Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 ✝ Jakob TraustiSkúlason fædd- ist 23. mars 1933 í Reykjavík. Trausti varð bráðkvaddur á heimili sínu hinn 11. júlí 2015. Foreldrar hans voru Skúli Sveins- son vélstjóri og Hallfríður Ásgeirs- dóttir. Börn þeirra eru: Ásgeir Bjarni, f. 1926, d. 1926, Ásgeir, f. 1927, d. 1997, Svavar, f. 1928, El- ínborg, f. 1930, d. 1935, Trausti, Ellert, f. 1935, d. 2014, og Guð- rún, f. 1937. Trausti kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðríði Kristjáns- dóttur, f. 16.10. 1933, hinn 28. nóv. 1954. Hún er einkabarn hjónanna Kristjáns Kristjáns- sonar og Kristínar Sigrúnar Sig- urðardóttur. Börn þeirra eru: Kristín Sig- urbjörg, f. 1954. Maður hennar er Hallgrímur Sigurðsson f. 1954. Börn þeirra eru Þórhildur Heba, f. 1975. Eiginmaður henn- ar er Per Ole, börn þeirra eru Jónas Valbjörn og Kristín Katla. Norma Valdís, f. 1977, sonur 1989. Eiginmaður Eyrúnar er Jón Grétar. Maki Elvu er Georg Óskarsson, f. 1962. Dóttir þeirra er Elísabet Alda, f. 2004. Trausti sleit barnsskónum í Viðey þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1941. Þaðan fluttu þau til Njarðvíkur. Trausti gekk í Reykholtsskóla frá 1948-51. Þar kynntist hann Guðríði, eftirlifandi eiginkonu sinni. Trausti stundaði sjóinn eft- ir gagnfræðaprófið og gerði út bát, Gulltopp, ásamt Svavari bróður sínum. Trausti og Guð- ríður hófu búskap í Skógarnesi árið 1954. Framan af bjuggu þau félagsbúi með foreldrum Guð- ríðar. Trausti og Guðríður stunduðu hefðbundinn búskap í Skógarnesi alla tíð. Eftir því sem árin liðu jókst áhugi hans á hest- um og á efri árum átti hesta- mennskan hug hans allan. Fyrir nokkrum árum festu Trausti og Guðríður kaup á íbúð í Borg- arnesi þar sem þau dvöldu á vet- urna. Þar tóku hjónin virkan þátt í félagslífi eldri borgara. Trausti kaus þó að verja sumrunum í Skógarnesi þar sem hann undi sér best og var iðinn við að leiða ferðamenn á hestum um fjörurn- ar og sýna þeim svæðið. . Útförin fer fram í dag, 18. júlí, kl. 13 frá Borgarneskirkju. Jarð- sett verður í Miklaholti. hennar er Hall- grímur Hrafn, eig- inmaður Normu er Sigurjón. Börn þeirra eru Kári Steinn, Jónas Jökull og Þórey Sif. Gísli Kristján, f. 1955, d. 2014. Hann var kvæntur Sigríði G. Ólafsdóttur, f. 1956. Börn þeirra eru Svanhildur Heiða, f. 1976, sonur hennar er Sigurður Stefán. Eiginmaður Svanhildar er Michael. Börn þeirra eru Óð- inn Kristjón og Ísak Logi. Trausti, f. 1978, eiginkona hans er Kristín. Börn þeirra eru Aron Fannar, Gísli Kristján og Karen Júlía. Bergrós, f. 1988. Maki hennar er Halldór Á. Ágústsson. Hallfríður, f. 1959. Maður henn- ar er Sigurþór Ólafsson, f. 1959. Börn þeirra eru Ólafur Unnar, f. 1984. Maki hans er Ásdís. Börn þeirra eru Alexander Máni og Sigurþór Nökkvi. Kristín Ósk, f. 1986. Sonur hennar er Sölvi Snær. Maki Kristínar er Mikael Tamar. Börn þeirra eru Adrían Elí og Indía Lind. Elva, f. 1968. Dóttir hennar er Eyrún Gyða, f. Í dag er sorgardagur í fjöl- skyldunni þegar tengdafaðir minn hann Trausti er borinn til grafar. Trausta kynntist ég fyrir rúmum 40 árum og tókst strax með okkur góð vinátta sem hef- ur haldist alla tíð síðan. Trausti var af kynslóð sem er að hverfa, kynslóð sem vandist á nægju- semi, orðheldni, almenna ráð- deild og heiðarleika. Svoleiðis fólk greiddi skuldir sínar og skipti ekki um kennitölur. Karl- ar af þessari kynslóð eru yfir- leitt það sem ég kalla „snæra- karla“ í mjög jákvæðri merkingu. Þetta eru menn sem láta sér yfirleitt nægja það sem þeir eiga og halda því við lengi. Viðgerðir eru gerðar og notast við varahluti við höndina. Trausti var einstaklega laginn með snæri og spýtur, það var mikið bilað ef ekki var hægt að redda sér með því. Svo var karl- inn snillingur í að vinna hluti einn, sem oft þarf að gera í sveitinni ef ekki eru því fleiri í heimili. Girðingarstaura setti hann bara niður með smátrak- tor. Batt snæri í gegnum felg- una og yfir dekkið, krækti staurnum í bandið og keyrði staurinn niður með traktornum. Einhvern tímann missti hann kú í skurð og átti erfitt með að ná henni upp. Þá var smíðuð krana- bóma á þrítengið á traktornum og kýrin hífð upp. Þetta er trú- lega eina tilfellið af kranabómu á traktor á Íslandi og annað dæmi um útsjónarsemina. Trausti var sérstakur maður að mörgu leyti með einstakt jafn- aðargeð, aldrei á 40 árum sá ég hann skipta skapi. Hann var oft kátur en aldrei reiður. Ekki í eitt skipti heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann, þvert á móti ef hann heyrði illa talað um einhvern þá tók hann alltaf upp hanskann fyrir viðkomandi, dró fram jákvæða punkta og mildaði umræðuna. Að búa í Löngu- fjörum, besta reiðvegi landsins, varð til að glæða áhuga hans á hestamennsku. Trausti hefur ræktað reiðhesta um langt ára- bil og átti alla tíð gæðingshesta, það var alltaf jafn falleg sjón að sjá bóndann ríða um fjörurnar. Glæsilegan knapa á fjörugum glæsilegum gæðingum en bónd- inn var náttúrutalent þegar kom að reiðmennsku, hann og hest- urinn voru alltaf eins og ein vera í algjörri samstillingu. Trausti reið gjarnan út með hópum fólks um fjörurnar og margir valinkunnir hestamenn hafa lýst því að hjá þeim væri sumarið ekki komið fyrr en riðið hefði verið um Löngufjörur með Trausta bónda. Með Trausta er genginn ákaflega góður maður sem bar nafn með rentu. Maður sem bar virðingu og hlýhug fyr- ir öllu fólki, jafnt fullorðnum sem börnum. Elskaði umhverfi sitt og lifði í sátt við allt og alla. Dagfarsprúður og notalegur höfðingi sem stafaði hlýju af alla tíð. Fjölskyldan hefur misst sinn glæsilegasta fulltrúa en eftir lifir minningin um mann sem var okkur öllum falleg og lærdómsrík fyrirmynd. Vonandi berum við gæfu til að miðla okkar afkomendum af því sem við lærðum af Trausta, takist okkur það þá er framtíðin björt. Bóndinn er trúlega kominn á bak og farinn í reiðtúr í sólar- landinu. Megi hann vaka yfir okkur öllum. Guð blessi minn- ingu Trausta. Hallgrímur. Elsku besti afi minn. Ég kveð þig með miklum ekka og sorg í hjarta. En gleðst þó yfir þeim árum sem við höfum átt saman. Mér finnst verst að hugsa til þess að þú fáir ekki að gæða þér á grænmetinu sem vex nú dátt í gróðurhúsinu sem þú hannaðir snilldarlega og hjálpaðir mér að byggja nú í vor. Gróðurhúsið sem er búið til úr efnivið sem fannst hér í Skógarnesi, eins og flest annað sem þú hefur byggt, elsku afi minn. Ég gæddi mér á einni radísu úti í móa þér til heiðurs. Þér vil ég þakka fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin, allt sem þú hefur kennt mér, allt