Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015
Júlítilboð
- á einnota borðbúnaði
Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Komdu í
verslun RV og
sjáðu glæsilegt
úrval af einnota
borðbúnaði
í flottum
sumarlitum.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefðir gott af því að breyta til á
einhvern hátt hvort sem er heima fyrir eða í
vinnunni. Ef þú hefur efni á því að láta eitt-
hvað eftir þér skaltu gera það.
20. apríl - 20. maí
Naut Maður getur haft ánægju af hagnýtum
hlutum eins og næringarríkri máltíð eða
hreinu húsi. Þú ert aðalsjarmurinn sem allir
vilja kynnast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt auðvelt með að laða fram
það besta í öðrum sem og að miðla málum
þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Fólk er eitt-
hvað svo ófyrirsjáanlegt núna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ekki á þínu valdi að bera
ábyrgð á hamingju annarra. Stjörnurnar
hvetja þig til að gera kurteisa uppreisn og
ganga á eftir málum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samstarfsmaður kemur til þín með
áætlun sem hentar honum mjög vel en ekki
þér. Leitaðu svara við því sem þig langar til
að vita.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlustaðu og settu þig í stellingar.
Reynsla þín, álit, skoðanir og tilfinningar eru
algerlega einstakar. Reyndu að halda aftur af
þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú ert þú komin/n á lokasprettinn með
verkefni sem þú hefur unnið lengi að. Leik-
araskapur kemur sér aldrei vel. Auðvelt er að
lofa, örðugt að efna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þú lendir í einhverju mót-
læti um skeið máttu ekki láta það á þig fá.
Samstarfsmenn hafa gaman af félagsskap
þínum því þú hefur gamanmál á hraðbergi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp hefur komið. Hugsaðu þig vel
um, er það þess virði að fórna vináttunni fyrir
það?
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert eitthvað óvenju gleymin/n
þessa dagana. Ei er kálið sopið þó í ausuna
sé komið. Þú ert óstöðvandi og kemur miklu í
verk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Yfirmaður þinn eða yfirboðari er
tilbúinn til að ræða ýmis óvissuatriði við þig.
Vertu betri við sjálfa/n þig og þú laðar að þér
athyglina sem þú leitar eftir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nýtt samband er áhugavert og spenn-
andi en mun fyrr eða síðar kólna. Fortíðinni
fær enginn breytt og umfram allt verða menn
að sætta sig við orðinn hlut.
Ólafur Stefánsson segir frá því áLeirnum að í kaffiboði á
sunnudag hafi menn gert því skóna
að Ólafur Ragnar Grímsson færi
fram að ári og voru heldur ánægðir
með að svo yrði.
Þó þekkjast kynnu fingraförin,
fælumst varla gömul kynni,
og Ólafur Ragnar ennþá kjörinn
yrði betri en nokkru sinni.
Fía á Sandi var skjót til svars:
„Þegar Ólafur fór fram fyrst hélt
ég að hann væri kjaftfor vinstri-
sinni, en hann breyttist í þjóðlegan
landsföður. Síðan breyttist hann í
metnaðarfullan útrásarmann og
loks í heimsborgara og gaman væri
að vita hvað hann á enn eftir.
Um kjörið á honum ég víst er í vafa
þó vísast sé Ólafur besta skinn.
Samt held ég hann breytist í indælan
afa
við endurkosningu í þetta sinn.
Ármanni Þorgrímssyni þykir
framtíðin ekki björt – eða hvað?
Enn lafir Mundi á merinni
margir þó vilji hann sér finni
hentugra starf
en þennan Hornstranda arf
því næst verður hann ekki hér inni.
Hulda Jó. skrifaði í Leirinn á
föstudaginn:
Spurning
Það er gaman að glettast við þig,
sagði gárunginn sposkur við mig.
Þú veist ekki hvort
mín viska er gort
en verður að trúa á mig.
Málsnið
Æði að hittast loks – hæ hæ
hérna á torginu – træ læ
anda að sér fortíð
eiga sér nútíð.
Allt í key, sjáustum – bæ bæ.
Vísa
Svo vönduð og prýðileg vísa
verðskuldar lofgjörð og prísa,
er tuttugu orð
og ekkert um morð.
