu bara að dramb er falli næst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú virðist upptekin/n af eignum þín- um og fjármálum í dag. Það hefst ekkert nema menn séu reiðubúnir til þess að bera sig eftir hlutunum. Fjölskyldan er upp- spretta mikillar gleði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert nánast að drukkna í alls kyns verkefnum en tekst að klára þau með því að taka fyrir eitt verk í einu. Nú er komið að því að leyfa öðrum að annast þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera ákveðin/n til að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig. Varastu að senda öðrum misvísandi skilaboð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma þínum nánustu. Ef þú lætur verða af hlutunum sérðu ekki eftir því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú kemst hugsanlega á snoðir um forvitnilegt leyndarmál í dag. Reyndu að sjá hlutina í bjartara ljósi og þá hefst þetta. Árinni kennur illur ræðari. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvert mál heima fyrir slær öll vopn úr höndum þér. Veltu fyrir þér hvernig viðkomandi lítur út í morgunbirtunni, há- deginu og við tunglsljós. Ekki láta flagara koma þér úr jafnvægi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ertu að leita að felustað? Það er merki um að þú þurfir að horfast í augu við eitthvað. Ekki er fugl í höndum þó fljúgi með ströndum. Eins og endranær var síðastagáta eftir Guðmund Arnfinns- son: Lögg af víni víst hann er. Valtur stundum reynist hann. Traustur þó af gulli ger. Í Gúttóslag menn báru þann. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Í fótinn sumir fá sér víst, fótinn valtan ellin ber. Á gullfót myntar mjög vel líst, margan stólfót nýttu sér. Árni Blöndal svarar: Hreifur verð af víni eðla. Völtum fæti stend í dag. Gullið tryggir gengi seðla. Í Gúttó fætur, - vopn í slag. Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna- dóttur: Í Gúttó var borðfótum barist. Á barnum í fótinn þið varist! Einfætt valt. Krítum kalt, þó krónan við gullfótinn skarist. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Fótur víns er vinsæll næsta. Valtur er drykkjumannsins fótur. Gullfótur virði hefur hæsta. Háður var stólfóta bardagi ljótur. Og bætir við limru: Hann Vermund í rogastans rak. Sá rati féll aftur á bak og marflatur lá, svo mjög honum brá, að hann missti sitt fótatak. Síðan skýtur hann því að mér að prentvillupúkinn hafi hlaupið í mig í síðasta Vísnahorni og breytt nafni sínu: Átt get ég á ýmsu von, eflaust frá þér, Blöndal, en ekki heiti ég Arngrímsson, og ekki heitirðu Gröndal. En sendir samt gátu upp á gamlan kunningsskap: Golfarann svekkir þessi þrátt. Þreytir sá blindur eltingarleik. Kjörstaður hans er hraunið grátt Hann er í grennd við bál og reyk. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í Gúttó var borðfótum barist Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐURKENNDU ÞAÐ: EF ÞÚ ELSKAÐIR MIG Í RAUN, HEFÐIRÐU GIFST EINHVERRI ANNARRI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að heyra um fiskinn sem slapp, aftur og aftur! FERSKUR FISKUR ÖFUNDSJÚK... ÞÚ LYKTAR EINS OG ÞÚ HAFIR VERIÐ AÐ VELTA ÞÉR UPP ÚR RUSLAGÁMI FYRIR AFTAN FISKBÚÐ. ÉG MYNDI VILJA SKILJA ÞESSAR ÖRVAR EFTIR Í 45 MÍNÚTUR, HRÓLFUR. HVERS VEGNA Í ÓSKÖPUNUM MYNDIRÐU GERA ÞAÐ?! ÉG ER Í ÞJÁLFUN TIL ÞESS AÐ FÁ LEYFI SEM NÁLASTUNGULÆKNIR... TOLLUR HÓPFJÁRMÖGNUN Beisklegur aldurtili Reynistaðar-bræðra sem urðu úti við Beinhól á Kili árið 1780 var helsta umræðu- efnið þegar Skagfirðingur og Vík- verji tóku tal saman á ferð þess síðarnefnda nyrðra fyrir nokkrum dögum. Samtal þetta var raunar ein stór endurtekning, örlög bræðranna og fylgdarmanna eru saga sem stendur fólki nyrðra og víðar á land- inu enn alveg ótrúlega nærri, þó 225 ár séu liðin frá harmleiknum á há- lendinu. Flestir fyrir norðan þekkja til sögunnar og margir hafa rökfærð- ar skýringar á hinni óráðnu gátu. x x x Og þegar Víkverji var á sunnan-verðum Vestfjörðum nýlega hitti hann fólk sem ræddi um morðin á Sjöundá á Rauðasandi árið 1802 sem nýorðna hluti. Þungar tilfinn- ingar búa undir þegar þetta mál ber á góma fyrir vestan og skyldu þó flestir ætla að farið væri að fenna í spor 213 árum frá atburðum þessum. x x x Rauðisandur og Sjöundá eiga sérmargar hliðstæður. Í Flóanum á Suðurlandi kunna margir söguna af Kambsráninu árið 1827 og í Rang- árþingi eru býsna margir alveg hundavaðsfærir þegar Njálssögu ber á góma. Þá hafa margir Dalamenn Laxdælu alveg á hreinu svo nærri lætur að Bolli, Kjartan og Guðrún Óvífursdóttir séu þar enn á sveimi. Svona má raunar bera niður í hverri einustu byggð landsins og þetta er býsna skemmtilegt að sannreyna. Það er líka alltaf gaman að tala við fólk sem er vel lesið, með á nótunum og þekkir söguna. x x x Eigi að síður er hin viðurkenndasagnfræði treg til að tengjast nú- tímanum eða viðurkenna seinni tíma frásagnir sem hluta af eðlilegri menningu Íslendinga. Það þarf ekki alltaf að fara þúsund ár aftur í tím- ann svo úr verði merkingarbærar frásagnir. Og sögur þurfa ekki – eins og þó er alsiða í dag – að hafa undir- tón réttindabaráttu minnihlutahópa. Sumar eru bara dægradvöl fólks, sem gerir sér ljóst að það sleppur aldrei lifandi frá lífinu sjálfu. víkverji@mbl.is Víkverji Enginn er heilagur sem Drottinn, eng- inn er til nema þú, enginn er klettur sem Guð vor. Fyrri Samúelsbók 2:2 mbl.is alltaf - allstaðar COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd:Josefine Unterhauser

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.