Morgunblaðið - 29.07.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Öflug tæki og tól fyrir pallasmíðina,
viðhaldsverkin og sumarbústaðinn.
Sumartilboð Iðnvéla
- nú er loksins byrjað að hlýna fyrir alvöru!
Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is
Rafstöð
69.826 kr.
Fjölnotasög
34.900 kr.
Hjólsög og sleðasög
með fínstillingu
46.600 kr.
Borðsög með bútsleða
og ristilandi
115.988 kr.
Geirungssög
38.991 kr.
Borvél á borði
48.201 kr.
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
VIÐTAL
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
„Þetta er svo klikkað, ég er ekki al-
veg farin að trúa þessu ennþá. Nú
ætla ég bara að slappa af, komast í
gegnum öll skilaboðin og svara þeim,
það er samt svo stressandi að vera
svona mikið í símanum,“ segir Katr-
ín Tanja Davíðsdóttir, hraustasta
kona heims, og hlær.
Katrín Tanja sigraði á heims-
leikum í crossfit á sunnudaginn. Hún
segir það ekki hafa verið markmiðið
að vinna heldur miklu frekar að gera
sitt besta í hverri einustu keppnis-
grein en þær voru þrettán á fjórum
keppnisdögum. „Ég fór ekki inn í
þessa helgi með það fyrir augum að
ég ætlaði að sigra, en ég var búinn að
vinna hart að þessu í heilt ár, sér-
staklega eftir að hafa ekki komist á
leikana í fyrra, gaf allt sem ég gat á
hverjum einasta degi í heilt ár.
Markmiðið fyrir þessa helgi var að
gefa allt í hverja einustu keppnis-
grein, koma út af vellinum og vita
það að óháð því í hvaða sæti ég hefði
lent, þá gæti ég vitað að það var mitt
besta sæti, að ég hefði ekki getað
gert neitt betur í þeirri keppn-
isgrein. Það gekk bara alla helgina
og það skilaði þessum árangri. Fyrir
síðustu keppnisgreinina hugsaði ég í
fyrsta skipti að núna ætti ég mögu-
leika á að verða hraustasta kona í
heimi,“ segir Katrín Tanja og það
gerði hún heldur betur.
Það var tilfinningaþrungin stund
þegar Katrín Tanja hafði unnið síð-
ustu keppnisgreinina en hún segir að
vegna þess að hún hafi ekki sett sér
það markmið að vinna keppnina frá
upphafi eða hugsað sérstaklega út í
að sigra fyrr en rétt undir lokin hafi
tilfinningarnar hellst yfir sig þegar
hún stóð uppi sem sigurvegari.
Erfitt að hugsa ekki um töfluna
„Það er erfitt að hugsa ekki um
stigatöfluna. Það er ekki nóg að vera
í fantagóðu formi, þú þarft að hafa
hausinn í lagi, þarft að hafa einbeit-
inguna í lagi og andlega hliðin skiptir
svo ótrúlega miklu máli. Það sem
skilaði mér á toppinn, það var haus-
inn,“ segi Katrín Tanja.
En hvað fer í gegnum höfuðið
meðan á keppninni stendur? Katrín
segir hugarfarið vera mjög ólíkt eftir
keppnisgreinum. „Ein úthalds-
greinin snerist eingöngu um hlaup.
Sex umferðir þar sem hlaupið lengd-
ist alltaf á milli, var frá 400 og upp í
600 m. Á milli bárum við drumb á
bakinu en við vorum allar jafn lengi
að því. Þjálfarinn minn sagði við mig
að þessi keppnisgrein snerist því
bara um það hver gæti pínt sig mest í
hlaupunum. Ég hef ekki endilega
verið þekkt fyrir hlaupa- eða út-
haldsgreinar og var sekúndubroti frá
fjórða sætinu í þeirri grein og tók
það fimmta. Ég er hvað stoltust af
sjálfri mér fyrir árangurinn í þeirri
grein. Ég hef mikið verið að vinna í
hlaupinu og það eina sem var í
hausnum á mér var: ég er búin að
vera að hlaupa á fjöll, ég er búin að
vera að hlaupa mikið og meira en
þær, ég get gert þetta.“
„Svo var það kaðlaklifrið án fóta,
greinin sem hélt mér frá heimsleik-
unum í fyrra, í henni fann ég fyrir
stressi í eina skiptið á leikunum. Þá
sagði þjálfarinn: allt í lagi Katrín, ég
er með þér í þessu. Þetta verður
bara ég og þú og við erum í æf-
ingasalnum og gerum þetta eins og á
hverjum einasta degi. Þú ætlar að
gera þetta eins og ég sé með þér á
staðnum. Komdu svo niður og hvíldu
þig og hugsaðu svo um það hvað ég
myndi segja þér að gera á æfingu.
Þannig að hugarfarið var á þá leið að
ég hefði þjálfarann með mér á vell-
inum og það hjálpaði mér mjög mik-
ið.“
Bíður eftir því að geta æft
Katrín Tanja segir að líkaminn sé í
merkilega góðu ástandi. „Ég er
furðu góð. Hitinn á föstudeginum var
samt mjög þungur. Þjálfarinn lætur
mig taka viku þar sem ég má ekki
gera neitt, en um miðjan ágúst byrj-
um við æfingar aftur á fullu. Þetta er
mjög strangt en það skemmtilegasta
sem ég geri. Ég er í rauninni bara að
bíða eftir því að geta farið að æfa aft-
ur. Ég sit hérna í æfingagallanum,
við getum orðað þetta þannig,“ segir
Katrín Tanja í léttum tón.
Katrín Tanja segir að erfiðasta
greinin hafi verið svokallað Murph.
