Morgunblaðið - 29.07.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Á mallakútnum hennar mömmu Þessum hnokka finnst voða gaman þessa dagana að láta hossa sér og fátt skemmtilegra en að bregða á leik á maganum á mömmu sinni í Hljómskálagarðinum.
Eggert
Eitt mega vinstrimenn eiga. Þeir
eru margir dugmiklir við að boða
fagnaðarerindi eigin hugsjóna og
„berja“ á pólitískum andstæðingum.
Átök hugmynda er nauðsynleg í
frjálsu samfélagi. Því miður höfum
við sem fylkjum okkur undir merki
borgaralegra afla – erum hægrimenn
– ekki gengið eins rösklega fram og
keppinautarnir. Engu er líkara en að
við hræðumst að taka til máls;
„berja“ frá okkur, svara andstæð-
ingum og afla hugmyndum og stefnu
fylgis.
Þetta er ein skýringin á því að and-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins hef-
ur tekist að móta ímynd flokksins í
hugum þúsunda kjósenda. Í þeirri
vissu að fáir verði til svara, er járnið
hamrað. Gildir hið fornkveðna; ef þú
endurtekur vitleysuna nægilega oft
er góð von um að fólk trúi fjarstæð-
unni líkt og um sannleika sé að ræða.
Til verða heilagar möntrur þar sem
sífellt er þulið það sama.
Mantra júlímánaðar
Ögmundur Jónasson, þingmaður
VG og fyrrverandi ráðherra, fer með
möntru júlímánaðar í Morgunblaðs-
grein síðastliðinn mánudag; Sjálf-
stæðisflokkurinn vill eyðileggja heil-
brigðiskerfið, einkavæða allt, afhenda
gróðapungum sjúklinga og láta ríkið
borga.
Ég er þess fullviss að Ögmundur
Jónasson trúir flestu sem hann skrif-
ar en varla öllu. Stundum skrifar
hann til „heimabrúks“
fyrir félaga sína og
skoðanasystkini. Skrif
af því tagi eru eðlileg og
oft nauðsynleg í inn-
anflokksátökum og deil-
um. En þótt „heima-
brúks-skrifin“ séu rekin
áfram vegna innan-
meina geta menn ekki
leyft sé að beita hvaða
meðulum sem er.
Ögmundur ákvað að
fara niður í svað að-
dróttana og samsær-
iskenninga. Með
ódrengilegum hætti dylgjar hann um
Bjarna Benediktsson, formann Sjálf-
stæðisflokksins. Úr verður risastórt
samsæri. Í boði ríkisstjórnarinnar
gæti „draumur frjálshyggjunnar um
alvöru markað á sviði sjúkdóma og
lækninga verið að rætast“. Ögmund-
ur fellir dóm yfir tugum einkafyrir-
tækja í heilbrigðisþjónustu og segir
að um brask sé að ræða. Sérstaklega
er Ögmundi illa við fyrirtækja-
samstæðu sem hann tekur fram að sé
undir stjórn fyrrverandi bæjarstjóra
í Garðabæ (heimabær Bjarna Bene-
diktssonar og eitt helsta vígi sjálf-
stæðismanna) og formanns Fjár-
málaeftirlitsins en vanhelgi hans er
að formaður Sjálfstæðisflokksins
skuli hafa skipað viðkomandi í stöð-
una. Þannig er samsærið fullkomnað.
Engu skiptir þótt ríkisstjórnin sem
Ögmundur sat í hafi tekið fyrstu
skrefin og samið við umrædd fyrir-
tæki. Slík smáatriði mega ekki þvæl-
ast fyrir þegar höggið er til andstæð-
inga.
Valdabarátta og
sanngirni
Ögmundur þekkir
formann Sjálfstæð-
isflokksins betur en svo
að hann trúi bulli sínu
og rógburði. Það hent-
ar hins vegar ekki í
valdabaráttu innan VG
að gæta sanngirnis eða
láta pólitíska andstæð-
inga njóta sannmælis.
Þess vegna getur Ög-
mundur aldrei vitnað
t.d. í ræðu Bjarna Benediktssonar á
landsfundi í febrúar 2013, þar sem
hann sagði meðal annars:
„Ef dugandi lækna og hjúkr-
unarfólks hefði ekki notið við á Land-
spítalanum hefði ég getað misst bæði
konu og barn fyrir rúmu ári.
Á slíkum örlagastundum verður
forgangsröðunin skýr. Þá veit maður
hvernig þeim líður sem hafa örugga
heilbrigðisþjónustu utan seilingar,
vegna fjarlægðar, samgöngu-
örðugleika eða manneklu.
Við þurfum að forgangsraða upp á
nýtt til að geta tryggt öryggi og að-
gengi að heilbrigðisþjónustu.
Það er grundvallarhagsmunamál
okkar allra.“
Ætlar Ögmundur Jónasson að
halda því fram að hér hafi formaður
Sjálfstæðisflokksins talað sér þvert
um geð – reynt að slá ryki í augu
1.500 flokksmanna sem hlýddu á ræð-
una og um leið blekkt aðra lands-
menn? Hversu langt langt niður ætl-
ar fyrrverandi ráðherra að draga
umræðuna? Eru engin mörk?
