Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 ✝ ValdimarKarlsson fædd- ist á Bræðraborg- arstíg 20 í Reykja- vík 8. febrúar 1929. Hann lést á Grund 19. júlí 2015. Foreldrar hans voru Þóra Ágústs- dóttir, f. 10. mars 1907, d. 28. maí 1977 og Karl Ósk- ar Jónsson skipstjóri, fæddur 13. júní 1906, d. 28. september 1993. Systkini Valdimars eru; Ingigerður, f. 1927, d. 2013, Karl, f. 1935 og Jón Þór, f. 1942 M. 1.Gréta Ástráðsdóttir, fædd 1929. Börn þeirra 1) Mar- ín, f. 1946. 2) Karl, f. 1949, d. Valdimar gekk Brynju, f. 1967, dóttur Steinunnar, í föðurstað. M. IV. Þorgerður Nanna Elí- asdóttir, f. 1923, d. 2000. Sonur Valdimars með Sigrúnu Stein- þóru Pálsdóttur er Páll Rúnar, f. 1963. Börn hans og Herdísar Danivaldsdóttur eru Jóhannes, Gunnar Páll og Sara Rut. Valdimar lauk prófi frá stýrimannaskólanum 1950 og starfaði við sjómennsku stóran hluta ævinnar. Var meðal ann- ars með föður sínum sem stýri- maður á Aski. Auk þess var hann meðal annars á Vigra og Víkingi. Hann starfaði við verkstjórn þegar Keflavík- urflugvöllur var lagður, einnig starfaði hann við Búrfells- virkjun. Síðustu vikurnar var Valdimar á dvalarheimilinu Grund í góðu yfirlæti. Útför Valdimars fer fram frá Neskirkju í dag, 29. júlí 2015, kl. 13. 2013. Börn hans og Jónínu Agnar Jóhannesdóttur eru Marín Sig- urbjörg, Gréta Brimrún, Jón Hilmar og Auðunn Jóhannes Guð- mundur. 3) Þór, f. 1952, synir hans og Guðlaugar Guð- jónsdóttur eru Grétar Öfjörð og Valdimar Fannar. M. II. Þóra Þórðardóttir, f. 1929, d. 2014, dóttir þeirra er Þóra Bernedetta, fædd 1968. Börn hennar eru Dagbjört Ylfa og Alfreð Örn. Maki Eyjólfur Bjarni Alfreðsson. M. III. Ingibjörg Steinunn Bjarnadóttir, f. 1929, d. 1994, Valdimar Karlsson kom inn í líf minnar fjölskyldu þegar hann hóf sambúð með móður minni, Þorgerði Nönnu Elías- dóttur. Þau höfðu kynnst lít- illega sem ungt fólk. Svo skildu leiðir og þau hittust ekki aftur fyrr en eftir viðburðaríka ára- tugi. Þá voru þau bæði orðin einhleyp. Mamma var að spila bridge við móðursystur Valda á Náttúrulækningahælinu þegar þau hittust á ný. Þannig hófst þeirra sameiginlega vegferð sem stóð allt þar til mamma lést hátt í áratug síðar. Sam- vistir þeirra einkenndust af gagnkvæmri ást og aðdáun. Saman fóru þau í ýmis ferðalög þó komin væru af léttasta skeiði. Valdi var að mestu hættur á sjónum þegar þau tóku saman en mamma fór þó með honum til Færeyja þegar hann var í afleysingum á tog- ara. Síðar fóru þau til Mallorca og fjölmargt fleira gerðu þau sér til ánægju og upplyftingar. Þau voru dugleg að koma í fjöl- skylduboð og heimsóknir. Þeg- ar mamma fór að verða lélegri til heilsu sinnti Valdimar henni af mikilli ástúð. Þau voru lán- söm að eiga kannski sín bestu ár á síðari hluta ævinnar og sanna fyrir okkur hinum að aldrei er hægt að fullyrða hve- nær ástin með stórum staf sækir fólk heim. Eftir að móðir mín lést í nóv- ember árið 2000 var Valdi í stöðugu og ánægjulegu sam- bandi við okkur, fjölskyldu hennar. Hann var til dæmis á heimili mínu á öllum hátíðum og boðum, og skipaði þar æv- inlega veglegan sess. Auk þess kom hann iðulega í heimsóknir. Ég klippti hann oft og á meðan ræddum við þjóðmál og bækur sem við skiptumst á að lesa. Hann var mikill lestrarhestur. Þrjá ketti átti Valdi eftir að mamma dó og sá ég þá hve heimilisdýr gera lífið innihalds- ríkara hjá þeim sem eru orðnir slakir til heilsu og búa einir. „Jæja, nú þarf ég að fara heim til kisu,“ voru oft hans kveðju- orð eftir matarboð. Eftirminni- legar eru okkur í fjölskyldunni frásagnir Valdimars frá sjó- mennskuárum hans, sem og æskuárunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Ekki síst dvaldi hann við sögur um