Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 29.07.2015, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarmaðurinn Smári Tarfur Jós- epsson mundar gítarinn á skemmti- legan máta á nýrri plötu sinni Son Of The Wind. Gítarinn hefur þó ekki alltaf verið hans helsta vopn í tónlist- inni. „Trommurnar heilluðu mig þegar ég var barn og ég var um átta ára gamall þegar ég byrjaði að spila á trommur. Það var síðan á unglingsár- unum, svona í kringum fermingarald- urinn, sem ég fór að prófa mig áfram með gítarinn en skipti ekki alfarið yf- ir á hann fyrr en um tvítugt.“ Eins og margir ungir tónlistar- menn, sem spila á gítar, varð raf- magnsgítarinn fyrir valinu og rokkið aldrei langt undan hjá Smára. „Þungarokkið grípur mig miklum heljargreipum á sínum tíma og ég spilaði með Spitsign, eða Hrákskipti ef ég ætti að íslenska nafn hljóm- sveitarinnar. Nokkrir úr þeirri hljómsveit fóru svo yfir í hljómsveit- ina Mínus en ég fylgdi ekki með í þeim pakka enda farinn að spila með Quarashi þegar sú breyting varð á.“ Réð sig í heyskap Platan Son Of The Wind er víðs- fjarri þungarokkinu og má lýsa henni best sem rólegum gítartónum með niðinn í Seljalandsfossi á bakvið. Þó ekki þannig að niðurinn frá fossinum sé truflandi heldur mátulega róandi. „Tónlistin á þessari plötu kom mjög náttúrulega til mín. Ég flutti úr Reykjavík síðasta sumar og fór að vinna á sveitabæ undir Eyjafjöllum en ég réð mig þar í vinnu við hey- skap. Fékk þá þessa hugmynd að setjast við Seljalandsfoss og leika mér á gítarinn. Það hefur alltaf hrifið mig að spila tónlist sem er ekki fyr- irfram ákveðin og þarna var tilvalinn staður til þess. Áður en ég vissi af var ég kominn með glænýja tónlist og efni á plötu. Lögin urðu því til við mjög náttúrulegar aðstæður enda svæðið þarna einstaklega fallegt og náttúran við fossinn stórkostleg.“ Smári ákvað að endurtaka leikinn í júní á þessu ári og er strax kominn með ný lög og með nýja plötu í kort- unum. „Nýja platan verður tekin upp eftir tvær vikur við Seljalandsfoss en á Son Of The Wind fór ég að nóttu til og tók upp hljóðið í fossinum og spil- aði svo á gítarinn í hljóðveri. Núna er þetta tekið upp „live“ ef svo má að orði komast og upptökustjórinn minn núna, Jóhann Rúnar Þorgeirsson, segir mér að þessir nýju stefnuvirkj- andi hljóðnemar geti tekið upp gít- arinn, niðinn í fossinum og fuglasöng á sama tíma og umferðarniður frá þjóðveginum er alveg útilokaður.“ Tekur upp tvær aðrar plötur Nýja Seljalandsfossplatan kemur ekki út fyrr en næsta vor enda nóg að gera hjá Smára, sem vinnur að upp- töku á tveimur öðrum plötum. „Ég er að taka upp sólóplötu þar sem ég spila á gítar og syng og rokk- plötu með hljómsveitinni minni Bel- ford,“ segir Smári sem spilar þá tón- list sem kemur til hans hverju sinni og er alveg fordómalaus á tónlist. „Ég fer bara þangað sem tilfinn- ingin tekur mig hverju sinni. Ég er líka það heppinn að félagar mínir sem eru frábærir tónlistarmenn hafa ekki enn fengið leið á mér og leggja mér lið í hinum ýmsu stefnum.“ Platan aðeins seld við fossinn Allt sem viðkemur plötu Smára virðist einlægt og náttúrulegt. Hann selur plötuna aðeins við Seljalands- foss og myndin á plötualbúminu er tekin af fyrrum nemanda Smára. „Ég er mjög lítið fyrir útlitsdýrkun og hef aldrei átt góða myndavél sjálf- ur. Myndin er mjög flott á albúminu en hana tók Alti Arnarsson, en það vill svo skemmtilega til að ég passaði hann á leikskóla þegar hann var þriggja ára. Hann er orðinn tvítugur í dag og smellti af mér nokkrum myndum sem auglýsingastofan Maurar vann með og úr varð þessi glæsilega kápa.