Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 42
Þessi mynd er svar fólksins við því af hverju listin er nauðsynleg í lífinu og hvernig það sér fyrir sér fyrirmyndarmenningar- samfélag. Michelle Bird Smiðjuvellir 32, Akranesi - Sími 431 5090 Fax 431 5091 - www.apvest.is Alltaf í leiðinni Mikið úrval af: – Lausasölulyfjum – Heilsuvörum – Náttúruvörum og náttúrulyfjum – Snyrtivörum og ilmum – Plástrum og hjúkrunarvörum – Gjafavörum – og margt fleira Afgreiðslutími:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14 Hjá okkur helst allt í hendur, menningarmið- stöð, leikhús og hostel. komdu vestur kynningarblað 29. apríl 201614 Michelle Bird fluttist til Íslands fyrir tveimur árum. „Harmleikur í fjölskyldu minni fékk mig til að velta fyrir mér því sem gerir lífið þess virði að lifa því. Ég ákvað að mig langaði að búa þar sem fólk væri vingjarnlegt og þar sem ég væri daglega minnt á undraveröld náttúrunnar. Ég elska útsýnið, sjó­ inn, liti himinsins og töfra ljóssins hér í Borgarnesi,“ segir þessi lista­ kona sem er fædd og uppalin í San Francisco. Hún hefur víða búið, meðal annars á Havaí, í Hollandi, Sviss og á Indlandi. Michelle vinnur að fjölmörg­ um verkefnum, bæði einsömul og í samstarfi við aðra. Á síðasta ári hleypti hún af stokkunum lista­ samfélagi á netinu, www.fluxus­ designtribe.com. Eitt af hennar nýjustu verkefn­ um er heimildarmynd um þýðingu listar á landsbyggðinni. „Við vild­ um sýna mikilvægi listar í litlum samfélögum og fengum íbúa í Borgarnesi til að segja okkur af hverju þeir þarfnast listarinnar og hvaða draum þeir hafa fyrir fram­ tíðina,“ segir Michelle sem vinnur að myndinni ásamt þeim Alberto Garcia og Kuba Urbaniak. „Þessi mynd er svar fólksins við því af hverju listin er nauð­ synleg í lífinu og hvernig það sér fyrir sér fyrirmyndarmenningar­ samfélag.“ Allir hlutar myndarinnar voru teknir upp í Borgarnesi og ná­ grenni í samvinnu við vini Mich­ elle og samfélagið. „Við tókum viðtöl við átján íbúa Borgarness og svo hafa marg­ ir hæfileikaríkir og faglegir tón­ listarmenn gefið tónlistarstef sem unnin voru á Íslandi,“ segir Michelle. Nú er unnið að síðasta verk­ þætti í vinnslu myndarinnar. Til að klára vinnuna hefur verið sett upp síða á Karolina Fund þar sem safnað er fyrir lokametrunum. „Ef allt gengur upp getum við klárað ferlið, sýnt myndina opinberlega og gefið úr DVD í kjölfarið.“ vinna heimildarmynd um Borgarnes Listakonan michelle Bird sem búsett er í Borgarnesi vinnur nú ásamt fleirum að stuttmynd sem á að draga fram þýðingu listar á landsbyggðinni. Markmiðið er að sýna mikilvægi listar í litlum samfélögum. Hún safnar nú fyrir verkefninu á Karolina Fund. michelle Bird er hér á milli samstarfsfélaga sinna, þeirra Alberto Garcia og kuba urbaniak. „Í fyrra vorum við með yfir 100 viðburði í húsinu og stefnum á að vera með viðburð á hverju kvöldi í sumar, lifandi tónlist tvisvar í viku og leiksýningar fimm kvöld í viku. The Freezer Hostel er svo miklu meira en bara gististaður. Hjá okkur helst allt í hendur, menn­ ingarmiðstöð, leikhús og hostel,“ út­ skýrir Kári Viðarsson, eigandi The Freezer hostel í Rifi á Snæfellsnesi. The Freezer Hostel er starfrækt í uppgerðri fiskvinnslu. Þar er gisti­ pláss fyrir 22 og þrjú stór rými sem nýtt eru undir ýmiss konar við­ burði, tónleika, sýningar og fleiri uppákomur. „Það er virkilega kósí hjá okkur í gömlu fiskvinnslunni. Frystiklef­ inn er atvinnuleikhús og við setj­ um upp fimm leiksýningar sem við sýnum fimm sinnum í viku í tólf vikur. Ég opnaði hostelið ofan á leikhúsið fyrir tveimur árum og ræð til mín leikara í sumarvinnu. Við búum til sýningarnar á íslensku en færum svo allt yfir á ensku þegar ferðamannatímabilið byrjar. Gest­ ir koma til okkar því þeir vilja taka þátt í menningunni en viðburðirn­ ir eru öllum opnir og hér er einnig bar. Starfsemin er afar fjölbreytt og mikill gestagangur hjá okkur,“ segir Kári. Nánari upplýsingar og bókanir á www.thefreezerhostel.com the Freezer Hostel suðupottur á snæfellsnesi Kári Viðarsson rekur Frystiklefann (The Freezer Hostel) í Rifi á Snæfellsnesi. Hann segir staðinn miklu frekar menningarmiðstöð en gististað þótt nafnið bendi til þess og á síðasta ári bauð hann upp á rúmlega hundrað viðburði yfir sumarið. Á hverju kvöldi í tólf vikur yfir sumartímann er boðið upp á viðburði, lifandi tónlist og leiksýningar. myNd/tHe Freezer Hostel the Freezer Hostel er starfrækt í uppgerðri fiskvinnslu í rifi. myNd/rAmoN stijNeN PHotoGrAPHy 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -7 9 1 8 1 9 4 1 -7 7 D C 1 9 4 1 -7 6 A 0 1 9 4 1 -7 5 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.