Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 30
Útgefandi | 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | Veffang visir.is
UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439
ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson
Arkitektinn Sigursteinn Sigurðs-
son segir deiliskipulag við það að
fara í gegn og framkvæmdir að
fara að hefjast á nýju miðsvæði í
Borgarnesi. „Á stórum grasvelli
hinum megin við götuna frá Nettó
og Vínbúðinni á að byggja 85 her-
bergja hótel og íbúðir fyrir sextíu
ára og eldri. Þetta er flott verk-
efni sem er að fara þar í gang og
hluti af ákveðinni framtíðarsýn,“
segir Sigursteinn. Hann vann bæði
deiliskipulagið og er nú arkitekt að
þeim húsum sem verið er að fara
að byggja.
Fjölgun í bænum
Þörfin fyrir bæði hótel og íbúðir
fyrir eldri íbúa var og er mikil að
sögn Sigursteins. „Íbúðirnar fyrir
þá sem eru sextíu ára og eldri er
eina verkefnið þar sem verðandi
íbúar hafa komið og sagt við mig
að þetta bara verði að gerast. Ef
ekki væri fyrir
þessar íbúðir
þyrfti þetta fólk
að flytja í burtu
til að komast í
minni íbúð og
það eru alls ekki
allir sem eru til-
búnir í það.“
Hótelið sem
byggja á verður
í fínni kantinum
en Sigursteinn
segir eftirspurn
eftir slíkum gistimöguleika mikla.
„Eftir að Lonely Planet valdi Vest-
urland í fyrra sem einn af áhuga-
verðustu stöðum heims til að heim-
sækja á þessu ári fór maður að
finna fyrir því að það fóru að koma
hingað „fínni“ gestir, ef hægt er að
segja sem svo, að leita sér að gist-
ingu,“ útskýrir Sigur steinn.
Hann segir fjölgun vera í
bænum vegna þess að brottflutt-
ir Borgnesingar séu að koma aftur
heim en auk þess séu Reykvíking-
ar í leit að rólegra lífi og ódýrara
húsnæði að flytja til bæjarins.
„Til dæmis má nefna að hér er
verið að klára að byggja fjölbýlis-
hús þar sem var búið að taka frá
allar íbúðir í um leið og búið var að
hanna það og fá byggingarleyfi.“
Hægt að gera upp húsin
Sigursteinn flutti burt úr Borg-
arnesi sextán ára þegar hann
fór í nám í Listaháskóla Íslands.
Hann fór svo í frekara nám í Skot-
landi. „Þrátt fyrir að ætla ekki
fyrir nokkurn mun að flytja aftur
í Borgar nes þá lenti ég hér aftur
vegna kreppunnar. Atvinnuástand-
ið í Bretlandi var verra en á Ís-
landi árið 2010 þegar ég kom heim.
Mér fannst vanta hönnun, arki-
tektúr og skipulag í bæinn þannig
að ég byrjaði að blogga og benda á
hin ýmsu tækifæri sem felast hér.
Upp frá því fór ég svo að fá verk-
efni sem arkitekt,“ segir hann.
Aðspurður hver þessi tækifæri
séu segist hann varla vita hvar
hann eigi að byrja. „Það hefur oft
verið sagt að Borgarnes standi á
fallegu bæjarstæði. Ég hef sagt
það og örugglega móðgað ein-
hverja um leið að ef hér væri ekk-
ert landslag og allt flatt þá væri
þetta frekar leiðinlegur og ljótur
bær. Við ættum því að nýta nátt-
úruna betur. Svo eigum við gömul
hús og ef þau væru gerð upp þá
gætum við orðið eins og Stykkis-
hólmur, sem er þekktur fyrir sín
gömlu hús. Við eigum þessi hús en
þau eru falin undir nýtísku efnum.
Listahátíð í bígerð
Auk þess að tjá sig um og vinna
að skipulagsmálum hefur Sigur-
steinn reynt að byggja upp skap-
andi samfélag á Vesturlandi.
Hann stofnaði samtökin Vitbrigði
Vestur lands sem hafa þann til-
gang að efla ungt fólk í skapandi
greinum og gera því auðveldara
fyrir að starfa innan greinanna í
landshlutanum. „Í gegnum þann
félagsskap er ég í samstarfi við
tvo listamenn hér á svæðinu, Loga
Bjarnason og Sigríði Þóru Óðins-
dóttur, að skipuleggja listahátíðina
Plan B sem fram fer í Borgarnesi
í sumar. Ég er nú svo bjartsýnn
að ég stefni á að hátíðin verði eins
og Feneyjatvíæringurinn í fram-
tíðinni,“ segir hann hlæjandi og
bætir við að listamennirnir tveir
í hópnum séu þó aðeins meira á
jörðinni og reyni að halda honum
líka þar. „Þetta er mjög spennandi
og í maí verðum við með viðburð í
sundlauginni þar sem við auglýs-
um eftir listamönnum.“
Verslunin
Omnis er í
björtu og rúm-
góðu húsnæði í
verslunarkjarn-
anum við Dal-
braut 1 á Akra-
nesi, mitt á milli
Íslandsbanka og
Krónunnar. Ing-
þór B. Þórhalls-
son og fjölskylda
keyptu verslunina fyrir rúmu ári
og hafa frá því breytt áherslum
í rekstrinum. „Við getum ekki
sagt annað en að viðtökurnar séu
góðar,“ segir Ingþór. „Reksturinn
á sér allt að tuttugu ára sögu og
byggðist upphaflega á sölu tölvu-
og tæknivara fyrir fyrirtæki og
einstaklinga. Hjá okkur finnur þú
allt til almennrar tölvunotkunar og
mikið úrval rekstrarvara. Helstu
samtarfsaðilar okkar á þessu sviði
eru Opin kerfi, Nýherji, Advania
og Epli. Hér má því finna merki
eins og HP, Dell, Lenovo, Canon og
Apple, öll undir einum hatti,“ segir
Ingþór spurður um vöruúrvalið.
Samhliða þessu er mikið lagt
upp úr þjónustu við tölvu- og far-
símanotendur með úrvali af auka-
hlutum. „Hingað kemur mikið af
ferðamönnum sem vantar t.d. áfyll-
ingar á netkort og frelsi og aðstoð
með símstillingar, aukahluti, snúr-
ur, hulstur, hleðslutæki og þess
háttar. Oft mæðir mikið á farsím-
anum í ferðalaginu og þá er gott að
hafa aðgang að þjónustu okkar.“
Omnis er í góðu samstarfi við
Ormsson ehf. og býður þ.a.l. upp
á fullt af vörum fyrir heimilið frá
merkjum á borð við AEG, Tefal
og Braun auk sjónvarpa og hljóm-
tækja frá Samsung, Pioneer og
Bang & Olufsen. Einnig má finna
nótur og hljóðfæri frá Tónastöðinni
í Reykjavík. „Þessu aukna vöruúr-
vali hefur verið mjög vel tekið og
viðskiptavinir eru ánægðir að geta
nálgast þessar vörur og vörumerki
hér heima, á sama verði og á höfuð-
borgarsvæðinu.“ Omnis er einnig
með umboð fyrir TM á Akranesi
þannig að í mörg horn er að líta.
Verslunin Omnis á Akranesi er
rekin sem fjölskyldufyrirtæki og
er lögð áhersla á persónulega og
góða þjónustu. Auk Ingþórs starfa
tveir starfsmenn í versluninni. „Við
sem hér vinnum leggjum okkur
fram um að veita framúrskarandi
þjónustu og að bjóða upp á traust
og góð vörumerki. Það „rokkar“
því hingað leita sömu kúnnarnir
aftur og aftur,“ segir Ingþór glað-
ur í bragði og hvetur ferðafólk til
að líta við í verslunum á Akranesi
á leið sinni um Vesturland í sumar.
Omnis rokkar
Í versluninni Omnis á Akranesi kennir ýmissa grasa og lögð er áhersla á
framúrskarandi þjónustu með traustum og góðum vörumerkjum.
Verslunin Omnis er í björtu og rúmgóðu húsnæði í verslunarkjarnanum við
dalbraut 1 á akranesi.
ingþór b.
Þórhallsson
björt framtíð og nóg af tækifærum
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt er uppalinn Borgnesingur sem flutti aftur í heimabæinn fyrir um sex árum. Hann segir mörg tækifæri
vera í Borgarnesi og margt að gerast í bæði skipulagsmálum og í skapandi greinum, meðal annars listahátíðin Plan B í sumar.
Sigursteinn
Sigurðarson
arkitekt
Sigursteinn, logi bjarnason og Sigríður Þóra óðinsdóttir eru að skipuleggja lista-
hátíðina Plan b í borgarnesi sem verður haldin í sumar.
brákartorg í skipulagstillögu fyrir hönnun á nýju almenningssvæði í gamla bænum í borgarnesi.
Opnunartími sundlaugar:
ATH.: hætt er að hleypa ofan í laugina
30 mínútum fyrir lokun
Mánudagar:
kl. 07:30-21:00
Þriðjudagar:
kl. 07:30-21:00
Miðvikudagar:
kl. 07:30-21:00
Fimmtudagar:
kl. 07:30-21:00
Föstudagar:
kl. 07:30-21:00
Laugardagar:
kl. 10:00-17:00
Sunnudagar:
kl. 10:00-17:00
Börnum yngi en tíu ára er óheimilt
að fara í sund nema í fylgd með
syndum einstaklingi sem er mmtán
ára eða eldri. Ábyrgðarmaður tekur
fulla ábyrgð á barni og fylgir því
alltaf hvort sem er í lauginni eða í
pottunum.
Sundlaugin í Ólafsvík
Ennisbraut 11
355 Snæfellsbær
Sími: 433-9910
kOmdU VeStUr kynningarblað
29. apríl 20162
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
4
1
-8
7
E
8
1
9
4
1
-8
6
A
C
1
9
4
1
-8
5
7
0
1
9
4
1
-8
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K