Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Miklu meira en bara ódýrt
frá 795
Hjólkoppar
12/13/14/15/16”
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Ennþá meira úrval af
listavörum
Þökkum frábærar
viðtökur á Van Gogh
olíulitunum og
Amsterdam
akryllitunum, sem
seldust nánast upp.
Ný sending með fullt af
nýjungum komin í sölu.
Kolibri trönur
í miklu úrvali,
gæðaværa
á góðu verði
Ný sending af
Kolibri penslum
Handgerðir þýskir
penslar í hæsta
gæðaflokki á
afar hagstæðu
verði
frá 7.995Ljósabretti ákerru
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá 845
Strigar, ótal stærðir
frá 295
Hleðslutæki
12V
12V Loftdælur
30-35L
8.995
Vatnsbrúsi m/án krana
10L/20L
Kerru/Fellihýsalás
Bensínbrúsi 20L
Strekkibönd og
farangursteygjur,
frábært úrval frá 395
frá 4.995
Hjólafestingar
2Hj, 3Hj
Þakbogar
frá 14.995
Starttöskur
12V
frá 9.999
12V Fjöltengi
12V Framlenging
12V->230V
Straumbreytir
frá 5.995
Iphone
hleðslu-
snúrur
frá 495
Tjaldstæðatengill
1.995
Framlengingarsnúrur
og kefli 3M, 5M,
10M, 15M, 20M,
25M, 40M
Vasaljós & luktir
30+ gerðir
frá 395
Jack snúrur frá 595
frá 2.895
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Ég var í friðlandinu austur í Flóa í
síðustu viku, við hljóðupptökur,
þegar ég rakst á illa þefjandi hausa
af nautgripum í skurði norður af
fuglaskoðunarhúsinu,“ sagði Magn-
ús Bergsson, fuglaáhugamaður, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Magnús kveðst telja líklegt að
einhver umhverfissóði hafi hent
tveimur nautgripahausum í skurð-
inn, sem hann telur vera óðs manns
æði, vegna þess að á svona stöðum
séu vatnaskipti mjög hæg.
„Ég átti til að byrja með erfitt
með að sjá hvað þetta var þarna í
skurðinum, en ýldulyktin var mjög
stæk. Mér finnst þetta ótrúleg um-
gengni við þetta friðaða svæði.
Þarna koma margir til að skoða
fugla. Þetta var kannski ekki beint
á gönguleið þeirra, en þetta var
samt á því svæði,“ sagði Magnús.
Hlýtur að vera óvenjulegt
Hann kvaðst telja að aðkoma sem
þessi í friðlandi hlyti að vera
óvenjuleg. Hann vonaði það alla
vega. „Hvað voru menn að drösla
þessum stóru hausum þangað og
kasta út í skurð?“ spyr Magnús.
Hann bætir við að hafi menn komið
með hræin að vetrarlagi, hugsan-
lega til þess að fóðra hrafna, þá
væri samt sem áður mjög ein-
kennilegt að kasta þeim ofan í
skurð. Hafi verið um heimaslátrun
að ræða, væri einfaldast að grafa
holu í jörð, setja hausana þar og
moka svo yfir.
Ótrúleg umgengni í Flóa
Ljósmynd/Magnús Bergsson
Friðlandið Tveir hausar af nautgripum mara í hálfu kafi í friðlandinu í Flóa.
Rakst á hausa af nautgripum í friðlandinu austur í Flóa
Karl Friðriksson
og Grétar Gúst-
avsson, félagar í
Vinum Ferguson,
færðu í gær
Barnaheill 50
þúsund krónur.
Þeir söfnuðu fénu
til styrktar verk-
efni félagsins,
Vináttu, sem er
ætlað að vinna
gegn einelti í leikskólum.
Karl og Grétar fóru í sumar hring-
veginn á tveimur forláta Massey
Ferguson-traktorum til þess að
vekja athygli á málefninu.
Framkvæmdastjóri Barnaheilla,
Erna Reynisdóttir, þakkaði þeim
fyrir rausnarlegan stuðning þeirra.
Vinir Fergu-
son styrkja
Vináttu
Vinir Fóru hring-
inn á traktorum.
Menn eru ýmsu vanir á fjöl-
skylduhátíðinni Fiskideginum mikla
í Dalvíkurbyggð. Fiskurinn á mynd-
inni hefur þó ekki sést áður, en um
er að ræða svokallaðan kragaháf
sem jafnvel hefur verið talinn út-
dauður. Hann hefur veiðst nokkrum
sinnum, víðsvegar um heiminn, en
nú hefur einn skilað sér til Skarp-
héðins Ásbjörnssonar.
Skarphéðinn hefur gegnt hlut-
verki fiskisýningarstjóra á Fiskideg-
inum mikla en honum áskotnaðist
háfurinn góði óvænt eftir að hann
kom upp með aflanum á óþekktum
togara. Sá sem afhenti Skarphéðni
háfinn benti á annan mann en sá
kannaðist ekki við neinn háf svo að
uppruni hans er sveipaður ráðgátu
enn um sinn. Skarphéðinn hefur þó
lýst eftir hverjum þeim sem kannast
við að hafa dregið háfinn á land.
Kragaháfurinn verður til sýnis á
Fiskideginum mikla, helgina eftir
verslunarmannahelgi. „Eftir sýn-
inguna verður hann settur í upp-
stoppun og geri ég ráð fyrir því að
geyma hann sjálfur. Ætli hann verði
ekki svo bara alltaf til sýnis á Fiski-
deginum,“ segir Skarphéðinn og
bætir við að háfurinn gæti endað
sem eins konar lukkudýr hátíð-
arinnar.
Kragaháfar hafa synt um undir-
djúpin að því er talið er í um 90 millj-
ónir ára.
Ljósmynd/Fiskidagurinn mikli
Forn Kragaháfur er afar sjaldséður.
Sýnir
kragaháf
Ekki áður hér