Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 15
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á fyrri hluta ársins fluttu 1.140 fleiri
erlendir ríkisborgarar til landsins
en frá landinu. Með þeirri viðbót
hafa alls 5.264 fleiri erlendir ríkis-
borgarar flutt til landsins en frá
landinu frá ársbyrjun 2012.
Þróunin er þveröfug hjá íslensk-
um ríkisborgurum. Á fyrri hluta
ársins voru brottfluttir íslenskir
ríkisborgarar umfram aðflutta alls
490 og samtals 2.222 frá ársbyrjun
2012.
Þetta má lesa út úr nýjum mann-
fjöldatölum Hagstofu Íslands en
tekið skal fram að tölur fyrir þetta
ár eru bráðabirgðatölur.
Þróun aðfluttra og brottfluttra
ríkisborgara, innlendra og erlendra,
frá aldamótum er sýnd hér til hliðar.
Neikvæður flutningsjöfnuður
Úr töflunni má meðal annars lesa
að tæplega 7.700 fleiri íslenskir
ríkisborgarar hafa flutt frá landinu
síðan í ársbyrjun 2009 en fluttu þá
til landsins. Önnur mynd kemur
fram hjá erlendum ríkisborgurum.
Þar eru aðfluttir umfram brottflutta
samtals tæplega 2.400 á tímabilinu.
Sé horft lengra aftur, til alda-
mótaársins 2000, kemur í ljós að
flutningsjöfnuður íslenskra ríkis-
borgara er neikvæður um tæplega
11 þúsund manns. Hann er hins veg-
ar jákvæður hjá erlendum ríkis-
borgurum um 24 þúsund manns.
Til að setja þá tölu í samhengi
fjölgaði íbúum landsins um rétt
rúmlega 50 þúsund á tímabilinu frá
1. janúar 2000 til 30. júní á þessu ári.
Þar af fjölgaði íbúum í sex sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu um
rúmlega 39.400. Sé gengið út frá því
að hlutfall aðfluttra erlendra ríkis-
borgara sé svipað á höfuðborgar-
svæðinu og á landsbyggðinni má
álykta að aðflutningur erlendra
ríkisborgara eigi stóran þátt í íbúa-
fjölgun á höfuðborgarsvæðinu.
Hlutur landsbyggðar minnkar
Það sem af er öldinni hefur hlut-
fall landsbyggðarinnar í íbúafjölda
landsins farið minnkandi.
Árið 2000 var hlutfallið 38,5% en
það var komið niður í 35,9% í byrjun
þessa árs. Fyrir vikið styttist í að
tveir af hverjum þremur lands-
mönnum búi á höfuðborgarsvæðinu.
Landsmönnum fjölgaði um 3.429
milli ára 2014 og 2015, þar af um
2.535 á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur
höfuðborgarsvæðisins af íbúafjölg-
uninni í fyrra var því um 74%.
Fram hefur komið að aukin um-
svif í ferðaþjónustu kalli á erlent
vinnuafl. Ekkert lát er á vexti í
þeirri grein og er útlit fyrir að áfram
verði jákvæður flutningsjöfnuður
hjá erlendum ríkisborgurum.
Það lítur hins vegar út fyrir að ár-
ið 2015 verði fjórtánda árið af sextán
á þessari öld, sé aldamótaárið talið
með, þar sem flutningsjöfnuður ís-
lenskra ríkisborgara er neikvæður.
Þúsundir flytja til og frá landinu
Frá ársbyrjun 2012 hafa alls 5.264 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu
Á sama tímabili hafa 2.222 fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en fluttu þá til landsins
Aðfluttir umfram brottflutta 1.1.2000
til 30.6.2015
Íslenskir og erlendir ríkisborgarar
*Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær.
2000 62 1.652 171.650 279.049 61,5%
2001 -472 1.440 175.276 283.361 61,9%
2002 -1.020 745 178.161 286.575 62,2%
2003 -613 480 179.846 288.471 62,3%
2004 -438 968 181.777 290.570 62,6%
2005 118 3.742 184.101 293.577 62,7%
2006 -280 5.535 187.263 299.891 62,4%
2007 -167 5.299 191.737 307.672 62,3%
2008 -477 1.621 197.754 315.459 62,7%
Alls frá 2000 -3.287 21.482
2009 -2.466 -2.369 201.055 319.368 63,0%
2010 -1.703 -431 200.710 317.630 63,2%
2011 -1.311 -93 202.131 318.452 63,5%
2012 -936 617 203.374 319.575 63,6%
2013 -36 1.634 205.470 321.857 63,8%
2014 -760 1.873 208.531 325.671 64,0%
2015 211.066 329.100 64,1%
2015-1. ársfj. -370 660
2015-2. ársfj. -120 480
Alls frá 2009 -7.702 2.371
Breyting yfir
allt tímabilið -10.989 23.853 39.416 50.051
Íslenskir
ríkisborgarar
Erlendir
ríkisborgarar
Íbúafjöldi á
höfuðborgar-
svæðinu*
Íbúafjöldi
á landinu
Hlutfall íbúa
sem býr á
höfuðborgar-
svæðinu
Morgunblaðið/Ómar
Úr Hallgrímskirkjuturni Margir hafa flutt frá landinu síðan 2009.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Gott úrval aukahluta fyrir dýrin þín
Þú færð allt fyrir ferðalagið hjá okkur
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín