Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 14

Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 14
FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Heildrænt öldrunarmat InterRAI var innleitt á öll hjúkrunarheimili fyrir u.þ.b. 20 árum samkvæmt sérstakri reglugerð. Öldrunar- matið heldur utan um margþætt viðfangsefni eldra fólks, s.s. ald- urstengdar breytingar, alla sjúkdóma, lyf og færnitap. Það hefur gefið góða raun að mati sérfræðinga. Matstæki InterRAI eru hönnuð af al- þjóðlegum fé- lagsskap vísinda- manna án hagnaðarsjónarmiða og miða við rafræna útfærslu. Vel- ferðarráðuneytið samdi um fría nýtingu á tækjunum og tölvufyrir- tækið Stiki tölvuvæddi notkun matstækjanna. Niðurstaðan ekki fullnýtt Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og öldrunarlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands, segir að niðurstöð- urnar sem komi út úr þessu heild- ræna öldrunarmati, sem er til staðar á hjúkrunarheimilum, séu ekki fullnýttar og þær mætti nýta mun betur. Það eigi einkum við um gæðavísa og umbótastarf. Sambærilegt mat fólks sem nýt- ur heimahjúkrunar hefur verið innleitt í Reykjavík, en hvorki á öllu höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni. Matið nefnist svo- kallað Upphafsmat. Ekki liggur fyrir ákvörðun um að innleiða mat- ið á landsvísu, samkvæmt upplýs- ingum frá velferðarráðuneytinu. Í heimahjúkrun hefur verið valkvætt að taka þetta kerfi upp. Pálmi segir kerfið ekki hafa breiðst jafn hratt út og hann hefði viljað sjá. „Ég teldi æskilegast að þetta mat væri einnig innleitt alls staðar á landinu. Ég tel skynsamlegast að allt eldra fólk sem nýtur heima- hjúkrunar verði metið með þessum hætti og markvisst yrði unnið út frá upplýsingum. Þjónustan yrði einstaklingsmiðuð út frá matinu og byggð upp raunverulegri teymis- vinna í kringum fólkið á eigin heimilum. Teymin samanstæðu af hjúkrunarfræðingum, læknum, sjúkra- og iðjuþjálfurum sem og öðrum sem að málum gætu komið. Þetta gæti orðið leiðarvísirinn að því hvernig við getum búið til ein- staklingsmiðaða þjónustu fyrir hvern og einn og mætt ein- staklingnum á heimaslóð,“ segir Pálmi. Pálmi bendir á að það sé vilji hjá mörgum sveitarfélögum nú að taka það í notkun og það þurfi að styðja við þá þróun. Matið gefur glögga mynd af stöðu einstaklingsins og auðveldar þróun úrræða í takt við það. Páll segir að ýmislegt megi bet- ur fara í öldrunarþjónustu þó margt sé einnig vel gert en tæki- færin liggja víða. „Eins og staðan er núna þá er víglína öldrunar- þjónustu komin inn á sjúkrahúsin en er ekki í heimahúsum þar sem hún ætti frekar að vera,“ segir Pálmi. Til þess að unnt sé að færa hana á réttan stað, að mati Pálma, þá þurfi að nýta vel tæki eins og heildrænt öldrunarmat á lands- vísu. Ef það yrði að veruleika þá væri m.a. hægt að bæta við notk- unina fjarlækningum og efla þann- ig stuðning við eldra fólk á lands- byggðinni sem ella nyti takmarkaðs aðgangs að sérhæfðri þjónustu öldrunarlækninga. Þessar hugmyndir ríma við stefnu velferðarráðuneytisins sem er að aldraðir geti búið sem lengst heima og fái viðeigandi stuðning og þjónustu til að svo megi verða. Þetta er gert t.d. með þjónustu heimahjúkrunar, hvíldarinnlögnum sem og dvöl í mismunandi teg- undum dagvistar og endurhæf- ingu. Þjónustan er veitt bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Heil- brigðisþjónustan er veitt af ríkinu m.a. í formi heimahjúkrunar en fé- lagsþjónustan af sveitarfélögum. Endurhæfing í heimahúsi Endurhæfing í heimahúsi, til að styðja