Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 10
Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Pírataspjallið er „out of control“, það er engin spurning. Það er löngu hætt að vera raunhæfur stefnumótunarvett­vangur og var aldrei slíkur,“ segir Helgi Hrafn Gunn­ arsson, þingmaður Pírata. Píratar mælast með ríflega 36 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og hafa verið með yfir þrjátíu pró­ senta fylgi síðan í apríl í fyrra. Það bendir allt til þess að Píratar fari með stjórnarmyndunarumboðið eftir næstu kosningar. „Því meira sem ég pæli í því, því meira verð ég á móti svona meiri­ hlutastjórnum. Það er alls ekki óumdeild skoðun. Ég er ekki að segja að meirihlutinn eigi ekki að ráða, því hann á að ráða, en af hverju þarf ríkisstjórnin að vera með meiri­ hluta þingsins? Það er bara til að verja hana falli.“ Helgi hefur þá skoðun að ráð­ herrar eigi ekki að sitja á þingi. „Það er ekki stefna okkar að ráð­ herrar megi ekki vera úr hópi þing­ manna. Þeir þurfa bara að hætta að vera þingmenn á meðan. Það felast ákveðnar vinsældir í hugmyndinni að fá einhvern utan stjórnmálanna í ráðherrastól en ég held ekki endi­ lega að það sé góð hugmynd. Vegna þess að annars vegar þarf að vera lýðræðislegt umboð til staðar og svo er fólk úti í bæ ekkert minna pólitískt en stjórnmálamenn. Það er bara ekki búið að fara í kosn­ ingabaráttu og tala um skoðanir sínar og rökstyðja þær og verða fyrir öllum þessum viðbjóði sem er í pólitíkinni. Ég held að fólk hafi tilhneigingu til að halda, vegna þess að því er illa við stjórnmála­ menn, að ef það eru einhverjir aðrir en stjórnmálamenn sem fari með völdin verði allt miklu betra.“ En hvernig ræður maður fagráð- herra? „Við höfum ekkert ákveðið þetta. Það er ekkert augljóst hvernig maður fer að þessu. Mér finnst alveg eðlilegt að velja ráðherra úr hópi þingmanna. Það sem skiptir bara máli er að framkvæmdarvaldið verði aðskilið löggjafarvaldinu.“ Breytt vald forseta Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði þegar hann til­ kynnti um framboð sitt á ný að búast mætti við að stjórnar­ myndunar viðræður gætu orðið erfiðar. Því hefur verið fleygt að þessum ummælum hafi að ein­ hverju leyti verið beint að Pírötum. „Á einn hátt finnst mér ekki að stjórnmálaflokkur eigi að vera með skoðun á því hver sé forseti. Á móti kemur að við þurfum að geta rætt eðli forsetaembættisins. Embættið, eins og margt á Íslandi, á rætur sínar að rekja til danska konungs­ veldisins. Stjórnarskráin sem við erum með í dag og forsetaembættið grundvallast á konunglegri arfleifð. Í raun átti þetta að vera bráðabirgða­ stjórnarskrá,“ segir Helgi. Hann segir hugmyndir um for­ setaembættið ekki samrýmast lýðræðishugmyndum sínum. „Við tölum um lýðræði og þingræði og það er góðra gjalda vert en ég held að grunninntakið sé það sama og í konungsveldi. Þessu fylgir að valdið komi að ofan og renni niður á við og sé veitt fólki. En lýðveldishugsjónin eins og ég skil og aðhyllist hana, er að valdið eigi að koma frá fólkinu og renna upp á við. Ekki öfugt.“ Ertu að tala fyrir því að leggja for- setaembættið niður? „Ekki strax. En ég myndi vilja breytt hlutverk. Fyrst og fremst athafnahlutverk. Það þarf einhver að fara í fín kokteilboð. Ólafur hefur gert góða hluti en eðli embættisins á ekki að þróast í þá átt að líkjast konungsveldi. Þarna er komið vald til eins manns og það er komið þangað vegna konunglegrar arfleifðar. Mér finnst það vanda­ mál.“ Dópið vann Helgi Hrafn hefur vakið mikla athygli sem þingmaður, hann nýtur mikillar persónuhylli og hefur á köflum sett fram umdeildar hugmyndir, til að mynda hvað varðar vímuefnaneyslu. „Vímuefnaneysla og fíkn er heil­ brigðismál, ekki lögreglumál. Og nota bene, ef þú skoðar áhrif áfengis og berð saman við áhrif annarra vímuefna á sama við. Það veldur líkamlegum og andlegum kvillum, fíkn, ofbeldi, geðveiki, heimsku og dauða. Það er ekkert við áfengi sem gerir það að minna vímuefni en þau sem eru ólögleg en það hefur annað hlutverk og sögu í okkar samfélagi. Sérstaklega eftir að kannabis og LSD fóru að verða vinsæl á síðustu öld brást samfélagið við með óðagoti og stríðshugarfari. Það var beinlínis kallað dópstríðið. Maður gantast stundum með það að dópstríðinu sé lokið og dópið vann. Tilfellið er það að maður segir ekki fullorðnu fólki og unglingum upp að vissu marki hvað það má gera við sinn skrokk,“ útskýrir Helgi og segir að hvort sem okkur líki betur eða verr muni fólk áfram neyta vímuefna. „Skynsamlega og óskynsamlega. Það þýðir ekkert að nálgast það með stríðsmentalíteti. Þá spyrjum við okkur hvað við ætlum að gera því vímuefni geta valdið miklum erfið­ leikum eins og frægt er orðið. Það Forsetinn á að sinna kokteilboðum Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður vill breytt hlutverki forseta, en ekki leggja embættið niður strax. Hann segir öllum hollt að leita til sálfræðings, það hafi bjargað samstarfi Pírata. Hann veltir fyrir sér hvort ríkisstjórn þurfi virkilega líka meirihluta á Alþingi Íslendinga. Svo er fólk úti í bæ ekkert minna pólitískt en stjórnmála- menn. Það er bara ekki búið að fara í kosningabaráttu og tala um skoðanir sínar og rökstyðja þær og verða fyrir öllum þessum viðbjóði sem er í pólitíkinni. ↣ 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -8 2 F 8 1 9 4 1 -8 1 B C 1 9 4 1 -8 0 8 0 1 9 4 1 -7 F 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.