Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 35
✿ Framboð hótelherbergja þar af í nýtingu að jafnaði 500 400 300 200 100 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 243 243 292 341 387 410 Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mikið undanfarin ár og virð- ist ekkert lát þar á. Greiningar- deild Arion banka hefur reglulega kynnt áhugaverðar spár um fram- tíðarhorfur ferðaþjónustunnar og vöxt hennar. Þrátt fyrir bjartsýn- ar spár þá hefur raunin orðið sú að vöxturinn er meiri en greiningar- aðilar höfðu gert ráð fyrir. Megin- ástæðan liggur í auknu flugfram- boði innlendra og ýmissa erlendra flugfélaga. Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll var rétt tæp- lega milljón á síðustu fimm árum, fór úr um 750 þúsund í 1.700 þús- und sem er gríðarleg fjölgun. Greiningardeild bankans spáir því að fjöldi ferðamanna verði tvær milljónir árið 2018. Verði það stað- reyndin hefur ferðamönnum fjölg- að yfir 160% frá árinu 2010. Hóteluppbygging hefur farið vaxandi samhliða þessari fjölgun og þá einna helst á höfuðborgar- svæðinu. Framboð herbergja þar jókst um 25,7% á árinu 2015 og árs- nýting var 78,7% það ár. Það þykir með betri nýtingu hótelherbergja í Evrópu. Mikið hefur verið fjallað um mikil vægi þess að ferðamenn dreifi sér um landið svo innviðir sam- félagsins í heild verði nýttir betur. Þróun ferðaþjónustu á Vestur- landi hefur einnig gjörbreyst og er áhugavert að horfa til fjölda gisti- nátta til að sjá hvort ferðamenn séu að sækja á landsbyggðina. Gisti- nætur á Vesturlandi og Vestfjörð- um fóru úr rúmum 46 þúsund árið 2010 í 124 þúsund árið 2015 sem er tæplega 170% fjölgun á tímabilinu. Eðlileg þróun í slíkum vexti er að auka framboð gistirýma sem hefur orðið raunin víðsvegar á svæðinu. Flest hótel hafa farið í Þróun ferðaþjónustu á Vesturlandi Ferðaþjónusta á Íslandi hefur verið í örum vexti og hefur greiningardeild Arion banka reglulega kynnt spár um framtíðarhorfur og vöxt ferðaþjónustunnar. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri hjá Arion banka, fer hér yfir þróun ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri Arion banka „Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að helsta ástæða komu ferðamanna til landsins sé náttúran og sagan, því eru tækifæri til staðar á landsbyggðinni,“ segir Ellert Jón Björnsson. stækkanir og ef marka má spár greiningaraðila um fjölgun ferða- manna þá lítur út fyrir að mark- aður sé fyrir frekari uppbyggingu. Undirliggjandi fjölgun herbergja á svæðinu liggur á bilinu 150-200 herbergi á næstu misserum. Aukið framboð hótelherbergja hefur haft jákvæð áhrif því nýting herbergja á svæðinu hefur á sama tíma farið úr 29,1% árið 2010 í 44,2% árið 2015. Þessi breytta mynd hefur haft þau áhrif að fleiri aðilar sjá að rekstrargrundvöllur er fyrir heilsársstarfsemi þrátt fyrir að árstíðabundnar sveiflur séu meiri á landsbyggðinni. Háannatímabil sem áður var yfir sumarmánuðina Það er alltaf betra að hafa val Hjá okkur getur þú valið um VISA eða MasterCard Kynntu þér kortaúrvalið á arionbanki.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 0 8 50% 40% 30% 20% 10% 0% Nýting (hægri ás)Framboð herbergja (vinstri ás) er nú farið að teygja sig frá vori fram á haust sem er hluti skýring- ar á bættri nýtingu. Stærri hótel á svæðinu sem hafa hvað mest farið í uppbyggingu eru svo gott sem fullbókuð yfir háannatímabil. Þessi þróun styður þá umræðu að innviðir þurfi að vera til staðar ef ferðamenn skila sér út á lands- byggðina. Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess að helsta ástæða komu ferðamanna til landsins sé náttúran og sagan, því eru tæki- færi til staðar á landsbyggðinni. Framboð afþreyingar á svæð- inu hefur einnig aukist með norð- urljósa-, ljósmynda-, göngu-, og hvalaskoðunar ferðum ásamt margs konar annarri áhugaverðri afþreyingu víðsvegar á svæðinu. Íshellir, jarðböð og menningar- og sögutengd ferðaþjónusta renna styrkari stoðum undir komu ferða- manna til Vestur lands. Til að mæta vaxandi straumi ferðamanna er uppbygging inn- viða lykilþáttur í að vel takist til. Fullnægjandi aðstaða og fjöl- breytt afþreying styður við að vel takist til í greininni. Tækifærin eru svo sannarlega fyrir hendi. Heimild: Hagstofa Íslands Kynningarblað Komdu VEstur 29. apríl 2016 7 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -5 1 9 8 1 9 4 1 -5 0 5 C 1 9 4 1 -4 F 2 0 1 9 4 1 -4 D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.