Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
✝ Ingibjörg Jó-hannsdóttir
fæddist á Efri-
Steinsmýri í Meðal-
landi í Vestur-
Skaftafellssýslu 24.
september 1925.
Hún lést á Lands-
spítalanum við
Fossvog 22. júlí
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann Þor-
steinsson frá Syðri-Steinsmýri í
Vestur-Skaftafellssýslu, f. 4.9.
1897, d. 19.8. 1995 og Vilborg
Guðmundsdóttir frá Syðri-
Fljótum í Vestur-Skaftafells-
sýslu, f. 12.12. 1893, d. 13.6. 1977,
en þau voru lengst af sínum bú-
skap bændur í Sandaseli í Með-
allandi. Systkini Ingibjargar eru:
Páll, f. 27.4. 1924, d. 23.4. 2013,
Óli Ragnar, f. 12.12. 1926, d.
16.10. 2009, Jóhanna, f. 26.3.
1928, d. 29.8. 2007, Sigurlína, f.
11.7. 1929, Steinþór, f. 28.4. 1932
og Gunnar, f. 12.2. 1935. Ingi-
björg giftist 25. desember 1955
Þorvaldi Halldórssyni, skipstjóra
og útgerðarmanni, f. 17.8. 1920,
d. 22.11. 2008 og bjuggu þau all-
an sinn búskap í Vörum í Garði.
Kristján, f. 1957, sambýliskona
hans er R. Kolbrún Valdimars-
dóttir, f. 1965. Börn hans eru a)
Þorvaldur, f. 1986, sambýliskona
hans er Elfa Ólafsdóttir, f. 1988.
b) Þóra Lind, f. 1996. Barns-
móðir hans er Kolbrún Þórlinds-
dóttir, f. 1965. Börn R. Kol-
brúnar Valdimarsdóttur eru
Tinna Björg Hilmarsdóttir, f.
1988 og Grétar Hilmarsson, f.
1993. 3) Ingimar Jón, f. 1959,
kvæntur Elínu Kjartansdóttur, f.
1960. Barn þeirra er a) Lilja, f.
1994, sambýlismaður hennar er
Örn Viljar Kjartansson, f. 1991.
Barn þeirra er Elín Helga, f.
2014. 4) Vilberg Jóhann, f. 1962,
kvæntur Helenu Rafnsdóttur, f.
1964. Börn þeirra eru a) Rafn
Markús, f. 1983, sambýliskona
hans er Hildigunnur Krist-
insdóttir, f. 1983. Börn þeirra
eru Helena, f. 2003 og Berglind
Elva, f. 2013. b) Ingibjörg Elva, f.
1988, sambýlismaður hennar er
Logi Eldon Geirsson, f. 1982.
Barn þeirra er Vilberg Eldon, f.
2010. c) Helgi Már, f. 1993. 5)
Þorvaldur, f. 1965, kvæntur
Mikkalínu Þ.K. Finnbjörns-
dóttur, f. 1969. Börn þeirra eru
a) Guðbjörg Helga, f. 1992, sam-
býlismaður hennar er Ragnar
Hlynsson, f. 1992. b) Jóhann Ingi,
f. 1995. c) Finnbjörn Þorvaldur,
f. 2009.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 29. júlí 2015,
og hefst athöfnin kl. 14.
Foreldrar hans
voru Halldór Þor-
steinsson, skipstjóri
og útvegsbóndi frá
Melbæ í Leiru, f.
22.2. 1887, d. 31.1.
1980 og Kristjana
Pálína Kristjáns-
dóttir, húsfreyja frá
Hellukoti á Vatns-
leysuströnd, f. 2.11.
1885, d. 1.8. 1975.
Börn Ingibjargar
og Þorvaldar eru: 1) Valgerður,
f. 1955, gift Braga Guðmunds-
syni, f. 1955. Börn þeirra eru: a)
Pétur, f. 1975, sambýliskona
hans er Birta Ólafsdóttir, f. 1976.