Hefurðu heyrt hana, Dísa?
Björgvin R. Leifsson segist aldrei
munu kaupa vörur frá fyrirtækinu
KÚ og rökstyður það með þessum
hætti:
Firma eitt fallbeygist KÚ.
Finnst okkur það út úr KÚ.
Ég nefni’ engin föll,
við námum þau öll:
Hér er ein umfrátil KÚ.
Þessi ábending Hallmundar
Kristinssonar eru orð í tíma töluð:
Vert er að íhuga vandlega,
vinur minn, hver sem þú ert;
að afhausa manneskju andlega
er ekki fallega gert.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Forseti vor innan um limrur
Í klípu
„ÉG BAÐ UM HÚLLUMHÆ – EKKI
GJUGG Í BORG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ FÆRÐ KLUKKUTÍMA TIL ÞESS AÐ
NAGLALAKKA ÞIG OG TALA VIÐ MÖMMU
ÞÍNA. ÉG ER AÐ FARA Á FUND.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kasta lyklinum í
burtu.
VÁ, ÉG VONA AÐ ANDLIT OKKAR
MUNI EKKI FESTAST SVONA.
ÞVÍ SVONA VÆRI
MIKLU BETRA.
GAM
LI ÓLI
HJÚKK!
ÞETTA ER Í SÍÐASTA
SINN SEM VIÐ RÁÐUMST
Á KASTALANN HANS
GAMLA ÓLA!
Það er auðvelt að láta heillast afbandarísku söngkonunni Ninu
Simone. Hálf öld er síðan hún sló í
gegn með einstakri rödd sinni og fág-
uðum píanóleik. Í grein í The New
York Times segir að nú sé hún að ná
hátindinum. Um þessar mundir eru að
koma út þrjár kvikmyndir um hana og
nýlega var gefin út tvöföld plata þar
sem ýmsar stjörnur syngja lög hennar.
Á undanförnum árum hafa komið út
tvær ævisögur hennar, ljóð hennar
hafa verið gefin út og hipp-hopp lista-
menn á borð við Jay Z, Kanye West og
hljómsveitina The Roots hafa notað
rödd hennar í lögum sínum.
x x x
Nina Simone fæddist 1933 og hét þáEunice Waymon. Hún óx úr
grasi í bænum Tryon í Norður-
Karolínu þar sem ríkti aðskilnaður
svartra og hvítra. Þriggja ára var hún
farin að spila gospel-sálma á píanó.
Þegar hún var átta ára hafði hún vak-
ið slíka athygli að hvítur vinnuveit-
andi móður hennar bauðst til að
greiða fyrir tíma handa henni í klass-
ískum píanóleik. Hún var staðráðin í
að skara fram úr í klassískum píanó-
leik, en varð fyrir áfalli þegar henni
var neitað um inngöngu í Curtis Insti-
tute of Music í Fíladelfíu. Skólinn
heiðraði hana tveimur dögum fyrir
andlátið. Hún fór að spila á börum og
klúbbum og tók sér nafnið Nina Sim-
one. Fyrsta plata hennar kom út 1959,
Little Girl Blue, og varð útgáfa henn-
ar á laginu I Loves You, Porgy eftir
George Gershwin vinsæl. Hún fluttist
til New York og tók vaxandi þátt í
réttindabaráttu svartra í Bandaríkj-
unum. 1964 brást hún við morðinu á
Medgar Evers, sem barðist fyrir rétt-
indum svartra, og fjórum svörtum
stúlkum, sem létu lífið þegar kirkja í
Birmingham í Alabama var sprengd í
loft upp ári áður, með hinu magnaða
lagi Mississippi Goddam.
x x x
Ferill Ninu Simone var ekki dans árósum. Hún glímdi við geðrask-
anir og önnur vandamál, en náði sér
aftur á strik. Hún lést árið 2003. Vík-
verji hefur löngum verið heillaður af
list Simone og fagnar því að nafni
hennar skuli haldið á lofti.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Það orð er satt, og í alla staði þess vert
að við því sé tekið, að Kristur Jesús
kom í heiminn til að frelsa synduga
menn og er ég þar fremstur í flokki.
Fyrra Tímóteusarbréf 1:15