Erfiður og sannur
baráttumaður
Það er illa komið fyrir góðum og
sönnum baráttumanni. Mér þykir það
miður því ég hef ekki reynt Ögmund
Jónasson að öðru en góðu, þótt hann
geti verið erfiður í horn að taka, fast-
ur fyrir og við oftar en ekki ósam-
mála.
Ögmundur skrifar í Morgunblaðið
sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Því embætti gegndi hann frá 1. febr-
úar 2009 til október sama ár. (Hann
varð innanríkisráðherra í september
2010, eftir að klæði höfðu verið borin
á vopnin innan VG.) Sem ráðherra
heilbrigðismála undirbjó hann fjár-
lagafrumvarp 2010 og hann studdi
alltaf stefnu vinstri stjórnar Samfylk-
ingar og Vinstri grænna í ríkisfjár-
málum og þar með hvernig staðið var
að fjárveitingum til heilbrigðismála.
Það er ekki úr vegi að draga fram
nokkrar staðreyndir sem Ögmundur
gæti hugleitt þegar hann semur nýja
möntru um heilbrigðismál og Sjálf-
stæðisflokkinn.
· Að raungildi var framlag til heil-
brigðismála um 28,5 milljörðum
króna lægra árið 2012 en 2009.
· Að raungildi var framlag til
sjúkrahúsa um 6,9 milljörðum lægri
2012 en 2009.
· Framlög til Landspítalans lækk-
uðu verulega í tíð ríkisstjórnar Sam-
fylkingar og VG. Þau voru liðlega 4,3
milljörðum lægri 2012 en 2009.
· Á síðasta ári voru framlög til
Landspítalans um 5,5 milljörðum
hærri en árið 2012 og um 1,2 millj-
örðum hærri en 2009 að raungildi.
· Framlag til Sjúkrahússins á Ak-
ureyri (FSA) lækkaði að raungildi um
310 milljónir frá 2009 til 2012.
· Á síðasta ári var framlag til FSA
hins vegar 730 milljónum hærra en
2012 og 420 milljónum hærra en 2009.
· Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar
og VG hækkaði kostnaðarhlutdeild
sjúklinga.
· Hlutdeild heimilanna í heilbrigð-
isútgjöldum hækkaði verulega og
hefur aldrei verið hærri en í tíð
vinstristjórnar. Lægst var hlutdeildin
2008 þegar sjálfstæðismenn stýrðu
forsætisráðuneytinu, fjármálaráðu-
neytinu og heilbrigðisráðuneytinu.
Við eigum mikið verk óunnið við að
byggja upp og treysta innviði heil-
brigðiskerfisins. Um það verður ekki
deilt. Eftir niðurskurð Ögmundar og
félaga í heilbrigðismálum hefur
blaðinu verið snúið við, en betur má ef
duga skal. Í liðinni viku hélt ég því
fram hér á þessum stað að heilbrigð-
ismálin verði helsta kosningamálið
vorið 2017. Ögmundur Jónasson hefði
lítinn skaða af því að lesa þá grein.
Hann kæmist a.m.k. að því að eitt af
grunnstefjum sjálfstæðisstefnunnar
er að tryggja öfluga og góða heil-
brigðisþjónustu fyrir alla, óháð efna-
hag, stöðu eða búsetu. Formaður
Sjálfstæðisflokksins orðaði þetta með
einföldum en skýrum hætti:
„Það er grundvallarhagsmunamál
okkar allra.“
Eftir Óla Björn Kárason
» Stundum skrifar
hann til „heima-
brúks“ fyrir félaga sína
og skoðanasystkini.
Skrif af því tagi eru eðli-
leg og oft nauðsynleg í
innanflokksátökum.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
Ögmundar-mantra við innanmeinum í VG
Útgjöld ríkisins vegna heilbrigðismála
á verðlagi 2014 í milljónum króna
Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014
2009 2010 2011 2012 2013 2014
160.000
150.000
140.000
130.000
120.000
110.000
100.000
Framlög til Sjúkrahússins á Akureyri
á verðlagi 2014 í milljónum króna
Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014
2009 2010 2011 2012 2013 2014
5.800
5.600
5.400
5.200
5.000
4.800
4.600
4.400
4.200
4.000
Raunbreyting á framlögum til
heilbrigðismála á hverju ári
Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014
%
8,0
6,0
4,0
2,0
0,0
-2,0
-4,0
-6,0
-8,0
-10,0
2009 2010 2011 2012 2013 2014
Framlög til Landspítalans
á verðlagi 2014 í milljónum króna
Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014
2009 2010 2011 2012 2013 2014
46.000
44.000
42.000
40.000
38.000
36.000
34.000
Útgjöld vegna sjúkraþjónustu
á verðlagi 2014 í milljónum króna
Heimild: Ríkisreikningar 2009 til 2014
2009 2010 2011 2012 2013 2014
62.000
60.000
58.000
56.000
54.000
52.000
50.000