Börn þeirra eru Ólafur Jóhann,
f. 2002 og Bragi Valur, f. 2006. b)
Þorvaldur Halldór, f. 1979,
kvæntur Berglindi Skúladóttur,
f. 1981. Sonur hennar er Arnór
Ingi Ingvason, f. 1998. Börn
þeirra eru Hjörtur Ingi, f. 2009
og Valgerður Ósk, f. 2012. c)
Sveinbjörn, f. 1984, kvæntur
Þórunni Hannesdóttur, f. 1985.
Börn þeirra eru Kári, f. 2011 og
Eyvör, f. 2013. d) Bára, f. 1988,
sambýlismaður hennar er Viktor
Waagfjörð, f. 1982. Sonur þeirra
er Dagur, f. 2013. 2) Halldór
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Elskuleg móðir okkar og
tengdamóðir, Ingibjörg, fædd-
ist á Efri-Steinsmýri en flutti í
Hólminn í landi Efri-Fljóta árið
1929. Hún var vinnukona á
Hnausum á sumrin frá tíu ára
aldri þar til hún varð fjórtán
ára gömul. Veturinn sem hún
varð fimmtán ára þá var hún
einnig vinnukona þar en ákvað
að fara einn mánuð á saum-
anámskeið á Bakkakoti. Þegar
hún varð sextán ára þá réði hún
sig að Hólmi sem vinnukona hjá
hjónunum Valgerði og Bjarna.
Ingibjörg og Valgerður tengd-
ust miklum tryggðaböndum og
var Valgerður henni sem önnur
móðir. Ingibjörg gekk í barna-
skóla á Efri-Steinsmýri hálfan
vetur í senn frá tíu ára aldri
fram að fermingu. Hún átti
auðvelt með að læra og var góð-
ur námsmaður. Skólaárið 1948-
1949 fór hún í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og í framhaldi þá
ákvað hún að leggja land undir
fót og gerast ráðskona hjá
tveimur systrum í Kaupmanna-
höfn. Til þess þurfti hún að
ferðast með skipi og þótti það
merkilegt á þessum tíma. Þegar
hún kom heim frá Kaupmanna-
höfn gerðist hún ráðskona í
Sandgerði en þar hitti hún fyrst
tilvonandi eiginmann sinn. Þeg-
ar hún hóf störf á veitingastað í
Reykjavík sem hét Gildaskálinn
þá hófust kynni fyrir alvöru á
milli hennar og Þorvaldar. Ingi-
björg og Þorvaldur hófu síðan
búskap í Vörum árið 1955 á efri
hæð hússins en foreldrar Þor-
valdar bjuggu á neðri hæðinni
og hugsaði Ingibjörg um þá
þegar heilsu þeirra hrakaði.
Seinna byggðu þau hús á Va-
ratúninu og fluttu þangað árið
1968 og bjó Ingibjörg þar til
dánardags. Ingibjörg var alla
tíð heimavinnandi en vann einn-
ig við fiskverkun í Vörum þegar
á þurfti að halda. Ingibjörg var
alltaf glaðlynd, jákvæð og með
góða nærveru. Hún var traust
og hlý móðir, tengdamamma og
amma og talaði hún oft um
hvað hún væri heppin að eiga
svona góða fjölskyldu. Hún var
alla tíð heilsuhraust og þótti
henni gaman að ferðast. Ingi-
björg og Þorvaldur voru mjög
samrýnd hjón og nutu þess að
ferðast bæði innanlands og ut-
an. Þau voru dugleg að fara í
Varaós sem var þeirra sælureit-
ur í sveitinni fyrst í Húsafelli
og seinna í Vaðnesi. Ingibjörg
var einstaklega handlagin og
vandvirk og lék allt í höndum
hennar. Hennar helstu áhuga-
mál voru handavinna og garð-
yrkja og hafa margir fengið að
njóta þess að eignast og klæð-
ast afraksturs vinnu hennar.