fólk til að búa sem lengst heima, er tilraunaverkefni sem vel- ferðarráðuneytið í samstarfi við Heimaþjónustu Reykjavíkur hefur farið í að danskri fyrirmynd. Þar vinnur teymi fagfólks saman með einstaklingum. Fyrstu upplýsingar um það verkefni lofa góðu, sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneyt- inu. Heimahjúkrun er dæmi um þjónustu sem getur í mörgum til- vikum verið hagkvæmari en dvöl á hjúkrunarheimilum. Á þetta hefur m.a. Pálmi V. Jónsson bent. Samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarráðuneytinu er fjárhagslega hagkvæmara að fara í á bilinu 25- 28 vitjanir til einstaklings í heima- hjúkrun á viku áður en umönn- unarkostnaður verður hærri en í vistun í hjúkrunarrými. Stofn- kostnaður hjúkrunarrýma er um 30 milljónir fyrir hvert rými. Þetta kom fram í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Pét- urs heitins Blöndal, um hvort verið væri að kanna leiðir til að veita umönnun og þjónustu með hag- kvæmari hætti en nú og ef svo væri, hvenær niðurstöður myndu liggja fyrir og hvort til væru áætl- anir um hvað unnt væri að lækka kostnaðinn mikið. Nákvæmar tölur vegna umönnunar og þjónustu aldraðra liggja ekki fyrir. Víglínan komin inn á sjúkrahúsin  Hægt að nýta heildrænt öldrunarmat mun betur  Þyrfti að innleiða það á landsvísu og styðja sveitarfélögin til þess  Liður í einstaklingsmiðuðu mati þar sem öldruðum er mætt á heimaslóð Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Hægt er að nota fjarlækningar með nýrri tækni. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Í velferðarráðuneytinu hefst í sumar heildarúttekt á öldrunar- þjónustunni. Verkefnastjórn verður skipuð sem gerir úttekt- ina, með það að markmiði að greina vel núverandi stöðu heil- brigðishluta þjónustunnar, horfa til þróunar síðustu ára og spá um þróunina næstu ár. Einnig á stjórnin að setja fram tillögur að mótun nýrrar stefnu í þjónustu við aldraða. Aðgerða- áætlunin verður í samræmi við þær tillögur, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra. Heildarúttekt er í bígerð VELFERÐARRÁÐUNEYTI Pálmi V. Jónsson 2.495KR BRÖNS Í hádeginu laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 11:30 – 15:00 g e y s i r b i s t ro . i s Aðalstræti 2 517 4300 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Golfklúbbur Reykjavíkur hefur tek- ið það til bragðs að setja upp gæsa- fælu til að verjast ágangi og óþrifn- aði sem fylgir veru gæsa á vellinum. Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR, segir að búnaðurinn hafi gefið góða raun og minna sé um skít á vellinum í ár en var í fyrra. Gæsa- fælan er að sögn Garðars hljóð- upptaka með viðvörunarhljóðum gæsa. „Það var skítur út um allar flatir, á brautum og teigum,“ segir Garðar. Viðvörunarhljóðin eru nokkuð há en að sögn Garðars hafa einbeittir golfarar ekki kvartað undan þeim. „Þetta er garg sem kemur frá gæsum þegar hætta steðjar að og kemur með reglulegu millibili,“ segir Garðar. Upptakan er í gangi allan sólarhringinn og að sögn Garðars virðist sem gæsirnar hafi fært sig til og haldi sig nú í mó- lendi nærri vellinum. Hann segir ekki útilokað að gæsirnar muni venjast hljóðinu með tímanum en sem stendur sé mun minna um gæsir á vellinum. Morgunblaðið/Golli Gæsafæla Sett hefur verið upp gæsafæla á golfvellinum í Grafarholti til þess að verjast ágangi gæsa. Vel hefur til tekist og er minni skítur á vellinum. Gæsafæla á vellinum  Kylfingar ekki kvartað undan garg- inu  Mun minni skítur í Grafarholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.