Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 48
Svínarif eru í uppáhaldi hjá öllum. Það þarf að hugsa vel um svínarif- in í eldun svo kjötið verði laust af beinum og bragðgott. Með heima- gerðri BBQ-sósu er þetta sannkall- aður veislumatur. Uppskriftin mið- ast við fjóra. Svínarif með grilluðum maíS og BBQ-SóSu 2 stykki svínarif Kryddblanda 125 g púðursykur 160 g sykur 50 g paprikuduft 25 g hvítlauksduft 75 g salt 25 g nýmalaður svartur pipar 10 g engiferduft 15 g laukduft 7 g kummen 4 g chili-duft BBQ-sósa 2 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1½ tsk. chili-pipar ½ tsk. salt 4 tsk. chili-duft 1¼ dl sterkt kaffi 1¼ dl worchestershire-sósa 2¼ dl tómatsósa 1¼ dl eplaedik 100 g púðursykur meðlæti 4 maískólfar Smjör Salt Hitið grillið upp í hæsta hita en lækkið síðan niður á minnsta. Blandið öllu saman sem á að fara í kryddblönduna. Best að setja allt í matvinnsluvél og blanda létt saman. Uppskriftin er frekar stór. Setj- ið afganginn í lokaða krukku og notið hvort sem er á svínakjöt eða kjúkling. Fjarlægið alla himnu af kjötinu ef með þarf. Stráið kryddinu yfir og nuddið vel inn í kjötið. Legg- ið kjötið á grillið, gott er að hafa reyksag á botninum. Grillið kjöt- ið í 2-3 tíma. Ef reyksag er sett í grillið þarf að hafa vatn í sprey- brúsa við höndina og væta kjöt- ið nokkrum sinnum á steikingar- tímanum. Hitið upp BBQ-sósuna. Skrælið lauk og hvítlauk og skerið smátt. Setjið olíu í pottinn og steikið laukinn. Bætið síðan við chili-pip- ar, chili-dufti og salti. Hrærið. Bætið öllum öðrum innihalds- efnum í pottinn og látið sósuna sjóða. Takið síðan af hitanum og maukið með töfrasprota. Setj- ið sósuna í krukku. Í lok eldunar- tímans er kjötið penslað með sós- unni. Hún er einnig borin fram með kjötinu. Grillið maísinn og berið fram með svínarifjunum. Einnig er gott að hafa hrásalat með. grillaður ananaS með rommSóSu Grillaður ananas er einstaklega ljúffengur. Með honum má bera fram ís og rommsósu eins og hér er gert. Uppskriftin miðast við fjóra. 1 stór ananas 2 msk. sykur ½ tsk. kanill 75 g ósaltað smjör 75 g púðursykur 1 límóna, safi og börkur 2 msk. dökkt romm 400 g vanilluís Skerið toppinn af ferskum ananas og skerið hann síðan í báta. Fjar- lægið kjarnann í miðjunni. Blandið saman sykri og kanil og dreifið yfir ananasinn á báðum hliðum. Grillið á heitu grilli í 4-5 mínútur þar til syk- urinn er orðinn að karamellu. Bræðið smjörið á pönnu, bætið sykri, límónusafa og berki út í. Bætið þá rommi út í og látið malla þar til blandan er orðin að glassúr. Leggið ananas á disk ásamt góðri kúlu af vanilluís. Hellið sós- unni yfir. Einnig má setja nokkur ber með; bláber, jarðarber, hindber eða brómber. Þessi uppskrift hent- ar einnig fyrir banana. Grillið ban- anann með hýðinu þar til það verð- ur svart. Takið bananann úr hýðinu, leggið á disk með ís og rommsósu. uppSkriftir á Sumargrillið Sumardagurinn fyrsti er kominn og farinn og tími grillsins runninn upp. Flestir byrja um þetta leyti og hvað er sumarlegra en grilluð, ljúffeng svínaríf og grillaður ananas með ís á eftir. Hér koma uppskriftir. að þessum góðu réttum. Grillaður ananas með ís og rommsósu. Einnig má skipta út ananas fyrir banana.Svínarif er afskaplega góður réttur. Hann passar mjög vel á degi sem þessum. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar og hvenær sem er. 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r12 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -7 4 2 8 1 9 4 1 -7 2 E C 1 9 4 1 -7 1 B 0 1 9 4 1 -7 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.