Ingibjörg varð heiðursfélagi í
Kvenfélaginu Gefn árið 2007 og
var hún dugleg að taka þátt í
starfi félagsins. Hún tók einnig
virkan þátt í félagsstarfi aldr-
aðra í Garði og var það starf
sem fór fram í Auðarstofu
henni ómetanlegur félagskapur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem).
Minning um góða konu lifir í
hjörtum okkar.
Valgerður, Halldór,
Ingimar, Vilberg, Þor-
valdur og tengdabörn.
Mig langar með örfáum orð-
um að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar, hennar
Ingu í Vörum, sem lést 22. júlí
sl. Ég var svo heppin að kynn-
ast henni fyrir 31 ári síðan og
það var mikil gæfa því betri
tengdamóður hefði ég ekki geta
eignast né börnin mín betri
ömmu. Inga var hörkudugleg,
ósérhlífin, hláturmild og hrein-
skilin. Hún lá ekkert á skoð-
unum sínum og þú vissir alltaf
hvar þú hafðir hana og hún var
án efa jákvæðasta manneskja
sem ég hef kynnst. Hún sá bara
björtu hliðarnar á lífinu og var
ekkert að dvelja við eitthvað
annað. Hún var mikill prjóna-
snillingur og liggja ófá lista-
verkin eftir hana víða. Það var
aldrei skortur á hlýjum flíkum í
fjölskyldunni, Inga sá alltaf til
þess. Á meðal flíka eftir hana
sem er varðveitt sem gull hjá
mér, er minnsta lopapeysa sem
hún nokkurn tímann prjónaði,
að eigin sögn. Því þegar Valdi
minn fæddist fyrir tímann, agn-
arsmár, fannst Ingu ekki annað
hægt en að hann fengi lopa-
peysu til að halda hita á litla
kroppnum. Og hún hugsaði fyr-
ir öllu, því hún gerði peysuna
þannig að sem auðveldast yrði
að færa hann í og úr peysunni.
Hún hafði mjög gaman af að
finna lausnir á því hvernig
hægt væri að hafa hlutina sem
einfaldasta og þægilegasta og
sá maður margar snjallar og
skondnar Sandasels-reddingar í
gegnum tíðina hjá henni. Við
höfðum gaman af því að tala
um matseld og hvernig væri
best að matbúa hitt og þetta og
í mínum huga gerði enginn
betri kökur en hún og það útbjó
enginn eins góðan fisk í raspi
en hún og hjá henni lærði ég
líka að búa til heimsins bestu
fiskibollur. Það var alltaf gott
að koma til hennar og alltaf
fékk maður góðar móttökur og
þó leiðir okkar Halla hafi skilið
fyrir tæpum tveimur árum, þá
breyttist það ekki neitt. Alltaf
fagnaði hún komu minni og það
var mér mikils virði. Takk,
elsku Inga mín, fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig og mína og
knúsaðu Valda tengdapabba frá
mér. Ég gleðst yfir því að þið
séuð nú sameinuð á ný og getið
haldið áfram að vera ástfangin
á nýjum stað. Minningin um
góða konu mun lifa í hjörtum
okkar allra sem vorum svo
heppin að fá að kynnast henni.
Líkt og sólin,
stráðir þú birtu og yl
í líf okkar með brosi þínu
og þeirri hlýju sem þú bjóst yfir.
Líkt og tunglið,
lýstir þú upp myrkrið
með nærveru þinni,
umhyggju og ástúð.
Líkt og norðurljósin,
gladdir þú okkur
með fegurð þinni
og margbreytileika.
Líkt og stjörnurnar,
gafst þú okkur von
um nýja og betri heima,
betri veröld.
Þegar ég lít sólina,
tunglið, norðurljósin
og stjörnurnar,
þá minnist ég þín.
(ÁL)
Þín tengdadóttir,
Kolbrún
Þórlindsdóttir.
