Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Silja Rós Ragnarsdóttir, upprennandi leik- og söngkona, er 22ára í dag. Hún er stúdent úr Verzlunarskólanum og stefnir á aðfara í leiklistarnám í Hollywood í haust við American Academy
of Dramatic Arts.
Silja er með afmælisdaginn planaðan niður í smáatriði. „Ég byrja
daginn á að fara í fiskaspa með mömmu minni og svo ætlum við vin-
konurnar að ferðast út á land og finna einhverja heita náttúrulaug
eða eitthvað sniðugt. Svo er matarboð um kvöldið og tónleikar eftir
það, þannig að þetta verður pakkaður dagur hjá mér.“
Silja bjó í Kaliforníu fyrstu fjögur ár ævi sinnar, en faðir hennar
lærði tölvunarfræði þar, og er hún því að fara á kunnugar slóðir. „Ég
er ótrúlega ánægð með að fá að fara út og læra. Maður lærir svo mik-
ið af því að búa einhvers staðar annars staðar,“ segir Silja, en hún fer
út 25. ágúst og ætlar að vera að minnsta kosti tvö ár í Bandaríkjunum.
Silja byrjaði að semja eigin tónlist 14 ára gömul og hóf að spila
opinberlega aðeins 16-17 ára gömul. Hún hefur frá æsku stefnt að
ferli í söng- og leiklist. Hún vinnur fleiri en eina vinnu ásamt lista-
mannsstörfunum og kveðst vera manneskja sem þurfi alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni.
Áður en hún fer á vit ævintýranna í Hollywood ætlar hún að vinna
eins mikið og hún getur og njóta tímans með fjölskyldunni og vinum.
isb@mbl.is
Leikkona Silja Rós ætlar í leiklistarnám í Hollywood næsta haust.
Fer á vit ævintýr-
anna í Hollywood
Silja Rós Ragnarsdóttir er 22 ára í dag
O
lga fæddist í Bolungarvík
29.7. 1935 en ólst upp á
Ísafirði. Hún var auk
þess í sveit í Æðey í
Ísafjarðardjúpi í níu
sumur: „Þarna var ég hjá systkinum
Rannveigar, ömmu minnar. Mér lík-
aði afskaplega vel í Æðey. Það var
ekki hlaupið að því að flækjast á milli
bæja enda þurftum við þess ekkert
með. Þarna var alltaf hópur barna yf-
ir sumartímann, góður bókakostur,
tvær harmónikkur og svo hlustaði
maður á leikritin og danslögin í út-
varpinu.
Í Æðey tíðkuðust enn fráfærur.
Lömbin voru færð í land, ánum smal-
að á stekk og þær mjólkaðar en
mjólkin var nýtt til smjörgerðar og
undanrennan í bakstur.
Það var auk þess gaman að tína
egg og sinna dúntekjunni. Þá „geng-
um við vaktir“ u.þ.b. tíu manns í
beinni röð og hver og einn þurfti að
sinna sínum reit. Stundum þurfti að
færa til unga milli hreiðra ef þeir voru
misþroskaðir en því tóku mæðurnar
með jafnaðargerði og sinntu öllum
ungum eins og sínum eigin.“
Olga stundaði nám við VÍ og við
samvinnuskólann Vaar Gard í Stokk-
hólmi í Svíþjóð 1957. Hún stundaði
verslunar- og skrifstofustörf hjá
KEA, starfaði í gjaldeyrisdeild
sænska sambandsins KF í Stokk-
hólmi og síðan í fræðsludeild þar, var
síðan fræðslufulltrúi hjá SÍS, starfaði
sem þjónn hjá skipafélaginu MS
Thore í Gautaborg og sigldi þá kring-
um hnöttinn: „Þetta var árið 1959.
Sænsk vinkona mín hafði skrifað mér
bréf og stakk upp á að við skoðunum
heiminn. „Hvernig eigum við að fara
að því,“ spurði ég. „Við ráðum okkur
á skip sagði hún“ – og það gerðum við
og sáum ekki eftir því. Ég var einmitt
Olga Ágústsdóttir fornbókasali – 80 ára
Nýgift Olga og Kristján í brúðkaupsferðinni sinni suður á Spáni árið 1964. Hann var bóndi í Kaupangi en ĺést 2013.
Bókakona á Akureyri
Foreldrar Olgu Sigurður Ágúst Elíasson, kaupmaður og yfirfiskmatsmaður
á Vestfjörðum og á Akureyri, og k.h., Valgerður Kristjánsdóttir húsfreyja.
Reykjavík Dagur Sverrir
Þórðarson fæddist 9.
ágúst 2014 kl. 3.27.
Hann vó 3.690 g og var
51 cm langur. Foreldrar
hans eru Hanna Kristín
Bjarnadóttir og Þórður
Smári Sverrisson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð