Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  176. tölublað  103. árgangur  EINS OG ÉG VÆRI JÓLASVEINN Á PÁSKUM HOLLT OG GEFANDI FYRIR BÖRNIN SIGRAÐI ÞRÁTT FYRIR AÐ HÚN ÆTLAÐI ÞAÐ EKKI REIÐSKÓLI Í VÍÐIDALNUM 6 HRAUSTASTA KONA HEIMS 12JÓN ÓLAFSSON 30 Ljósmynd/Þjóðgarðurinn Þingvöllum Náttúruspjöll Þessa mynd af umgengn- inni birtu starfsmenn þjóðgarðsins.  Þrír erlendir ferðamenn sem gistu í Vatnskoti á Þingvöllum um helgina unnu miklar skemmdir á viðkvæmum gróðri og mosa þegar þeir rifu upp mikið magn af honum í þeim tilgangi að einangra tjöld sín betur. Á ljósmyndum sem starfs- menn þjóðgarðsins birtu á Face- book-síðu Þingvalla í gær má sjá hvernig ferðamennirnir hafa raðað viðkvæmum gróðrinum þétt upp við tjöld sín. Fyrir vikið skildu þeir eftir mörg djúp og ljót sár í náttúru landsins. Landverðir tóku þá tali og lásu yfir þeim að því er segir á sömu vefsíðu. Náttúruspjöllin hafa verið tilkynnt til lögreglu. Stöðugur straumur ferðafólks er til Þingvalla og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. »4 Ferðamenn unnu spjöll á viðkvæmum gróðri á Þingvöllum Straumur til landsins » Á fyrri hluta ársins fluttu 1.140 fleiri erlendir ríkisborg- arar til landsins en frá því. » Frá 1. janúar 2012 til 30. júní sl. fluttu 5.264 fleiri erlendir ríkisb. til landsins en frá því. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eftirspurnin er margfalt meiri en framboðið. Ef húsnæði er auglýst til leigu á sanngjörnu verði er eftir- spurnin þrjátíu- til hundraðfalt meiri en framboð,“ segir Svanur Guð- mundsson, leigumiðlari hjá húsa- leiga.is, um leigumarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu. „Fólk hefur gefist upp á að fá hús- næði leigt. Leiguverðið er yfirleitt það hátt að fólk ræður ekki við það. Leigumiðlun er að leggjast af. Leigusalar finna leigjendur á Face- book og leigja þeim milliliðalaust. Leigusalar stjórna markaðnum. Margir þeirra virða hvorki uppsagn- arfrest né húsaleigulög.“ Svanur gagnrýnir að húsaleiga skerði ellilífeyrisgreiðslur. Því fái eldra fólk lítið sem ekkert fyrir að leigja út ónotað húsnæði. Jóhann Már Sigurbjörnsson, for- maður Samtaka leigjenda á Íslandi, er nýbúinn að taka íbúð á leigu. Hann upplifði það þrisvar að keppa við 50 aðra umsækjendur. Örn Stefán Jónsson, umsjónar- maður fasteigna á Ásbrú, segir laus- ar íbúðir þar leigðar út jafnóðum. Straumur erlendra ríkisborgara til landsins eykur eftirspurnina. Slegist um íbúðir til leigu  Leigumiðlari segir dæmi um að eftirspurn sé 30 til 100 sinnum meiri en framboð  Talsmaður leigjenda keppti þrisvar við 50 umsækjendur um að fá íbúð til leigu MÞúsundir flytja »15 Morgunblaðið/Þórður Höfuðhögg Þorvaldur Árnason var fluttur á sjúkrahús í hálfleik. „Hann var á sjúkrahúsi yfir nótt en er allur að koma til. Hann er nokkuð vel áttaður þótt hann muni lítið eftir leiknum sjálfum,“ segir Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefnd- ar KSÍ, við Morgunblaðið. Þorvaldur Árnason dæmdi leik KR og Breiða- bliks í Pepsi-deild karla á mánudags- kvöldið, en þurfti frá að hverfa í hálf- leik eftir höfuðhögg. Fyrir leik meiddist Smári Stefáns- son í upphitun, en hann átti að vera línuvörður í leiknum. Fjórði dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hljóp í skarðið á línunni fyrir hlé og tók svo við flautunni í seinni hálfleik þegar búið var að kalla út annan línuvörð, Jóhann Gunnar Guðmundsson. Þór- oddur Hjaltalín var áhorfandi á leiknum en hann brá sér í hlutverk fjórða dómara. Sex menn fylltu því stöðurnar fjórar á sama leiknum. „Þetta var alveg sérstakt tilfelli. Það hefur komið fyrir að dómarar hafa meiðst, en því hefur einhvern veginn alltaf verið reddað,“ segir Gylfi Þór Orrason, formaður dóm- aranefndar, en enginn dómari er á bakvakt ef eitthvað kemur upp á. » Íþróttir Man ekki eftir leiknum  Tveir úr dómaratríóinu heltust úr lestinni í Frostaskjólinu Danska drottningarsnekkjan Dannebrog liggur um þessar mundir í Reykjavíkurhöfn. Kom þetta fallega skip til hafnar á sunnudaginn. Snekkjan var smíðuð á fjórða áratugnum, er 78 metra löng og tekur 55 í áhöfn fullmönnuð. Hún hefur á langri starfsævi komið víða við en áætlað er að hún eigi um 400.000 sjómílur að baki. Ásamt snekkjunni er í höfn eftirlitsskipið Thetis sem brátt siglir til Grænlands. Dannebrog undir vökulu auga Landhelgisgæslunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Snekkja dönsku konungsfjölskyldunnar liggur við festar í Reykjavíkurhöfn  Örtröðin í Leifsstöð á Keflavíkur- flugvelli hefur ekki skaðað markaðsstarf Icelandair sem auglýsir Ísland sem ákjósan- legan stað til millilendingar á leið frá Evrópu til Ameríku. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, segir að þar hafi menn ekki orðið varir við að farþegar hætti við millilend- ingu vegna frétta af örtröðinni. »4 Örtröðin hefur ekki skaðað Icelandair Icelandair Ekki skaði af örtröðinni. „Það er nóga vinnu að hafa fyrir menn með meirapróf. Það er orðin blúss- andi atvinna í þessum geira allt árið,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formað- ur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Félagsmenn eru aðallega hópferða- bílstjórar. Óskar sagði að atvinnubíl- stjórar væru í mörgum stéttarfélög- um en talið væri að 700-800 bílstjórar ynnu við að aka hópferðabifreiðum hér á landi. Óskar sagði að nýliðun í stétt at- vinnubílstjóra hefði ekki haft undan eftirspurninni. Skortur væri á hóp- ferðabílstjórum. Eitthvað væri um að útlendir bílstjórar væru ráðnir hér til starfa, að því er Óskar hafði heyrt. Hann sagði að hópferðabílarnir hefðu batnað mikið og væru orðnir sann- kallaðir lúxusbílar og sambærilegir við það besta sem gerðist í Evrópu. „Menn eru ekkert að hrópa húrra yfir laununum í þessu og ekkert að stökkva á þessi störf þegar önnur gefa betur af sér,“ sagði Óskar. „En þetta er orðið meira heilsársstarf en það var. Áður var þetta aðallega sum- arstarf. Þeir sem fara í þetta á annað borð hætta ekki ef þeir eru sáttir við starfið.“ »2 Rútubílstjórar í blúss- andi vinnu allt árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.