Amma kær, er horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín ömmubörn,
Þorvaldur og Þóra Lind.
Elsku amma í Vörum!
Lífsglöð, traust, jákvæð, hlý,
hláturmild, óðamála, dugleg og
hamingjusöm eru allt orð sem
koma upp í hugann þegar við
hugsum til þín.
Tilfinningin að ganga inn í
Varir var alltaf góð, vitandi af
þér inn í eldhúsi eða að prjóna í
sófanum, þú varst alltaf að.
Tókst á móti manni með brosi
sem náði til tindrandi augn-
anna, spurðir frétta og sýndir
manni nýjustu prjónaafurðirn-
ar. Steikingarilminn og bláan
reykinn lagði yfir hlaðið í
Vörum þegar þú varst að elda
fyrir afa, sem var þinn dyggasti
aðdáandi í eldhúsinu. Það var
alltaf heitt á könnunni, hvað
sem klukkan sló. Kaffi, jóla-
kaka og spjall við eldhúsborðið
eru minningar sem munu alltaf
lifa.
Þeir sem sáu til þín hlaup-
andi milli húsa áttu bágt með
að trúa því að þar færi níræð
kona, svo létt varstu á fæti al-
veg fram á síðasta dag.
Þú talaðir alltaf mjög hratt
en prjónaðir enn hraðar, hvort
sem augun voru opin eða hálf
lokuð, dottandi yfir sjónvarp-
inu.
Þið afi voruð afar samhent
hjón sem lituð lífið jákvæðum
augum og kennduð manni að
meta lífið og tilveruna eins og
það var. Við vitum að hann tek-
ur vel á móti þér.
Þú varst svo stór hluti af
okkur öllum og við munum búa
að því alla tíð að hafa kynnst
þér og notið góðmennsku þinn-
ar, visku, gleði og ekki síst allra
lopapeysanna sem munu halda
áfram að ylja okkur.
Takk fyrir að hafa verið
svona lengi með okkur, elsku
amma.
Þín,
Sveinbjörn,
Þórunn og börn.
Hún amma var snillingur,
þvílík forréttindi að fá hafa
kynnst henni svona vel og fyrir
það verð ég alltaf þakklát. Öll
uppátækin hennar, ég gæti
skrifað heila bók af dásamleg-
um sögum af henni. Mér efst í
huga eru jólaævintýrin, að
pakka inn öllum gjöfunum.
Amma snerist í hringi, óð um
allt hús með hníf í annarri
hendi (skæri voru ekki nógu
góð) og kassa af öllum stærðum
og gerðum í hinni. Öllu var
troðið í kassa svo að ekki væri
hægt að þreifa á innihaldinu á
utanverðum pakkanum. Ein jól-
in fékk mamma fallegan disk
sem amma hafði málað en það
var búið að vefja diskinum inn í
bleikar blúndunærbuxur svo að
diskurinn myndi ekki brotna.
Svipurinn á mömmu var stór-
kostlegur og það var mikið
hlegið. Síðustu jól voru svo
skemmtileg, amma lék á als
oddi og hristi alla pakkana sína.
„Ég vil bara eitthvað sem gutl-
ar í,“ sagði hún og skellihló.
Hún var ekki lengi að opna alla
pakkana sína og faðmaði að sér
rauðvínsbeljurnar.
Amma var alltaf svo þakklát
fyrir allt sem ég gerði fyrir
hana, því hún vildi helst ekkert
láta hafa of mikið fyrir sér. Ég
naut þess að vera í kringum
hana, ef mig vantaði smá hlátur
og gleði þá fór ég bara til
ömmu á kvöldin, sat í sófanum
hjá henni yfir sjónvarpinu og
hún prjónaði á fullu.