sem þú hefur hjálpað mér að skapa og fyrir að leyfa mér að gera hlut- ina eins og ég hef viljað hafa þá, þrátt fyrir að þú vissir að það myndi svo á endanum ekkert endilega ganga upp. Ég hef sko aldeilis lært af því. Nú þarf ég bara að fara að læra alla þessa undarlegu hnúta sem þú hefur hnýtt í gegnum árin, ég er strax byrjuð að fara í gegnum böndin hér á bænum. Næsta skref er að læra hvernig á að reka niður girðingarstaura með skóflunni á traktornum, gefðu okkur þrjú ár og þá verðum við komin með þetta á hreint, en auðvitað sest ég ekki undir stýri á traktorn- um, Nonni minn sér að sjálf- sögðu um það. Ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert með gæðingnum þínum, honum Grána gamla, og ég veit líka að þú munt vaka yf- ir okkur og ömmu sem talaði um það nú í vikunni að hann afi minn hefði ekki verið eðlilega sætur, það var líka alveg rétt hjá henni. Ég held hann ríða úr hlaðinu best sem harmar engir svæfa; hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. (Jón Arason.) Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir. Frá því ég man eftir mér hef- ur tilheyrt sumrinu að fara a.m.k. eina ferð í Skógarnes. Hjá mömmu hófst sumarið ekki fyrr en við náðum að komast í nokkur svartbaksegg og spjall yfir kaffibolla við eldhúsborðið hjá Trausta og Guggu frænku. Ég á óteljandi minningar frá Skógarnesi, t.d. af okkur systk- inunum uppi í kvistherbergi með tístandi, unguð egg, falin undir kodda, á meðan mamma og pabbi sátu í hrókasamræðum við óðalsbændurna yfir kaffi- bolla og jafnvel einhverri brjóst- birtu við eldhúsborðið. Og af fjósinu og fjárhúsunum og búinu úti í móa og gersemunum sem hafið skolaði á land og endalaus- um ævintýrum, enda hlakkaði ég alltaf jafn mikið til að koma í Skógarnes. Börnin mín þekkja heldur ekki annað en þessar ár- legu ferðir og hlakka alltaf mik- ið til að fara en við pabbi höfum haldið í hefðina þótt nú vanti mömmu við eldhúsborðið. Síðustu ferðina í Skógarnes fórum við pabbi og krakkarnir í lok júní og áttum yndislegan dag í fjörunni í dásamlegu veðri og settumst svo að sjálfsögðu við eldhúsborðið hjá Guggu og Trausta á eftir, yfir kaffibolla og kaffibrauði. Trausti var þá kom- inn í reiðgallann þar sem hann hafði lofað vinahjónum að ríða um fjörurnar þetta kvöldið. Hann var svo yndislegur að lofa mér að koma með þeim og að þetta var hreint ólýsanleg ferð í ævintýralega góðu veðri. Þannig er síðasta minning mín um Trausta: Á hestbaki í Skógar- nesfjöru. Og fyrir hana er ég endalaust þakklát. Elsku Gugga og fjölskyldan öll, mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Ég veit að mamma hefur tekið vel á móti honum þarna hinum megin en Skógarnesið verður aldrei samt án hans og enn fjölgar auðu stólunum við eldhúsborðið. Ykkar, Arnrún Eysteinsdóttir. Hér sit ég vafin inn í ullar- teppi sem afi minn gaf mér. Ég veit ekki hvort yljar mér meira, teppið eða minningar um gæða- stundir sem ég fékk að njóta með honum. Þær eru hver ann- arri hlýrri, innilegri og dýrmæt- ari. Afi hafði þessa einstöku nær- veru og var undantekningalaust gott að vera í kringum hann. Það var einlæga glottið í augum hans sem fékk mann til að brosa og líða vel. Þessi merkilegi bóndi var með hjarta úr gulli. Hann átti það nú til að vera glettinn