Morgunblaðið - 29.07.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 210. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. „Við vökum yfir henni“
2. Utanvegaakstur náðist á mynd
3. Andlát: Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson
4. „Ekki í boði árið 2015“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarhátíðin Innipúkinn mun
hita gesti sína upp fyrir verslunar-
mannahelgina klukkan 21 á morgun
en þá mun rapparinn Sturla Atlas
stíga á svið ásamt fríðu föruneyti á
hostelinu Hlemmi Square. Rapparinn
hefur komið eins og stormsveipur inn
í íslenska hipphopp-senu en ekki er
langt síðan frumburðurinn Love
Hurts leit dagsins ljós. Innipúkinn fer
fram á höfuðborgarsvæðinu dagana
31. júlí til 2. ágúst en meðal lista-
manna sem koma þar fram má nefna
Retro Stefson, Gísla Pálma, Diktu, Úlf
Úlf, Vök, Tilbury, Sturlu Atlas, Teit
Magnússon, Benny Crespo’s Gang,
Introbeats, M-Band og Vaginaboys.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sturla Atlas á
Hlemmi Square
Alþjóðlegt orgelsumar stendur
nú sem hæst í Hallgrímskirkju og
mun Schola cantorum halda viku-
lega hádegistónleika í dag. Schola
cantorum hefur hlotið verðskuldað
lof sem einn frambærilegasti kór
landsins. Kórinn hefur unnið til
verðlauna í alþjóðlegum keppnum
og verið tilnefndur til tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs og Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna. Efn-
isskráin samanstendur af
íslenskum og er-
lendum kórperl-
um og þjóð-
lögum og
stjórnandi er
Hörður Áskels-
son. Tónleikarnir
hefjast klukk-
an 12 og fást
miðar við
innganginn.
Hádegiskórtónleikar
í Hallgrímskirkju
Á fimmtudag Austan og norðaustan 3-8 m/s, skýjað með köflum
og sums staðar skúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 14 stig,
hlýjast vestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skúrir
eða rigning með köflum vestantil, síst þó á Vestfjörðum og líkur á
síðdegisskúrum í innsveitum nyrðra. Hiti 8-16 stig, hlýjast vestra.
VEÐUR
FH-ingar komu sér á topp-
inn í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu eftir sigur á
botnliði Keflavíkur í gær.
Atli Viðar Björnsson var
hetja FH-inga en hann skor-
aði sigurmark þeirra eftir
að hafa komið inn á sem
varamaður skömmu áður.
Keflavík hefur aðeins fimm
stig í botnsæti deildarinnar
þegar fram er komið í
ágústmánuð og sex stig eru
í öruggt sæti. »2
FH kom sér á
toppinn í Keflavík
Stjarnan vann nauðsynlegan sigur á
erfiðum útivelli í Pepsi-deild kvenna í
gærkvöldi til þess að halda í við topp-
lið Breiðabliks. Stjarnan vann á Sel-
fossi þrátt fyrir að hafa
lent undir í leiknum en
þessi lið munu einmitt
mætast í
bikarúr-
slita-
leiknum í
ágúst. Blikar
gerðu engin
mistök á KR-vellinum og
unnu sannfærandi sigur.
Forskot Breiðabliks er
því enn fjögur stig á
toppi deildarinnar.
»3
Nauðsynlegur sigur hjá
Stjörnunni á Selfossi
„Sjúkraþjálfarinn segir að það séu
svona þrjár, fjórar vikur í að ég geti
byrjað að spila. Ég læt á það reyna
með varaliðinu fyrst en ég hef ekki
fundið neinn verk og ekkert bakslag
komið svo að ég er farinn að sjá fyrir
endann á þessu,“ segir Björn Daníel
Sverrisson meðal annars við Morgun-
blaðið en hann hefur verið meiddur
að undanförnu. »4
3-4 vikur þar til Björn
Daníel getur spilað
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta hefur gengið ljómandi vel og
verið virkilega skemmtilegt,“ segir
Sigurður L. Hall, öðru nafni Siggi
Hall, matreiðslumeistarinn þjóð-
kunni, um nýtt verkefni í sumar. Það
felst í því að flakka á milli Edduhót-
ela og elda fyrir gesti með mat-
reiðslumönnum viðkomandi hótela.