Ég keyrði með ömmu nokkr-
ar ferðir til augnlæknis og í eitt
skiptið þá brá hún á það ráð að
stinga grænu skurðhúfunni,
sem hún var með á höfðinu, of-
an í vasann hjá sér. Hún sagði
að húfan ætti eftir að koma sér
vel þegar hún myndi ganga út í
Auðarstofu í rigningu. Auðar-
stofa á skilið mikið þakklæti
fyrir það hvað þær hugsuðu vel
um ömmu. Það var alltaf eitt-
hvað um að vera hjá henni og
hún tók þátt í öllu, það á mik-
inn þátt í því hvað hún var lífs-
glöð og jákvæð.
Heimili ömmu og afa var
mitt annað heimili, þar var ég
alltaf velkomin, sama klukkan
hvað. Þér var velkomið að
ganga í ísskápinn, mæta með
vini þína og byggja heila spila-
borg í stofunni. Amma gretti
sig og skellti út úr sér tönn-
unum til þess að skemmta okk-
ur krökkunum. Ég man ekki
eftir því að hafa verið skömmuð
eða að það hafi verið hækkaður
rómurinn við mig. Ég hringdi
oft heim á kvöldin og bað um að
fá að gista, því það var búið að
taka upp á vídeó-hundaþátt eða
nýja teiknimynd fyrir mig og
hita sængina á ofninum. Sam-
band ömmu og afa við foreldra
mína var yndislegt og naut ég
góðs af því, við ferðuðumst
mikið með þeim innanlands sem
utan og samgangurinn milli
þeirra var mikill og góður.
Daginn áður en amma kvaddi
þá var sagt við okkur tvær að
það væri gullstrengur á milli
okkar og það væri einstakt
sambandið okkar á milli. Amma
brosti til mín og klappaði mér á
öxlina eins og hún gerði svo oft.
Við vorum góðar vinkonur,
amma var til í allt og við gerð-
um margt skemmtilegt saman.
Hún fór með mér í kvenna-
hlaupið í fyrra og hún hefði
hlaupið en ekki gengið ef ég
hefði ekki stoppað hana af. Ég
er þakklát fyrir öll árin með
henni, hún var heilsuhraust og
glaðlynd fram á síðasta dag.
Bára Bragadóttir.
Alla tíð hef ég verið stað-
ráðin í því að þegar ég verð
stór ætla ég að verða alveg eins
og þú. Ástæða þess er einföld.
Jákvæðni, jafnaðargeð, hrein-
skilni, dugnaður, harka, góð-
vild, gjafmildi, umhyggjusemi,
fegurð og öll hinn góðu lýsing-
arorð íslenskrar tungu áttu við
þig á einn eða annan hátt.
Handlagin varstu með ein-
dæmum. Engin tala er á því
hve mörgum ullarpeysum,
-vettlingum og -sokkum þú
fleyttir blindandi fram úr hendi
þér. Allt var til taks ef bráður
lopasokkaskortur yrði innan
fjölskyldunnar.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa um þær stundir
sem ég fékk að njóta með þér.
Það var ómetanlegt að fá að
búa við hlið ykkar afa alla mína
ævi og eiga kost á því að
stökkva til ykkar hvenær sem
mig lysti. Þar voru knúsin, kök-
urnar og súkkulaðirúsínurnar
ávallt á reiðum höndum. Unun
var að fylgjast með sambandi
ykkar afa þar sem kærleikur og
gagnkvæm virðing var allsráð-
andi og ástin leyndi sér ekki.
Sama hvað bjátaði á þá
kvartaðir þú aldrei. Þú kenndir
mér að sjá ljósu hliðar lífsins,
virða náungann og taka lífinu
ekki of alvarlega. Pönnuköku-
bakstur, Ingu-ömmu-ísgerð og
fyrstu handtökin á prjónunum
var heldur ekki amalegt að
læra af þér, meistaranum sjálf-
um.
Það var ætíð gaman að vera í
kringum þig. Lundin létta, stutt
í hláturinn og hin ýmsu uppá-
tæki eru mér minnisstæð. Sí-
ung í anda, á níræðisaldri,
hlaupandi yfir túnin þegar þú
hélst að enginn sæi til. Maga-
æfingarnar sem þú tókst á
eldhúsgólfinu til að sýna okkur
að það væri nú ekki vandamál
fyrir þig að setjast upp í rúm-
inu á morgnana og svo mætti
lengi telja.