foreldra sína, móðurina sem var honum svo mikils virði og föðurinn sem hafði hann snemma með sér á sjó og kenndi honum til verka. Sjómennskan á ýmsum stigum var í minningum Valda skemmtilegur og viðburðaríkur heimur en oft harður og sárs- aukafullur, svo sem þegar slys urðu og mannskaðar. Honum voru minnisstæðir atburðir úr sjómennsku stríðsáranna, en þá sigldi hann milli landa á mikl- um hættuslóðum. Valdimar var karlmenni og flíkaði ekki til- finningum sínum eða einkamál- um, þó var hann tilfinningarík- ur maður og góðum gáfum gæddur. Skarpskyggn, hrein- skiptinn og æðrulaus. Sjaldan ræddi hann veikindi sín, sem voru þó margvísleg og erfið, einkum undir ævilokin. Valda er sárt saknað úr þeim hópi sem hann gerði að sínum þegar hann hóf sambúðina við móður mína fyrir röskum tuttugu ár- um. Hann var trúaður maður og bað gjarnan fyrir sér og sín- um. Við öll sem nutum samvist- anna við hann síðustu tvo ára- tugi biðjum honum guðs blessunar og þökkum af alhug allt það góða og skemmtilega sem hann færði okkur. Minning hans er okkur dýrmæt. Þeim sem syrgja hann einnig vottum við innilega samúð. Guðrún Guðlaugsdóttir. Við systkinin fæddumst öll á Bræðraborgarstíg 20, í húsi sem kallað var Péturshús. Hús- ið var timburhús, tvær hæðir og kjallari. Pétur var bróðir ömmu og bjó hann í húsinu með sína fjölskyldu sem var mjög stór. Pétur og hans kona létust bæði 1918, frá mörgum börn- um. Amma og afi tóku hluta barnanna í fóstur en sjálf eign- uðust þau átta börn. Fjögur dóu ung. Pabbi var elstur, fæddur 1906, en hann lést 87 ára. Pabbi og mamma giftu sig 1927 og sama ár fæðist Inga, svo Valdi ’29, Kalli ’35 og Jón ’42. Fengu þau efri hæðina til afnota. Seinna bjó Valdi þar með sinni fjölskyldu í einhver ár en þá fluttum við á Bárugötu 35. Upplifun okkar á lífið og til- veruna hefur trúlega verið nokkuð ólík. Dagurinn sem ég fæddist, 18. apríl ’42, var dagurinn sem Valdi átti að fermast, hann sagði oft: Nonni bróðir, þú eyðilagðir ferminguna mína. Þú þurftir endilega að fæðast á þeim degi, pabbi úti á sjó, mamma að eiga þig svo að amma og afi fóru með mig í kirkjuna. Amma steikti kóte- lettur handa okkur, það var nú „veislan“. Uppeldi okkar var mjög ólíkt, mér var sagt að þau elstu hafi fengið mjög strangt uppeldi, ákveðnum reglum þurfti að fylgja eins og að ganga frá eftir kvöldmatinn, hjálpa til við þrif o.fl. Ég var vafinn inn í bómull alla tíð, ég var litla barnið. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er þegar Valdi kom heim af sjó, að sjá hann spígspora um á ullarbrók og ullarbol. Stundum voru þeir báðir heima á sama tíma pabbi og hann í brók og bol. Þetta fannst mér stórkostleg sjón. Ég var svo lánsamur að Valdi bróðir tók mig 15 ára með á bát sem hann var skip- stjóri á, þá fyrst kynntumst við. Við vorum meira og minna saman á sjó í 10 ár og urðum við nánari með hverju árinu. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst „stóra bróður“ sem reyndist mér afar góður alla tíð. Þegar vel lá á honum sagði hann gjarnan: „Það er mér að þakka að þú varst að manni.“ Hann var glæsimenni, flottur í tauinu, skórnir glanspússaðir, ég sá hann oft eyða löngum tíma í að pússa skóna, svo hægt var að spegla sig í þeim. „Stelp- unum finnst það flott,“ sagði hann. Hann las mikið, einkum sögur um sjóinn, sjómannsárin áður fyrr og dáðist mjög af hreysti sjómanna á fyrri tím- um. Ræddum við oft um það ör- yggi sem við búum við, miðað við þann hrylling sem þeir glímdu við. Hann hafði nokkuð heilbrigða skoðun á stjórnmál- um, þó við værum ekki alltaf sammála um leiðir. Hann dáðist að sterkum leiðtogum, óháð flokkum. Eftir að Nanna deyr fer heilsu hans að hraka. Þá leitar hann