Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin hefur víða tekið hraust- legan kipp undanfarna viku. Sam- kvæmt tölum úr viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga, sem hér má sjá, er nánast um meðalveiði á þessum tíma sumars að ræða. Þor- steinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem tekur tölurnar saman, skrifar á vefinn angling.is: „Af gagnagrunns- ánum okkar 25 er það að frétta að heildarveiðitölur úr þeim eru nú 7.094 laxar, eftir 3.526 landaða fiska í liðinni viku. Veiðin er greinilega að ná sér á strik. Ef við berum þetta saman við undanfarin ár þá er með- alveiðin úr ánum 25 nálægt 7.175 löxum síðan 2006. Því má segja að veiðin núna sé ótúlega nærri pari.“ Sem dæmi um veiðina undanfarna viku má nefna að í Norðurá, þar sem 1.000 laxa markinu var náð, gaf vik- an 438 laxa, sem teljast má afar gott. Í Blöndu gekk þó enn betur því þar var 478 landað. Í Þverá og Kjarrá veiddust 247, 348 í Miðfjarðará, 293 laxar veiddust í Ytri-Rangá og í Langá á Mýrum tók veiðin hressi- legt stökk; fyrir viku höfðu veiðst 130 laxar en á næstu sjö dögum var 345 landað. Klapparpollur „on fire“ Ef rýnt er frekar í veiðitölurnar má glögglega sjá hvað árnar á Vest- urlandi eru miklum mun gjöfulli nú en hörmungarsumarið í fyrra, þó á veiðin í langt með að ná því sem gerðist í mokinu 2013. Enda er veið- in nú í ágætu meðaltali. Norðanlands er veiðin hinsvegar jafnari milli ára. Í Víðidal reyndar betri en á sama tíma bæði fyrrnefnd sumur og í Vatnsdalsá hefur veiðst 30 löxum minna en á sama tíma í fyrra en ein skýring kann að vera sú að sökum vatnsflaums var hinn gjöfuli Hnausastrengur ekki „inni“ fyrr en á síðustu dögum, en þá fór líka að mokast upp úr honum. Í Miðfjarðará hefur þó veiðst rúmlega 300 löxum meira en á sama tíma í fyrra. Hafa verið hressilegar göngur í ána? „Já, þær hafa verið mjög öflugar,“ segir Jóhann Birgisson, leið- sögumaður í Miðfirðinum. „Þetta lít- ur rosalega vel út. Það er bara hörkuveiði, nú eru komnir um 700 laxar. Nú erum við að fá mikið af rosalega vel höldnum og fallegum smálaxi, 65 til 68 cm. Það er ekki hægt að segja annað en að hann komi mjög vel undan vetri.“ Jonni segir minna veiðast í Aust- urá en Vesturá og Miðfjarðaránni sjálfri en fiskur sé þó vel dreifður um allt svæðið. „Fossarnir í Vesturá eru hálfstíflaðir af laxi þessa dagana, það eru bunkar fyrir neðan þá,“ seg- ir hann og hlær. „Og laxinn gengur af krafti í Miðfjarðarána, Klapp- arpollurinn er til dæmis „on fire“! Í gærmorgun var ég þar með veiði- menn og þeir fengu sex í beit, auk fiska í Grjóthyl og Brekkulæk I. Það komu yfir tuttugu laxar bara af svæði eitt í gær. Það er mjög ánægjulegt að fá svona sterka smá- laxagöngu – þetta lítur mjög vel út.“ Fjör fyrir neðan fossa Laxveiðin í Aðaldal er á svipuðu róli og síðustu sumur, ívið betri þó. Æsilegar sögur hafa borist frá Drottningunni, þar á meðal að veiði- konur hafi staðið sig vel við að setja í stóra laxa. Ása Hreggviðsdóttir gerði sér þannig lítið fyrir á dög- unum og landaði átta stórlöxum á sömu morgunvaktinni á veiðisvæði Laxárfélagsins fyrir neðan Æðar- fossa en þar hefur verið hörkuveiði undanfarið. Stærsti laxinn var 97 cm langur eða nálægt 20 pundum. Lax- arnir tóku rauða Frances og Sunray Shadow. Öllum laxi er sleppt á veiði- svæðunum. Á Nessvæðinu í Aðaldal segir Árni Pétur Hilmarsson staðarhaldari að um 60 löxum hafi verið landað og þar af eru fjórir yfir 100 cm langir – Ing- ólfur Davíð Sigurðsson fékk einn 105 cm á Spegilflúð í fyrradag. „Það eru mjög sterkar göngur í ána og í heila viku hefur verið mjög mikið fjör fyrir neðan fossa,“ segir Árni Pétur. „Menn hafa verið að setja upp í tuttugu fiska þar á vakt- inni, og landað góðum hluta þeirra. Áin virðist vera í fínu standi og mikið af fiski á öllum stöðum. En nú hefur verið mjög kalt hér lengi – við stönd- um til að mynda nú úti í sex gráðum og áin er komin niður í átta – og við þær aðstæður er erfitt að fá laxinn til að taka. Kuldinn deyfir hann mik- ið. En um leið og hlýnar verður veisla hérna.“ En er eitthvað að hlýna? Árni Pétur hlær. „Það er ekki í kortunum,“ segir hann svo. „Spáin er hryllileg. En þetta hefur verið skrýtið sumar. Staðir sem venjulega eru sterkir síðsumars eru það nú og öfugt. Þannig hefur Hólmavaðsstífla verið virk frá fyrsta degi, full af fiski. Og það er nóg af tveggja ára laxi. Meðalvigtin er kringum 15 pundin hjá okkur og einn smálax hefur veiðst. Og það gengur ævintýralega vel niðri á Laxamýri.“ Fossar sagðir hálfstíflaðir af laxi  Nánast meðalveiði í laxveiðiánum  Hátt í fimm hundruð laxa vika í Blöndu og Norðurá  „Lítur rosalega vel út,“ í Miðfjarðará  Gengur ævintýralega vel á Laxamýri  15 punda meðalvigt í Nesi Líflegt Marvin Ingólfsson lukkulegur með 103 cm langan lax sem hann náði á netta einhendu á Nessvæðinu í Aðaldal og var veginn í háfnum 23 pund. Fylgdarmaðurinn Björgvin Viðarsson frá Kraunastöðum hampar laxinum. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (15) Blanda (14) Þverá-Kjarrá (14) Miðfjarðará (10) Ytri-Rangá & Hólsá (20) Langá (12) Haffjarðará (6) Elliðaárnar (6) Laxá í Aðaldal (18) Flókadalsá (3) Laxá í Kjós (8) Grímsá og Tunguá (8) Eystri-Rangá (18) Víðidalsá (8) Hítará (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2013 Staðan 15. júlí 2015 470 882 505 328 189 90 285 200 208 100 132 131 363 130 122 1817 1030 1423 678 516 815 905 517 218 420 330 515 438 170 480 1068 993 735 649 502 475 407 238 229 215 209 207 202 192 190 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Hágæða postulín frá Þýskalandi • Hágæða postulín sem hefur verið á borðum þjóðverja frá 1881. • Sérhertir kantar sem koma veg fyrir að kvarnist upp úr postulíninu. • Bauscher notar næstharðasta efni í heimi- num á eftir demanti í postulínið sitt. • Gjöf sem endist og endist. • Frábær brúðkaupsgjöf. • Frábær borðbúnaður í veisluna. • Ýmsar línur í boði. • Þú færð Bauscher í Progastro. Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18 Skötumessa að sumri verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði mið- vikudaginn 22. júlí klukkan 19.00. Að venju verður skata og annað fiskmeti og meðlæti á borðum og fjölbreytt skemmtidagskrá. Ræðumaður kvöldsins verður Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður en auk hans koma fram Rúnar Þór og hljómsveit, Dói og Baldvin, Grænir vinir, Einar Freyr, Sigurður Smári og Már Gunn- arsson. Þá verða einstaklingum og félagasamtökum veittir styrkir frá Skötumessunni, sem er áhugafélag um velferð fatlaðra, og gestum í sal. Aðgangurinn kostar 4.000 krón- ur og er hægt að kaupa miða með því að leggja inn á reikning Skötu- messunnar 0142-05-70506, kt. 580711-0650 og gildir innleggs- nótan sem aðgöngumiði. Venjulega hefur verið uppselt á Skötumess- una. Skötumessa að sumri í Garðinum Fræðslu- dagskrá verk- efnisins Reykjavík - ið- andi af lífi fyrir sumarið 2015 er komin vel á veg og næsti viðburður verð- ur í dag, laugardaginn 18. júlí kl. 13. Þá verður boðið upp á skemmtilega smádýraskoðun við Rauðavatn. Gestir munu taka þátt í að safna ferskvatnssmádýrum eins og brunn- klukkum, tjarnatítum, andablóðsug- um og hornsílum svo fátt eitt sé nefnt og skoða þau á staðnum. Líf- fræðingur mun fræða gesti um líf- ríki vatnsins. Fræðsluviðburðurinn hefst kl. 13 og verður hist við bílastæðið vestan við vatnið þar sem skautasvell er gjarnan á veturna. Þaðan verður gengið meðfram suðurströnd vatns- ins og fundnir heppilegir staðir til að leita að smádýrum. Allir sem vilja mega taka þátt í að reyna að veiða dýrin og verður þeim safnað í fötur og í bakka þar sem þau verða skoð- uð nánar áður en þeim er sleppt aft- ur. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnastjóri Reykjavík - iðandi af lífi, mun fræða gesti um það sem fyrir augu ber. Þessi viðburður hentar sérstaklega vel börnum og eru þátttakendur hvattir til að koma með eigin fötur og háfa. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Smádýrum safnað við Rauðavatn Brunnklukka STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.