Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 30

Morgunblaðið - 29.07.2015, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er fyrst og fremst bara til- raun hjá mér til þess að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson en hann lauk nýverið upptökum á plötu með raftónlist- armanninum Árna Grétari Jóhann- essyni, betur þekktum sem Future- grapher. Tvímenningarnir komu meðal annars fram á Sónar fyrr á árinu og hyggjast nú standa að þrí- þættri útgáfu, á geisladiski, vínyl og á netinu, með hjálp Karolina Fund. Gefið út undir Möller Records „Ég er búinn að vera fjári lengi í þessum bransa og hef kannski verið að fást við svipaða hluti á ferlinum, popp- og rokktónlist. Það kemur þó einstaka sinnum yfir mann að mað- ur vilji prófa eitthvað nýtt. Fyrir þremur árum fór ég að grúska í raf- tónlist og hóf að kynna mér íslensku raftónlistarsenuna fyrir einskæra forvitni. Ég skráði mig í Facebook- hóp sem ber nafnið Íslensk raf- tónlist og kynntist þar allskonar fólki. Það varð uppi fótur og fit þeg- ar ég óskaði eftir inngöngu, fólk skildi ekki hví Jón Ólafsson í Ný- dönsk hafði áhuga á því að vera að þvælast þarna inni. Ég sýndi þó mikinn lit í spjalli og spurðist mikið fyrir um hvaða tæki og tól menn væru helst að nota. Þegar ég fór að mæta á tónleika hjá raftónlistar- mönnum var eiginlega það sama uppi á teningnum. Fólk kom til mín og spurði hvað ég væri nú að gera þarna eins og ég væri jólasveinn á páskum. Ég sat bara úti í horni og drakk í mig það sem fram fór. Svo er ég einnig búinn að vera grimmur að mæta á Sónar,“ segir Jón sem segist í framhaldinu af því hafa farið að fikta við það að búa til sína eigin raftónlist. „Ég og Futuregrapher, Árni Grétar, ákváðum svo að gera saman plötu. Það var aldrei ákveðið hvern- ig sú plata skyldi verða nákvæm- lega, bara eitthvert „ambient“ fyr- irbæri. Ég settist því bara við píanóið og hóf að spinna það sem ég gat ímyndað mér að væri gott að slaka á við. Ég sendi Árna Grétari verkin og vissi hreinlega ekki hvernig hann myndi taka þeim. Hann náttúrlega lifir og hrærist í þessu, búinn að gera nokkrar raf- plötur sjálfur. Honum leist þó bara mjög vel á þetta og ég bjó til átta lítil tónverk upp úr því sem hann skeytti síðan við umhverfishljóðum og fleiru. Þetta er nú komið í fram- leiðslu og við erum mættir á Karol- ina Fund eins og allir aðrir og erum að reyna að sigla þessu í höfn svo við eigum fyrir framleiðslunni. Út- gáfufyrirtæki í dag eru náttúrlega ekki að leita að svona tónlist, frekar en annarri tónlist, en þetta kemur samt út undir hatti Möller Records sem er íslensk raftónlistarútgáfa en Árni Grétar er þar einn eigenda,“ segir Jón en hann kveður flesta þá raftónlist sem hafi höfðað til hans hafa verið gefna út undir þeim hatt- inum. Ekki sagt skilið við Nýdönsk Jón segir samstarf þeirra Future- graphers hafa verið mjög ljúft og að ólíkur bakgrunnur þeirra hafi farið einkar vel saman. „Ég er hámenntaður í tónlist og ég efast um að hann hafi menntað sig nokkuð í þeim fræðum. Það er alveg hrikalega gaman fyrir mig að vinna með honum, við nálgumst þetta á gjörsamlega ólíkan hátt. Árni Grétar er ótrúlega vel að sér í músík og þó svo hann flytji raf- tónlist þá er skalinn á þeirri tónlist sem hann hlustar á alveg ótrúlega breiður. Ég heillaðist líka af kraft- inum í honum. Við eigum það sam- eiginlegt að vera mjög duglegir og ég gæti ekki verið glaðari með sam- starfsmann. Hann er alveg dásemd- ardrengur og það sem hann gerði við þessi verk sem ég samdi er al- veg frábært,“ segir hann. Eins og áður segir kveður Jón afrakstur þeirra félaga vera nokkuð „ambi- ent“-skotna raftónlist og fluttu þeir tóna sína meðal annars á raftónlist- arhátíðinni Sónar í Hörpu fyrr á árinu. Fullt hús gesta naut þá lág- stemmds hljóðheimsins í þrjú kort- er. Þrátt fyrir þá ánægju sem Jón hlýtur af samstarfinu kveðst hann þó ekki hafa sagt skilið við hljóm- sveitina Nýdönsk. „Ég er alls ekkert hættur í Ný- dönsk, mig langaði bara að gera eitthvað annað. Við Árni Grétar verðum til að mynda á Airwaves- hátíðinni í vetur og svo ætlum við að vera með útgáfutónleika í október- mánuði í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi. Platan mun sem sagt koma út í október. Þetta verður vínyll, geisladiskur og nið- urhal á vefnum,“ segir hann. Ætla að leggja í aðra plötu Jón segir Karolina Fund- söfnunina ganga ágætlega en hún hófst fyrir um viku. Takmarkið sé að safna þrjú þúsund evrum og þriðjungur þeirrar upphæðar sé kominn í hús. „Mér þykir þetta gríðarlega skemmtileg uppsetning á útgáfu. Það er eitthvað heimilislegt við það að senda vinum sínum póst og væla í þeim að styrkja sig aðeins. Maður er bara að reyna að átta sig á því hversu aggressívur maður kemst upp með að vera,“ segir Jón kíminn. „Við Árni Grétar erum síðan bún- ir að ákveða það, að svo fremi að þetta gangi upp hjá okkur, þá leggj- um við í gerð á annarri plötu strax á næsta ári. Við teljum okkur vera komna með einhverja músík sem enginn annar er að gera hérna á Ís- landi og vonandi verða viðtökurnar á fyrstu plötunni hvetjandi,“ segir Jón að lokum. Ljósmynd/albumm.is Samvinna Jón og Futuregrapher eru þegar farnir að vinna efni á plötu sem þeir hyggjast gefa út á næsta ári.  Jón Ólafsson og Futuregrapher í eina raftónlistarsæng „Eins og ég væri jóla- sveinn á páskum“ Sjöttu og jafnframt síðustu tón- leikar sumardagskrár Jazzklúbbs- ins Múlans á Björtuloftum Hörpu verða haldnir í dag en þar kemur fram tríó víbrafónleikarans Reynis Sigurðssonar. Á tónleikununum leiðir Reynir tríó sitt sem auk hans er skipað þeim Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa og Ásgeiri Ásgeirs- syni gítarleikara. Tríóið mun leika ameríska og brasilíska standarda þar sem bebop og sömbur munu svífa yfir vötnum eins og segir í til- kynningu. Múlinn er samstarfsverkefni Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbb- urinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heið- ursfélagi og verndari Múlans. Múl- inn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í sam- starfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn mun halda áfram starfsemi sinni með nýrri og spennandi tónleika- dagskrá á Björtuloftum í vetur. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og standa í rúmlega klukkustund og fara eins og áður segir fram á Björtuloftum sem staðsett eru á fimmtu hæð Hörpu. Síðustu Múlatón- leikar sumarsins  Tríó Reynis Sigurðssonar kemur fram Tríó Fram kemur tríó vibrafónleikarans Reynis Sigurðssonar sem einnig er skipað Gunnari Hrafnssyni á kontrabassa og Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleikara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.