„Erfiðast var klárlega þegar við
þurftum að taka Murph, stelpur í sjö
kílóa vestum og strákar í tíu kílóa
vestum. Við þurftum að hlaupa mílu,
taka hundrað upphífingar í röð, tvö
hundruð armbeygjur í röð, þrjú
hundruð hnébeygjur og hlaupa svo
aftur mílu. Að taka hundrað upphíf-
ingar í röð, þá er maður búinn að
klára allt togið í einu, svo á maður
eftir armbeygjurnar og þetta eru svo
litlir vöðvahópar sem eru að vinna
yfir svo langan tíma. Það var langt,
erfitt fyrir hausinn, það var rosalega
heitt og mann svimaði dálítið í hné-
beygjunum áður en maður fór aftur
af stað í míluna.
Katrín Tanja segir að stuðnings-
netið skipti öllu máli og að þó að
þetta sé einstaklingskeppni þá fari
þetta enginn einn. Miklu máli skipti
að hafa gott teymi á bakvið sig. Hún
segist vera gífurlega heppin með
þjálfarann sinn og fjölskylduna en
einnig Annie Mist en þær stöllur æfa
mikið saman og sárt hafi verið að sjá
á eftir henni úr keppninni.
En hvers vegna eru Íslendingar
og þá sérstaklega íslenskar konur
svo öflugar í crossfit? „Þrjú af sex
einstaklingssætunum á palli á heims-
meistaramóti fóru til Íslands. Að
mínu mati var Annie Mist brautryðj-
andi þegar hún vann 2011. Að sjá ís-
lenska stelpu vinna heimsmeist-
aramót, þetta er svo nálægt manni
og ég horfði á þetta og hugsaði: mig
langar að gera þetta. Trúin eykst og
ég held að við íslensku stelpurnar
trúum því að allt sé mögulegt. Það
eflir okkur líka að við séum svona
margar á þessu getustigi. Ég held að
þetta sé einnig kynjajafnréttið á Ís-
landi, það er svo mikið á Íslandi og
við erum stoltar af því að vera sterk-
ar. Það er litið upp til þess að vera
sterkur og í góðu formi á Íslandi,
sem er náttúrlega svo ótrúlega mik-
ilvægt. Það er líka svo mikilvægt að
geta verið góð fyrirmynd og að það
séu stelpur sem líta upp til þess að
lifa í hraustum líkama,“ segir Katrín
Tanja.
Sigraði þrátt fyrir að ætla það ekki
Hraustasta kona heims bíður í æfingagallanum eftir því að geta farið að æfa aftur Kynjajafn-
rétti eflir íslenskar crossfit-konur Sárt að sjá Annie Mist Þórisdóttur þurfa að hætta keppni
Ljósmynd/Crossfit Games
Heimsmeistari Það var tilfinningaþrungin stund þegar ljóst var að Katrín Tanja hafði unnið leikana og stóð uppi
sem hraustasta kona heims. Hún segir að kynjajafnrétti á Íslandi spili inn í árangur íslenskra kvenna í íþróttinni.
Enn er óvíst hvaðan kafbáturinn er
sem fannst nýverið í sænska skerja-
garðinum, segir Kristján Eldjárn
Jóhannesson, verkfræðingur og einn
eigenda Ixplorer, sem kom að leit-
inni sem staðið hefur yfir í um tvö ár.
Kristján segir að Ixplorer starfi
víða um heim og taki að sér alls kon-
ar botnverkefni, meðal annars leit að
skipsflökum líkt og í þessu verkefni í
Svíþjóð.
Að sögn Kristjáns hafa fjölmiðlar
farið offari í málinu og gert meira úr
fundinum en ástæða sé til. Síminn
hjá honum hefur ekki stoppað frá því
í gær en getgátur eru um að kafbát-
urinn sé rússneskur. Það segir
Kristján alls óvíst og búið sé að blása
málið út án nokkurrar ástæðu. Ekki
liggi fyrir hvaðan kafbáturinn sé né
heldur nákvæmur aldur hans.
„Eins og þetta hefur alltaf snúið að
okkur þá er þetta yfir 100 ára gamalt
flak sem hefur fyrst og fremst söfn-
unargildi eða sem safngripur. Við lít-
um á það sem slíkt en þegar búið er
að blanda sænska hernum og ýmsum
í þetta og blása fréttina út getum við í
rauninni ekki sagt neitt um fundinn
nema að Ixplorer hafi staðið við alla
sína samninga,“ sagði Kristján í sam-
tali við mbl.is.í gær.
Það sem sé merkilegt sé að bát-
urinn hafi sokkið fyrir 100 árum og
hann sé fyrst og fremst merkilegur
fyrir þær sakir að það hafi verið bún-
ir til svo fullkomnir kafbátar fyrir
meira en hundrað árum. „Það er það
sem okkur finnst merkilegast við
þetta,“ segir Kristján og bætir við að
rannsóknin haldi áfram.
Ixplorer hefur unnið að þessu
verkefni í samstarfi við Ocean X
Team í tvö ár en fyrirtækin tvö hafa
oft unnið saman að sambærilegum
verkefnum. Rannsóknarskipið er í
eigu Ixplorer en fyrirtækið starfar
víða um heim og nóg verkefni í
gangi, segir Kristján. Hann vonast
til þess að hægt verði að flytja fyr-
irtækið alfarið til Íslands en hann er
eini Íslendingurinn sem er á launa-
skrá hjá Ixplorer. guna@mbl.is
Líklega rússneskur
bátur úr fyrra stríði
Kafbátur fannst við strönd Svíþjóðar
Ixplorer Fyrirtækið gerir út rann-
sóknarskip með öflugum búnaði.