“ Innblástur við Seljalandsfoss  Smári Tarfur Jósepsson vinnur að upptöku á þremur nýjum plötum núna í haust og vetur  Nýjasta plata hans Son Of The Wind varð til við Seljalandsfoss  Tekur upp nýja plötu við fossinn eftir tvær vikur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísland Seljalandsfoss er vinsæll meðal ferðamanna sem koma til Íslands til að sjá náttúruna og kynnast því einstaka fólki sem byggir þetta land. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið Í sporum annarra en þetta er fjórða plata hljómsveitarinnar sem stofn- uð var árið 2008. „Við byrjuðum að spila saman árið 2008 um haustið og höfum í raun og veru starfað með hléum frá þeim tíma. Fyrstu tónleikarnir okkar voru árið 2009 en það ár sendum við einnig frá okkur deili- plötu með annarri hljómsveit og vorum almennt mjög virkir á því herrans ári. Við föndruðum um- slögin sjálfir og héldum alla tón- leika í kringum útgáfu fyrstu plötunnar,“ segir Ægir Sindri Bjarnason, trommuleikari Logns. Næsta plata hljómsveitarinnar fór í vinnslu árið 2009 og var sú plata einnig deiliplata en vegna margs konar vandræða endaði platan í netútgáfu. „Við ætluðum okkur stóra hluti með seinni deiliplötuna en hún fór af einhverjum ástæðum ekki eins og við ætluðum og þess vegna settum við hana bara á netið.“ Vandræðagangur í útgáfu Útgáfumál hafa reynst hljóm- sveitinni erfið og segir Ægir út- gáfuferli fyrstu sjálfstæðu plötu Logns hafa verið langt og leið- inlegt. „Platan Í fráhvarfi ljóss, myrkr- ið lifnar við var fyrsta platan sem var alfarið okkar, þ.e. við vorum ekki að deila sviðsljósinu eða efni á plötunni með öðrum. Sú plata reyndist okkur hins vegar mjög erfið og allt ferlið í kringum hana var leiðinlegt og langt. Útgefand- inn hætti við útgáfuna í miðjum klíðum og við enduðum á því að taka yfir verkefnið sjálfir og klára hana á eigin forsendum. Það varð til þess að hún kom ekki út fyrr en haustið 2011.“ Ægir segir að útgáfuferli þeirr- ar plötu hafi hægt nokkuð á hljóm- sveitinni og orðið til þess þeir hafi ekki byrjað að semja nýtt efni um nokkurn tíma. „Erfiðleikarnir með útgáfuna urðu því miður til þess að við fór- um seint að semja nýtt efni. Það stafaði helst af því að við vildum ekki fjarlægjast efni plötunnar og spiluðum það mikið á tónleikum.“ inn en það virð- ist fátt stöðva þá þeg- ar stefnan er sett. „Í sporum annarra er önnur breiðskífa okkar en platan er í anda þess sem við höfum verið að fást við, þ.e. tilraunakennt þunga- rokk sem brúar bilið milli harð- kjarna, svartmálms og dauða- rokks. Viðfangsefni plötunnar er svo einhvers konar samsafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónu- legri og almennri, slæmri lífs- reynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hin- um verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.“ Allt virðist því vera að fara af stað á nýjan leik hjá strákunum en þeir munu spila á Norðan Pönk á Laugarbakka um verslunarmanna- helgina og stefna á útgáfutónleika þegar líða tekur á haustið og skól- arnir eru komnir á fullt skrið. Platan Í sporum annarra er nýtt upphaf fyrir strákana í Logni. Út- gáfuferlið var að sjálfsögðu ekki stórslysalaust frekar en fyrridag-  Erfiðleikar í útgáfumálum hrjá hljómsveitina en það stöðvar hana ekki  Spilar á Norðan Pönk á Laugarbakka um verslunarmannahelgina Tónleikar Hljómsveitin Logn heldur sig í þungarokkinu. Ný þungarokksplata frá Logni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.