Siggi Hall hefur unnið mikið með
Icelandair-hótelunum, meðal annars
í sambandi við matarmenningarhá-
tíðina Food & Fun, sem hann og
Baldvin Jónsson hafa skipulagt ár-
lega með Icelandair og haldin hefur
verið í febrúar eða mars frá 2002 með
það að markmiði að gera Reykjavík
að heimsfrægri matarborg. Styttri
útgáfur af henni hafa meðal annars
verið haldnar í St. Pétursborg,
Washington DC, Turku, París og
Alicante.
Frábær hugmynd
Hann segir að Stefán Viðarsson,
yfirmatreiðslumaður Icelandair-
hótelanna, hafi í vor spurt hvort hann
væri tilbúinn að taka þetta verkefni á
Edduhótelunum að sér og hann hafi
ekki þurft að hugsa sig um tvisvar.
„Þetta er frábær hugmynd, það er
alltaf gaman að vinna með ungu fólki
og því sagði ég bara takk fyrir og
lagði af stað,“ segir Siggi.
Matarupplifunin er hugsuð jafnt
fyrir Íslendinga og útlendinga og
segir Siggi að framtakið hafi mælst
vel fyrir. Sagt hefur verið að Food &
Fun hafi breytt ímynd Íslands er-
lendis sem matarþjóðar til hins betra
og ganga má að því vísu að eitthvað
spennandi sé á borðum þar
sem Siggi er.
„Við bjóðum að
sjálfsögðu upp á
besta hráefnið og
gestirnir, jafnt inn-
lendir sem erlendir,
kunna vel að meta réttina,“ segir
hann. Siggi er nýkominn frá Staf-
angri í Noregi, þar sem hann hélt
meðal annars fyrirlestur um Food &
Fun. „Norðmenn hafa mikinn áhuga
á að halda afbrigði af Food & Fun og
ég boðaði fagnaðarerindið,“ segir
hann. Fyrir tæplega ári var boðið
upp á Food & Fun-hátíð í Turku í
Finnlandi í fyrsta sinn og verður há-
tíðin þar öðru sinni 30. september til
4. október.
„Hátíðin þar heppnaðist ótrúlega
vel í fyrra og áhuginn er ekki síðri
núna, en samið hefur verið um að
halda hana í Turku til 2017,“ segir
Siggi. Hann verður í Skógum á laug-
ardag, Laugarbakka 8. ágúst, Egils-
stöðum 14. ágúst, Neskaupstað 15.
ágúst og lýkur yfirreiðinni á Laugum
í Sælingsdal laugardaginn 22. ágúst.
Upplifun með Sigga Hall
Flakkar á milli
Edduhótela og
eldar fyrir gesti
Morgunblaðið/RAX
Matreiðslumeistarinn Siggi Hall með Bankastjóranum og Sigrúnu, skúlptúrum eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, á
Icelandair hótel Reykjavík Natura. Siggi er með sína rétti og skúlptúrarnir eru sérstaklega gerðir fyrir Icelandair.
Siggi Hall hefur komið víða við á
löngum ferli og matseðillinn tek-
ur mið af því. „Matseðillinn er
eins á öllum stöðunum, úr minni
gömlu smiðju,“ segir matreiðslu-
meistarinn. Boðið sé upp á mat-
armikla laxasúpu, sem hann hafi
gert fræga í Kjósinni á
sínum tíma, og
lambafillé með
bláberjum og blóð-
bergi úr Þingvalla-
sveit, sem hann
hafi boðið upp á á þjóðhátíðinni
á Þingvöllum 1994.
Síldarréttir meistarans séu á
sínum stað sem og heit súkku-
laðikaka með rommkúluís.
„Þessir réttir eru í bókunum
mínum og Stefán Viðarsson vildi
endilega að ég hefði þá á mat-
seðlinum,“ segir Siggi. „Þetta er
klassískt og hefðbundið og afar
gott. Við erum ekkert að flækja
hlutina heldur höfum þá ein-
falda.“
Úr smiðju meistarans
SAMI MATSEÐILL Á ÖLLUM STÖÐUM