Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 4
www.apotekarinn.is - lægra verð NICOTINELL Afslátturinn gildir af:· 204 stk. pökkum· Öllum bragðtegundum · Öllum styrkleikum 15%AFSLÁTTUR Nicotinell-204-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 15/03/16 15:11 SAMFÉLAG Herdís Storgaard, hjúkr- unarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna, er farin að flytja út þekkingu á sviði öryggis barna. Fjöldi gesta víðsvegar að úr heiminum hefur heimsótt mið- stöðina og sjálf hefur hún farið víða til að veita faglega ráðgjöf. Herdís var á dögunum að koma úr fimmtu fræðsluferð sinni til Rúmeníu. „Sem aðildarríki að Evrópusam- bandinu þarf Rúmenía að uppfylla ýmsar kröfur og hefur fengið veglega styrki til þess. Sameiginlegt verkefni Íslands, Noregs og Liechtenstein styrkir lönd sem eru að taka á sínum málum með allt sem snýr að fólki og var mér boðið að kynna mitt verk- efni og starf til fjölda ára. Markmiðið er að auka öryggi í öllum grunn- skólum Rúmeníu,“ greinir Herdís frá. Yfirvöld í Brasov ákváðu að gera einn grunnskóla borgarinnar að fyrirmyndarskóla varðandi öryggi barna sem starfsmenn annarra grunnskóla landsins myndu læra af. „Ég þjálfaði alla kennarana þar og leiðbeinendur sem gætu haldið þjálfuninni áfram fyrir aðra skóla. Ég gerði verkferla og kenndi áhættumat og er nú að leggja loka- hönd á handbók. Í henni verður sérstakur kafli um samskipti skóla og foreldra en þau hafa verið vandamál í Rúmeníu. Þegar her- agi ríkir ekki lengur kunna menn kannski ekki alveg að fara með frjálsræðið. Starfsmenn skólanna þurfa meðal annars að ræða við for- eldra um mataræði, svefn og hreyf- ingu barna. Ráðgert er að kennarar verði með námskeið fyrir foreldra þegar börn byrja í grunnskóla og að foreldrarnir fái skriflegar leið- beiningar.“ Herdís segir fulltrúa foreldrafé- laga í Brasov hafa heimsótt samtök foreldrafélaga á Íslandi og einn- ig íslenska skóla. „Fólkið er mjög áhugasamt og það hefur verið auð- velt að vinna með því. Allt er gert af mikilli alúð.“ Það eru ekki bara stjórnvöld í Rúmeníu sem hafa beðið Herdísi um að miðla af þekkingu sinni heldur einnig stjórnvöld í Jórdaníu. Hún er auk þess í samstarfi við félagasamtök á Grænlandi. Miðstöð slysavarna barna er ein- göngu rekin með styrkjum frá IKEA og Sjóvá. Námskeiðin þar eru for- eldrum að kostnaðarlausu. ibs@frettabladid.is Flytur út fræðslu um slysavarnir Fjöldi gesta víðsvegar að úr heiminum hefur heimsótt Miðstöð slysavarna barna til að kynna sér starfið þar. Erlend stjórnvöld biðja Herdísi Storgaard forstöðumann að koma til að fræða og miðla af þekkingu sinni. Herdís Storgaard, sem er lengst til hægri, er hér á fundi með foreldrum í grunnskóla í Brasov í Rúmeníu. Aðalmeðferð hjá Milestone-mönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur 2014 þar sem allir voru sýknaðir. Hæstiréttur sneri þeim dómi við. FRéttABlAðið/GVA DóMSMáL Hæstiréttur dæmdi Karl og Steingrím Wernerssyni ásamt Guð- mundi Ólafssyni til fangelsisvistar í gær. Með þessu sneri Hæstiréttur við sýknuúrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í desember árið 2014. Karl var dæmdur í 3,5 ára fangelsi, Steingrímur í tvö ár og Guðmundur í þrjú. Þá voru endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og svipt endurskoðandaleyfi í sex mánuði. Málið varðar misnotkun hinna sak- felldu á stöðu sinni innan Milestone með því að valda fyrirtækinu gífur- legu fjártjóni með því að láta félagið efna samninga sem voru því óvið- komandi auk þess að hafa stundað bókhaldsbrot. Þar er um að ræða greiðslur úr félaginu til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls og Stein- gríms, árin 2006 og 2007. Allir sak- borningar neituðu sök. Saksóknari taldi að Karl, Steingrím- ur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. – srs Wernerssynir dæmdir í fangelsi Heiðrún stendur í kæruferli í Níkaragva. LöGreGLuMáL Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heið- rúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gam- alli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstu- dag. Heiðrún steig fram í Fréttablað- inu í gær og sagði sögu sína. Þar kom fram að fórnarlömb þurfa að ráða lögfræðing í Níkaragva í stað þess að saksóknari sæki málið. Í kjölfarið kviknaði hugmynd að söfnuninni í Facebook-hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenn- ingu. Söfnunarreikningur var svo stofnaður síðdegis í dag en reikn- ingsnúmerið er 0137-05-060188 og kennitalan 191294-3519. Heiðrún er orðlaus yfir þeim stuðningi sem hún hefur fengið í dag eftir að viðtalið við hana birtist. „Mér datt alveg í hug að það yrðu viðbrögð og allt það en mér datt ekki í hug að það færi í gang söfnun í mínu nafni. Ég er orðlaus og þakk- lát,“ segir Heiðrún sem segist hafa verið nálægt því að gefast upp í gær. Hún sé hins vegar mjög ánægð með það í dag að hafa stigið fram. – skh Aktívistar safna fyrir Heiðrúnu Ég er orðlaus og þakklát, Heiðrún Mjöll Bachmann Sameiginlegt verkefni Íslands, Noregs og Liechtenstein styrkir lönd sem eru að taka á sínum málum með allt sem snýr að fólki og var mér boðið að kynna mitt verk- efni og starf til fjölda ára. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysa- varna barna 2 9 . A p r í L 2 0 1 6 F ö S T u D A G u r4 F r É T T i r ∙ F r É T T A B L A ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 4 1 -4 7 B 8 1 9 4 1 -4 6 7 C 1 9 4 1 -4 5 4 0 1 9 4 1 -4 4 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.