og smáhrekkjóttur við okkur barnabörnin en á sama tíma var hann jafningi okkar. Ég gleymi aldrei brosinu hans afa og hlát- urinn bergmálar ennþá í huga mér. Sögustundirnar með honum eru ómetanlegar. Það varð ein- faldlega ekki komist hjá því að hlusta á sögurnar af innlifun þegar glottið í augunum hans margfaldaðist og hann ljómaði allur á meðan hann sagði þær. Hann afi átti engan sinn líka. Hraustur, kraftmikill og mynd- arlegur bóndi, hlýr, skemmtileg- ur og góður afi, brosmildur, ein- lægur og mikill karakter. Það eru sannkölluð forrétt- indi að eiga allar þessar minn- ingar um þig, elsku afi, og mun ég varðveita þær eins og gull um ókomna tíð. Ég er viss um að nú heldur þú áfram í útreið- artúrinn. Elsku amma mín og fjölskyld- an öll, megi styrkurinn leiða okkur í gegnum erfiða tíma. Góða ferð, afi minn. Bergrós Gísladóttir. Trausti Skúlason ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Elskulega dóttir okkar, eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, KATRÍN TÓMASDÓTTIR kennari, Laxatungu 11, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum 12. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök sykursjúkra. . Tómas Lárusson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Páll Kristjánsson, Fannar Pálsson, Agnes Ágústsdóttir, Bylgja Pálsdóttir, Sæmundur Örn Kjærnested, Ágúst Tómasson, Elísabet Ingvarsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR SIGURBJARTSSON málarameistari, Holtastíg 22, Bolungarvík, lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur síðastliðinn þriðjudag, 14. júlí. Útför hans fer fram í Hólskirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14. . Helga Svandís Helgadóttir, Helgi Birgisson, Kristín Una Sæmundsdóttir, Lilja Hálfdánsdóttir, Óðinn Birgisson, Hjördís Geirsdóttir, Finnbjörn Birgisson, Linda Björk Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, Miðvangi 23, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi sunnudaginn 12. júlí 2015. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 20. júlí kl. 13. . Torfi Kr. Kristinsson, Helga Eyberg Ketilsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ingileif Kristinsdóttir, Sigurður Þórir Eggertsson, Hallgerður Kristinsdóttir, Símon Már Ólafsson, Vigfús Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Stefanía Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og tengdadóttir, GUÐBJÖRG RÓSANTS STEFÁNSDÓTTIR, Dissa, Stífluseli 1, Reykjavík, andaðist á líknardeildinni í Kópavogi þriðjudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. júlí kl. 15. . Hanna Dóra Magnúsdóttir, Trausti Sigurðsson, Ólafur Stefán Magnússon, Anna Rúnarsdóttir, Helgi Magnússon, Geirlaug D. Oddsdóttir, Skúli Magnússon, Aðalheiður Dóra Magnúsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og vinur, SNORRI GUÐMUNDSSON, Fjarðarseli 7, 109 Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt 14. júlí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 23. júlí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða líknardeild Landspítalans. . Lilja Jónsdóttir, Jón Þór Andrésson, Erla Erlendsdóttir, Guðmundur Snorrason, Kristín Sigurðardóttir, Elsa Þórdís Snorradóttir, Halldór Örn Sigurjónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.