til mín um aðstoð við „praktíska“ hluti. Hann treysti mér vel, enda gerði hann mig „að manni“. Að kveðja bróður og góðan vin „tekur í“, tilfinningaflæðið æðir inni í manni. Fyrir tveim- ur vikum var hringt frá Grund og tilkynnt að nú væri komið að kveðjustund. Tilfinningaflæðið á fullu, fann ekki sokkana, fer í peysuna öfugt, allt í panik. Hringi í Kalla bróður og bið hann að fara, Kalli fer með Bjarka, hringir til baka og seg- ir að þeir hafi farið út að reykja og hann hafi ekki verið hressari lengi. Já, hann var ólíkindatól hann Valdi bróðir. Jón Þór (Nonni bróðir). Hann Valdi „bróðir“ var orð- inn þreyttur lífdaga. Hann sagði við mig fyrir stuttu að nú væri hann tilbúinn að fara, kominn í Vesturbæinn, næstum því heim, en hann lést á Dval- arheimilinu Grund. Valdi var bróðir hennar mömmu minnar og var aldrei kallaður annað en Valdi „bróðir“. Það var alltaf kraftur í hon- um Valda, hann var ósérhlífinn og gjafmildur, hefði gefið úr sér hjartað hefði hann getað. Alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Hann talaði eins við alla, það þótti mér sérstakt sem barni að hann talaði við mig eins og ég væri fullorðin, þannig var hann, bar sömu virðingu fyrir ungum og gömlum. Vandamál flúði hann og gerði ýmislegt mis skynsamlegt til að halda frið- inn. Hann vildi engum illt en að- stæður hans voru á stundum þannig að hann var misskilinn. Hann gerði það hann kunni. Það var ekki ósjaldan sem ég kom heim úr vinnu og á hurð- inni hékk plastpoki fullur af fiski. Ekki var ég sú eina sem hann gladdi með fiski þegar hann kom heim af sjónum. Allt- af að gefa. Ég þakka Valda alla greiðasemi við mig frá upphafi og vináttu alla tíð. Far í friði. Guðrún Þóra Hjaltadóttir. Valdimar Karlsson Í dag hyllir gríska þjóðin hið ástsæla tónskáld, Mikis Þeódórakis, níræðan. Þeódórakis er þegar orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann er eins og klettur í ölduróti grísks samfélags og hefur ávallt staðið vörð um reisn þjóðarinnar út á við og borið umhyggju fyrir samborgurum sínum. Ekki hafa skoðanir hans alltaf átt upp á pallborðið hjá ríkjandi stjórnvöldum en Grikkir hafa ávallt fundið samhljóm fyrir tilfinningar sínar í tónlist Mikis Þeódó- rakis sem endurspeglar þjóðfélagsandann hverju sinni. Mörg verka hans eiga vel við um þessar mundir þegar efnahagslegt skamm- degi vofir yfir grísku þjóð- inni. Mikis Þeódórakis fæddist á eyjunni Kíos 29. júlí 1925. Faðir hans var víðreistur lögfræðingur og embætt- ismaður frá Krít og móðirin af grískum minnihluta frá Cesme í gömlu Jóníu. Þann- ig verða tyrknesk áhrif áberandi í tónlist hans. Mik- is ólst upp í mörgum borg- um meginlands Grikklands og var hrifinn af grískum þjóðlögum og hinni grísku Rebetiko-tónlistarhefð sem síðar endurspeglast í tón- smíðum hans. Eftir stríð og námsferil varð hann skóla- stjóri tónlistarskólans í Kaníu á Krít. Á árunum 1954-1959 var Mikis sjálfur við nám í París þar sem hann samdi sín fyrstu klass- ísku verk og eftir heimkomu 1960 hófst langur tón- smíðaferill hans með grísku pólitísku og þjóðlegu ívafi. Hann hóf þá að semja hið fræga verk To Axion Esti við ljóð Elytis og 1964 gerði hann tónlist við kvikmynd- ina Grikkinn Zorba sem hefur verið merkisberi Grikklands allar götur síð- an. Mörg þekkt verk liggja eftir Þeódórakis frá tímum heforingjastjórnarinnar 1967-1974. Eitt þeirra er Canto General við ljóð Pa- blos Neruda en Mikis Þeódórakis var á þessum útlegðarárum ímynd hinnar miklu andspyrnu gegn her- foringjunum. Síðar tók við þátttaka hans í grískum stjórnmálum. Mikis var kjörinn þingmaður árin 1981-1993 og ráðherra í stjórn Kostas Mitsotakis 1990-1992. Of langt mál er að telja upp öll þau verk