Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa samþykkt til auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Barónsreit og Laugavegsreit í miðborginni. Áformað er að byggja upp reitina á næstu fjórum árum. Fjöldi íbúða er óráðinn en heimilt er að byggja allt að 220 íbúðir á reitunum. Skipulag Barónsreits hefur breyst mikið og er nú gert ráð fyrir einum 16 hæða íbúðaturni við Skúla- götuna en ekki þremur 15 hæða eins og áður. Þá verður hætt við að rífa hús sem nú hýsir KEX hostel sem og fleiri hús sem víkja áttu fyrir ný- byggingum á reitunum tveimur. Á milli þessara þriggja turna áttu að vera 6 hæða háhýsi og hefur jafn- framt verið hætt við þau. Gömul hús með inngörðum Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG Verktök- um, segir skipulag Laugavegsreits- ins líka hafa breyst. Þar sé nú áformað að verði lítið þorp gamalla húsa með inngörðum og stígum. Hætt er við að reisa verslunar- miðstöð á svæðinu en á þensluár- unum fyrir hrun voru uppi hug- myndir um stórt verslunarhúsnæði á reitnum, sem sneri að Laugavegi í suðri og að Hverfisgötu í norðri. Eins og sjá má á myndinni vinstra megin hér fyrir ofan verða viss kaflaskil á austari hluta Laugavegs- reitsins, það er þeim hluta sem er fjær á myndinni, með því að þar rís stórhýsi á lóð sem nú er bílastæði. Á jarðhæð verður þjónusta en íbúðir á efri hæðum. Bílastæði verða í kjallara undir húsinu, sem og undir öðru fjölbýli á reitunum. Sunnan við þessa lóð er stórhýsið Laugavegur 77 sem margir þekkja sem fyrrverandi útibú Landsbank- ans. Fram hefur komið í kynningarefni frá Reykjavíkurborg að Upphaf fasteignafélag áformi að byggja fjöl- býlishús á þessari lóð. Upphaf hefur sama heimilisfang og rekstrar- félagið GAMMA. Þar á bæ var vísað á fulltrúa SA verks en hann svaraði ekki skilaboðum síðdegis í gær. Laugavegur 73 verður fluttur Vestur af Laugavegi 77 verða talsverðar breytingar. Á Laugavegi 65, sem er á horni Vitastígs, stendur til að reisa viðbyggingu sem gömul teikning er til af eftir Guðmund H. Þorláksson. Þá verður heimilt að hækka húsin Laugavegur 65-67. Á Laugavegi 73 er nú veitingahús. Það hús verður flutt á lóðina Hverfisgata 86, sem verður tvískipt lóð. Þá verð- ur húsið Hverfisgata 92 flutt á lóð sem nú er merkt Hverfisgata 88. Hverfisgata 92 verður áfram á sama stað. Munu þessi þrjú hús, gömlu húsin við Vitastíg og húsin Lauga- vegur 65-69 mynda „Vitaþorpið“. Örn Tryggvi segir Halldór Eiríks- son, arkitekt hjá Tark, og sam- starfsmenn hans hafa unnið skipu- lagstillögurnar fyrir hönd ÞG Verk. Mikil ánægja sé með Laugaveg- stillöguna. „Það þykir gott við Laugavegs- tillöguna að í henni er lögð mikil áhersla á verndun gamalla húsa. Það er mikil ánægja með þá tillögu hjá Minjastofnun og öllum sem að henni hafa komið. Þarna er nánast verið að byggja upp nýtt Grjótaþorp sem hefur vinnuheitið Vitaþorp, með tilflutningi gamalla húsa og upp- byggingu nýrra í þeim skala að það passi við gömlu byggðina.“ Félagið Rauðsvík á byggingar- lóðir á Barónsreit. Það er tengt verktakafyrirtækinu ÞG verk. Arcus á helmingshlut í félaginu Rauðsvík. Örn Tryggvi segir að ef allt geng- ur að óskum verði deiliskipulagið samþykkt í byrjun árs 2016. Von- andi verði hægt að hefja fram- kvæmdir upp úr því. Ef allt gangi upp geti framkvæmdum við reitina verið lokið í árslok 2019. Samkvæmt skipulaginu er heimilt að byggja 70 til 120 íbúðir á Barónsreit. Heimildir á Laugavegsreitnum eru ögn víð- tækari. Þar er gert ráð fyrir 18 til liðlega 100 íbúðum. Örn Tryggvi tekur að lokum fram að 5% íbúð- anna verði félagslegar íbúðir, 10% í langtímaleigu. Teikning/Tark arkitektar Tveir reitir Hverfisgatan skilur að Barónsreitinn (til vinstri á myndinni) og Laugavegsreitinn. Gjörbreytir gömlum borgarhluta  Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir nýjum 16 hæða turni við Skúlagötu og nýjum húsum á Barónsreit  Á Laugavegsreit verða hús færð til í nýju „Vitaþorpi“  Stórhýsi rís norðan við Laugaveg 77 Teikning/Tark arkitektar Nýr turn við Skúlagötuna Fyrirhugaður 16 hæða turn er lengst til hægri á teikningunni. Morgunblaðið/Kristinn Bílastæði víkur Á þessari lóð mun rísa fjölbýlishús með þjónustu á 1. hæð. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Vandaður þýskur gæðafatnaður á frábæru verði! St. 36–42,5 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn · Opið kl. 10–15 í dag · Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook UTSALA UTSALA UTSALA FRANK LYMAN GLÆSIKJÓLAR STÓRÚTSALA 40–50% AFSL. Skoðið laxdal.is/kjólar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.