Elsku amma, takk fyrir að
hafa alltaf verið til staðar fyrir
mig, takk fyrir hláturinn þinn,
brosin þín, hlýju faðmlögin og
allt hitt.
Þangað til næst.
Þín
Guðbjörg Helga.
Elsku amma.
Takk fyrir öll skemmtilegu
árin með þér og allar yndislegu
stundirnar. Ég hef verið svo
heppinn að fá að vera mikið
með þér og kynnast þér mjög
vel. Við höfum oft hlegið saman
og orka þín, jákvæði og góð-
mennska var sannarlega smit-
andi. Spræk og kát fram á sein-
asta dag og til í nánast hvað
sem er. Það eru margar góðar
minningar sem sitja eftir eins
og t.d. þegar við reyndum við
met í pönnukökuáti eldhúsinu
og byggðum spilahús á stofu-
gólfinu í Vörum, ferðalög á
Kirkjubæjarklaustur, heimsókn
til Danmerkur og ferðir í sum-
arbústaðinn. Það var það gott
að vera í kringum þig að ég
strauk bæði af leikskólanum í
Garðinum og úr pössun í Kefla-
vík til að komast til þín þegar
ég var lítill gutti. Ég man
ennþá eftir því þegar ég gróf
mig undir girðinguna á Gefn-
arborg og þegar ég var hirtur
upp af Hafsteini löggu á Garð-
veginum á leiðinni út í Garð til
þín.
Það var gott að geta verið
með þér á þínum hinsta degi,
geta hlúð aðeins að þér og
kvatt þig. Þú átt eftir að njóta
þín í Sumarlandinu með afa og
öllum hinum.
Ástarkveðja,
Pétur og fjölskylda.
Ingibjörg Jóhannsdóttir var
eiginkona Valda móðurbróður
míns og ég hef búið í nágrenni
við þau sómahjónin alla tíð. Í
æsku var ég nánast daglegur
gestur í Vörum hjá ömmu og
afa. Valdi og Inga bjuggu á efri
hæðinni, börnin þeirra á líkum
aldri og ég svo þangað var
margt að sækja og alltaf fann
ég mig velkomna á þeirra heim-
ili.
Nú síðustu árin hef ég sótt
meira til Ingu, gott að koma til
hennar að fá morgunkaffi og
spjall. Hún sat iðulega í sóf-
anum sínum með eitthvað á
prjónunum þegar ég kom. Ég
fékk að sjá það sem hún hafði
verið að vinna, hvert stykkið
öðru fínna og einstaklega vel
unnið. Svo spjölluðum við um
alla heima og geima allt á léttu
nótunum. Aldrei heyrði ég Ingu
hallmæla nokkrum manni, alltaf
jákvæð og glaðsinna gagnvart
öllu og öllum.
Inga var félagslynd og mjög
virk í sínum félagsskap. Hún
var heiðursfélagi í kvenfélaginu
Gefn í Garði, mætti á flestalla
félagsfundi kvenfélagsins og
tók virkan þátt í félagsskapn-
um. Hún gaf fallegar prjóna-
vörur á jólabasarinn og lagði
félaginu lið í öðrum verkefnum.
Inga var líka tilbúin að koma
Ingibjörg
Jóhannsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Inga amma er mér svo kær,
vildi að hún væri mér nær.
Einstök og alltaf jákvæð,
dugleg svo hjartahlý og falleg.
Með risastórt hjarta,
hana heyrði aldrei kvarta.
Alla daga er ég vakna,
finn ég hversu sárt það er að sakna.
Dýrmætar minningar um hugann
minn þjóta,
þeirra mun ég alla tíð njóta.
(IEV)
Þín,
Ingibjörg Elva.