Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 18
KR – 2. sæti
ÞjálfaRi Bjarni Guðjónsson
Bjarni var með KR-liðið á toppi deildarinnar um mitt mót en
gengið var ekki gott seinni hlutann. Pressan á honum er mikil.
KR-liðið er með virkilega sterkt byrjunarlið en ekki jafn stóran
hóp og hin liðin sem berjast í toppbaráttunni.
í besta/versta falli
stærsta nafnið sem kom stærsta nafnið sem fór
GenGi kr undanfarin sex sumur
2010
a-deild
2011
a-deild
2012
a-deild
2013
a-deild
2014
a-deild
2015
a-deild
indriði Sigurðsson
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn
er kominn heim í Vesturbæinn.
Gary Martin
Enski markahrókurinn er
farinn og spilar fyrir Víking.
spá íþróttadeildar 365
1. sæti ? 5. Valur 9. ÍBV
2. KR 6. Víkingur 10. Ía
3. Stjarnan 7. fylkir 11. Víkingur Ólafsvík
4. Breiðablik 8. fjölnir 12. Þróttur
pepsi
spáin
2016
nánar á vísi
indriði Sigurðsson er kominn heim í frábæru formi eftir 16 ára
atvinnumennsku. Hann er leiðtoginn sem KR skorti í fyrra og
umfram allt virkilega góður miðvörður.
↣
314 1 34
Í dag
18.25 augsburg - Köln Sport
19.00 Zürich Classic Golfstöðin
18.15 Haukar - ÍBV Ásvellir
19.30 fjölnir - Selfoss Dalhús
20.00 Stjarnan - Haukar TM-höllin
domino´s deild karla, úrslit
Haukar - KR 70-84
Haukar: Brandon Mobley 31/7 fráköst,
Haukur Óskarsson 17/3 varin skot, Hjálmar
Stefánsson 8, Finnur Atli Magnússon 6/5
fráköst, Kristinn Jónasson 4, Emil Barja
2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn
Marinósson 2.
KR: Michael Craion 27/9 fráköst/3 varin
skot, Brynjar Þór Björnsson 23/8 fráköst,
Pavel Ermolinskij 12/12 fráköst/6 stoð-
sendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 frá-
köst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5,
Darri Hilmarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 2.
KR vann einvígið 3-1 og er Íslands-
meistari þriðja árið í röð.
evrópudeildin, undanúrslit
Villarreal - liverpool 1-0
1-0 Adrián López (90+2.).
Shakhtar - Sevilla 2-2
0-1 Vitolo (6.), 1-1 Marlos (23.), 2-1 Taras
Stepamenko (36.), 2-2 Kevin Gameiro, víti
(82.).
Liverpool fékk á sig mark í upp-
bótartíma en Sevilla er í góðri stöðu
til að komast í úrslitaleikinn þriðja
árið í röð.
olís deild karla í handbolta
Valur - afturelding 30-24
Markahæstar (Skot): Sveinn Aron Sveins-
son 9/4, Geir Guðmundsson 7, Guðmundur
Hólmar Helgason 6 - Jóhann Gunnar
Einarsson 5/5, Jóhann Jóhannsson 4, Birkir
Benediktsson 4.
Valsmenn eru komnir í 2-1 eftir
öruggan sigur í þriðja leiknum gegn
Aftureldingu. Valur var með yfir-
höndina allan tímann og leiddi með
níu mörkum í hálfleik.
Til hamingju KR og
sérstaklega Helgi Magg,
frábær leikmaður og flottur
ferill.
Besta liðið í vetur.
#dominos365 #korfubolti
Marvin Valdimarsson
@marvinvald
RóbeRt AftuR tiL eyjA
Handboltamaðurinn Róbert Aron
Hostert skrifaði undir þriggja ára
samning við ÍbV í gær. Róbert
kemur frá danska liðinu Mors-thy
sem hann hefur leikið með undan-
farin tvö ár. Þessi öfluga skytta
þekkir vel til í herbúðum ÍbV en
hann lék með liðinu tímabilið
2013-14. Róbert,
sem er 25 ára, var
í lykilhlutverki
í eyjaliðinu sem
varð Íslandsmeist-
ari vorið 2014 eftir
oddaleik gegn
Haukum á
Ásvöllum.
Að tíma-
bilinu loknu var
Róbert kjörinn
besti leikmaður
Íslandsmótsins.
fRettaBlaðið/pjetuR
12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1
körfubolti „ef ég hefði ætlað að
skrifa bók um hvernig ég vildi enda
ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-
ingurinn Helgi Már Magnússon skæl-
brosandi en hann var að spila sinn
síðasta körfuboltaleik á ferlinum í
gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja
árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga
Más fyrir KR og endirinn fullkominn.
KR vann einnig bikarkeppnina en
Helgi hafði aldrei náð að vinna bikar-
inn áður og ríður nú út í sólsetrið sem
tvöfaldur meistari.
„Þetta ár er búið að vera fáran-
legt. Íslandsmeistari, bikarmeistari
deildarmeistari og eM. Svo var smá
drama með meiðsli líka. Það var allt
sem til þarf í þessa sögu.“
KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn
Haukum en eftir að hafa tapað síð-
asta leik í Vesturbænum kom aldrei
til greina að tapa á Ásvöllum í gær.
Leikurinn var stórskemmtilegur.
Liðin héldust í hendur allan fyrri
hálfleikinn og munaði aðeins þrem
stigum á liðunum í leikhléi, 39-42.
Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigur-
vilji og sigurhefð KR-inga því að þeir
sigldu fram úr reynsluminna Hauka-
liði og spennan í lokin var engin. KR
gaf engin færi á sér að þessu sinni og
kláraði leikinn, og mótið, meistara-
lega.
„Það small allt saman hjá okkur. Í
janúar hafði ég áhyggjur af meiðsl-
unum mínum og hélt að ég myndi
ekki ná mér almennilega. Það vant-
aði allan kraft í mig. Svo kom þetta
hjá mér og við smellum líka sem lið,“
segir Helgi Már en það hafði óneitan-
lega áhrif á leik liðsins er leikstjór-
nandinn Ægir Þór Steinarsson fór
frá liðinu eftir áramót til Spánar.
„Þá náðum við að detta í gamla farið
og Pavel stýrði þessu eins og hers-
höfðingi. Við vorum aðeins hægari
þá en það er allt í lagi fyrir gamla
menn,“ segir Helgi Már með sólskins-
bros á andlitinu en hann segist labba
afar sáttur í burtu frá leiknum sem
hefur fylgt honum svo lengi.
„Það er í góðu lagi núna. Ég fer
brosandi og hamingjusamur til
bandaríkjanna. Það gæti aftur á
móti orðið meira vesen þegar tíma-
bilið fer að byrja aftur næsta haust.
Þá er hætt við að mig fari að kitla í
fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af
liðinu. Við fundum alltaf lausnir og
náðum að aðlaga okkur er eitthvað
kom upp á. Við skorum nánast engar
hraðaupphlaupskörfur í leiknum
enda erum við reynslumiklir. Við
erum þroskaðri leikmenn en áður
og framkvæmum sóknirnar okkar
betur. Það er magnað afrek að ná því
að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við
vera bestir og við erum bestir. Það
voru forréttindi að vera með þessu
liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“
fyrirliði KR, brynjar Þór björns-
son, var valinn besti leikmaður
úrslitaeinvígisins en hann lék frá-
bærlega. Hann er nú búinn að vinna
Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum
með KR og er því orðinn sá sigursæl-
asti ásamt einari bollasyni, Kolbeini
Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni.
henry@frettabladid.is
Það small allt saman hjá okkur
KR varð Íslandsmeistari í körfubolta þriðja árið í röð eftir sigur á Haukum í gær. KR vinnur því tvöfalt í ár og
er óumdeildur risi í íslenskum körfubolta. Helgi Már Magnússon fékk fullkominn endi á ferilinn.
Brynjar Þór Björnsson lyftir Íslandsbikarnum sem KR hefur unnið síðustu þrjú ár. fRéttaBlaðið/eRniR
2 9 . a p r í l 2 0 1 6 f ö s t u d a G u r18 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
spoRT
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-4
2
C
8
1
9
4
1
-4
1
8
C
1
9
4
1
-4
0
5
0
1
9
4
1
-3
F
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K