Morgunblaðið - 29.07.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
bíumbíum útsalan er hafin...
Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566
40-60% afsláttur
af útsöluvörumfacebook.com/biumbiumstore
Instagram: @biumbiumstore
Opið:
Þri. - föst. 10-18
laugardaga 11-16
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Margt bendir nú til þess að nokkur
eining sé að skapast á Bandaríkja-
þingi um að draga úr refsigleðinni
sem veldur því að ekkert vestrænt
ríki fangelsar hlutfallslega jafn
marga borgara sína og Bandaríkin.
Fram kemur í fréttaskýringu í The
New York Times að Barack Obama
forseti hafi nýlega hvatt til breytinga
í þessa átt og repúblikaninn John
Boehner, forseti fulltrúadeildarinn-
Ætla að draga úr refsigleði
Eining að nást milli repúblikana og demókrata um málið á Bandaríkjaþingi
ar, tekið undir. Charles E. Grassley,
repúblikani og formaður dómsmála-
nefndar öldungadeildarinnar, segist
reikna með að leggja fram frumvarp
beggja flokka um breytingar á refsi-
lögum alríkisins fyrir sumarhlé
deildarinnar í ágúst.
Grassley segir frumvarpið njóta
mikils stuðnings meðal þingmanna
repúblikana. Ummælin sýna hugar-
farsbreytingu vegna þess að Grass-
ley var einn margra þingmanna sem
fyrr á árinu sögðu að ákvæði um lág-
marksrefsingar hefði mikla kosti.
En nú er rætt um að auka svigrúm
dómara til að ákveða styttri dóma en
lágmarksákvæði kveða á um vegna
minniháttar fíkniefnabrota. Brot af
þessu tagi eiga mikinn þátt í því að
hlutfall ungra blökkumanna í fang-
elsum er mun hærra en gera má ráð
fyrir ef litið er á hlutfall af þjóðinni.
Nokkur sambandsríki hafa þegar
samþykkt að draga úr refsingum og
minnka þannig kostnað vegna rekst-
urs fangelsa. Um 2,2 milljónir manna
sitja nú í fangelsi vestra, þar af tæp
10% í alríkisfangelsum.
Þrjú brot og í steininn
» Eitt af því sem hefur fjölgað
föngum er stefna sem Bill Clin-
ton beitti sér fyrir í forsetatíð
sinni. Ákveðið var að þeir sem
brytu þrisvar af sér færu sjálf-
krafa í fangelsi.
» Clinton segir nú að þessi
stefna hafi verið slæm mistök.
Farandfólk á járnbrautarteinum í
grennd við borgina Gevgelija á
landamærum Grikklands og Make-
dóníu á mánudag. Fólkið, sem
sennilega er frá ríkjum í Miðaust-
urlöndum, reyndi að komast í lest á
leið til Serbíu og þaðan til ríkja í
Evrópusambandinu.
Sumir flýja mannskæð átök í
heimalöndum sínum, aðrir eru ein-
faldlega að reyna að komast til auð-
ugri landa í von um betra líf fyrir
sig og fjölskylduna. Ungverjar hafa
nú byrjað að reisa umdeilda girð-
ingu á landamærunum að Serbíu til
að reyna að hindra stöðugan
straum farandfólks til landsins. AFP
Á langri ferð
í von um
betra líf
Michael Cohen,
ráðgjafi banda-
ríska auðmanns-
ins Donalds
Trump, sem vill
verða forseta-
efni repúblik-
ana, fullyrti í
samtali við
blaðamann
fréttavefsins
Daily Beast að lagalega séð gæti
eiginmaður ekki nauðgað konu
sinni. Þetta er rangt, lög banna
slíka nauðgun eins og aðrar og
hafa gert vestra í 22 ár.
Cohen hótaði blaðamanninum
lögsókn („ég mun eyðileggja líf
þitt“) ef hann skrifaði frétt þar
sem orðin nauðgun og Trump
kæmu fyrir. kjon@mbl.is
„Ég mun eyði-
leggja líf þitt“
Donald Trump
NAUÐGANIR OG TRUMP
Uppgötvuð hefur verið veira í
Android-stýrikerfinu sem gæti haft
áhrif á nær þúsund milljónir far-
síma, að sögn BBC. Google, sem
framleiðir Android, segist hafa lag-
fært gallann sem aðeins sé í eldri
gerðum Android. En uppfæra þarf
hugbúnað í milljónum síma.
Með því að senda einfaldlega
mynd eða myndskeið í snjallsíma
einhvers er hægt að notfæra sér
veiruna. Sérfræðingar bandaríska
öryggisfyrirtækisins Zimpherium
segja að veiran sé stórhættuleg.
Hana megi nota til að fá aðgang að
öllu efni sem geymt er í símanum.
kjon@mbl.is
Veira gæti læðst í
milljónir síma
ANDROID-STÝRIKERFI