sem Þeódórakis samdi en eftir hann liggja sinfóníur, ballettar, óperur, óratoríur, tónlist við kvikmyndir og rúmlega 1.000 sönglög sem í dag eru hluti af hinni sönnu grísku tónlistararfleifð. Í júní sl. sóttum við hjón- in Mikis Þeódórakis heim og áttum með honum eft- irminnilega síðdegisstund. Mikis býr í látlausu húsi við rætur Akrópólis-hæðarinnar í Aþenu. Erfitt reyndist að finna heimili hans þangað til við fengum leiðsögn ná- granna að húsi þar sem margir útigangshundar halda til en Mikis fæðir fjölda þeirra með því að setja út hundamat reglu- lega. Mikill heiður var fyrir okkur að fá tækifæri til að hitta Mikis Þeódórakis og ræða við hann um ástandið í Grikklandi og skoðanir hans á ýmsum sögulegum við- burðum í tengslum við þró- un mála undanfarið í sam- skiptum Grikkja við leiðtoga ESB og lánardrottna. Tón- skáldið var nokkuð fróður um erfiðleika Íslands eftir bankahrunið 2008 og þátt- töku allrar íslensku þjóð- arinnar um lausn Icesave- deilunnar með lýðræð- islegum hætti. Ógleymanlegt var að hlýða með Mikis á upptökur með ýmsum tónlistarbrotum af þekktum sönglögum hans og hluta af tónleikum þar sem hann söng sjálfur í Ro- miosini, verki sem margir telja eitt af hans róttækustu tónsmíðum við ljóð eftir Gi- annis Ritsos. Mikis spurði hvort tónlist sín nyti hylli á Íslandi og var ánægður að heyra að mörg sönglög hans hafa verið þýdd á íslensku m.a. af Kristjáni Árnasyni, formanni Grikklandsvina- félagsins, til margra ára og sungin nú síðast á afmæl- isfundi félagsins í mars sl. Einnig ræddum við um hversu mörg verk grísku meistaranna hafa verið þýdd á íslensku allt frá dög- um Sveinbjarnar Egilssonar til dagsins í dag. Það gladdi Þeódórakis að heyra um mikið starf Grikklandsvina að kynna forna gríska meistara og sögu landsins. Ég færði Mikis að gjöf ný- lega gríska þýðingu á Brekkukotsannál eftir Hall- dór Kiljan Laxness, sem hann kvaðst ætla að kynna sér vel. Að lokum kvödd- umst við innilega með tákn Aþenu, sjálft Meyjarhofið, í baksýn og var lokakveðjan til okkar „Stin Islandia – zhto!“ eða Ísland lengi lifi! Það er von mín að áður en of langt um líður verði haldnir veglegir afmælistón- leikar hérlendis til heiðurs Mikis Þeódórakis og hinni ódauðlegu tónlist hans. Samtímasaga Grikklands verður ávallt samofin þess- ari baráttutónlist sem sam- einar Grikki og Grikklands- vini um heim allan. Fjölmargir Íslendingar hafa á undanförnum vikum sýnt grísku þjóðinni samstöðu. Forsætisráðherra komst vel að orði, reyndar nokkuð í anda Þeódórakis, þegar haft var eftir honum að loknum maraþonfundinum í Brussel fyrr í mánuðinum: „Það er ekki hægt annað en að finna til með grísku þjóðinni. Leiðtogar evrulanda rífast nú um hvort sé betra að bjóða Grikkjum upp á skelfilegan endi eða enda- lausa skelfingu.“ Það væri vel við hæfi fyrir Íslendinga að sýna Grikkjum samstöðu t.d. með heimsókn utanrík- isráðherra til Aþenu en þannig mætti styrkja sam- band landanna. Það er mjög margt sameiginlegt með Ís- landi og Grikklandi en báð- ar eru þjóðirnar útverðir Evrópu sitt hvorum megin álfunnar. Mikis, til hamingju með daginn! Eftir Rafn A. Sigurðsson Afmælisbarnið Mikis Þeódórakis og Rafn A. Sigurðsson, greinarhöfundur. Höfundur er aðalræðismaður Grikklands. Mikis Þeódórakis níræður Íslendingar hirtu gull og tvö brons á leikunum í LA um daginn. Katrín Tanja Davíðs- dóttir tók gullið, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragn- heiður Sara Sigmundsdóttir hirtu bronsið. Til hamingju með frábæran árangur. Vesturbæingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is CrossFit Annie Mist Hún hefur unnið tvisvar sinnum í LA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.