Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 44
„Það er mikið í gangi hjá okkur
hjá UMFÍ þessa dagana sem allt
styður við það markmið okkar að
bæta lýðheilsu fólks. Við erum
að skipuleggja Landsmót UMFÍ
50+ sem verður á Ísafirði í júní
og Unglingalandsmót UMFÍ sem
nú verður í Borgarnesi um versl-
unarmannahelgina. Stærsta verk-
efnið okkar núna er Hreyfivika
UMFÍ í maí,“ segir Auður Inga
Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri UMFÍ.
Allir hreyfa sig
Margir þekkja landsmót UMFÍ
og aðra íþróttaviðburði. En UMFÍ
gerir margt fleira. „Meirihluti
barna- og ungmennastarfs á Ís-
landi er innan vébanda UMFÍ.
Við héldum sem dæmi stóra ráð-
stefnu á Selfossi í mars með 80
ungmennum hvaðanæva af land-
inu á aldrinum 16-25 ára um geð-
heilbrigðismál ungs fólks,“ segir
Auður og leggur áherslu á að
UMFÍ vinni stöðugt að því að
koma auga á þau tækifæri sem
nýta má til að efla hreyfingu og
bæta lýðheilsu fólks, bæði and-
lega og líkamlega.
„Mottó okkar liggur í því að
taka þátt,“ segir Auður. „Það þarf
ekki að vera afreksmaður. Allir
geta til dæmis tekið þátt í Hreyfi-
viku UMFÍ á eigin forsendum, á
eigin hraða, tíma og getu. Þetta
er UMFÍ í hnotskurn. Við erum
alltaf að stefna að því að gera gott
betra.“
Ómetanlegur sjálfboðaliði
Starf sjálfboðaliða er grundvöll-
urinn að starfsemi UMFÍ. Meiri-
hluti þeirra sem sitja í stjórnum
sambandsaðila og aðildarfélaga
UMFÍ vinna að verkefnum hreyf-
ingarinnar og framgangi hennar í
frítíma sínum. „Hlutur sjálfboða-
liða er ómetanlegur og á stærst-
an þátt í að verkefni UMFÍ beri
árangur,“ segir Auður.
UMFÍ er góð
hreyfing fyrir alla
Auður Inga Þorsteinsdóttir tók við starfi
framkvæmdastjóra Ungmennafélags Íslands (UMFÍ)
fyrir rúmu ári. Hún segir starf sjálfboðaliða UMFÍ
ómetanlegt og gera góð verk betri.
Sigmundur er fæddur og uppalinn
á Látrum og tók við búi af föður
sínum. Látrar hafa alla tíð stað-
ið afskekkt og lífsbaráttan getur
verið hörð á slíkum stað. „Það
var eiginlega nýtt landbúnaðar-
kerfi fyrir búfé sem hafði áhrif
á flutningana. Við hefðum þurft
að breyta svo miklu á Látrum
þannig að það var hentugra að
færa okkur um set,“ útskýrir Sig-
mundur sem er faðir yngsta þing-
manns landsins, Jóhönnu Maríu
Sigmundsdóttur.
Sigmundur segir að þau hjónin
hafi leitað nokkuð lengi að réttu
jörðinni. Þegar þau duttu niður á
Miðgarða í Kolbeinsstaðahreppi í
Borgarfirði varð ekki aftur snúið.
„Þetta er 240 km leið að vestan
þannig að verkefnið var ærið að
flytja og því er ekki lokið enn. Það
gekk mjög vel að fara með grip-
ina, var gert í október á einum
degi. Meira mál er að flytja allar
græjur og ég er búinn að fara
margar ferðir á milli. Veturinn
hefur verið léttari hér en fyrir
vestan. Hér er enginn snjór að
ráði,“ segir Sigmundur sem er
með um 100 nautgripi.
Hann segist ekki sakna heima-
haganna að öðru leyti en að
þar var oft mikið logn og kyrrð
dögum saman. „Maður saknar
þess að sjá ekki sjóinn daglega en
ég hef nú verið með annan fótinn
á Látrum, á þar sumarhús. Héðan
úr Borgarfirði er stutt í allar áttir
og við erum bara hálftíma niður í
Borgarnes. Lífið hér er mun þægi-
legra þar sem maður er kominn
yfir miðjan aldur. Auðvitað sakn-
ar maður vina sinna fyrir vestan
en ég hitti þá stundum. Það er þó
orðið rosalega fámennt í Innra-
Djúpi. Bærinn á Látrum er í eigu
okkar systkinanna og verður það
áfram.
Krakkarnir mínir höfðu áhuga
á búskap en það var erfitt að
viðhalda honum í Djúpinu þar
sem enginn grunnskóli er leng-
ur. Eldri sonur minn er með tvö
börn á grunnskólaaldri og yngri
sonur minn sækir framhaldsskóla
í Borgarnesi. Það breytir miklu að
geta keyrt í skólann.“
Sigmundur segist vera ánægð-
ur með nýju staðsetninguna.
Hann þekkti marga bændur í
hreppnum áður enda hefur hann
gegnt margvíslegum trúnaðar-
störfum innan Bændasamtak-
anna. „Borgarfjörður hentar
okkur vel að flestu leyti og hér
erum við sátt,“ segir Sigmundur
bóndi hress í bragði.
Flutti allt sitt frá
Djúpinu í Borgarfjörð
Sigmundur H. Sigmundsson bóndi og eiginkona hans, Jóhanna María Karlsdóttir,
fluttu ásamt fjölskyldu og bústofni frá Látrum í Mjóafirði í Ísafjarðarsýsu í
Borgarfjörðinn síðastliðið haust. Ferðalagið var erfitt en fjölskyldan er ánægð.
Sigmundur bóndi meðan hann bjó enn á Látrum í Mjóafirði með hundinn Vamos.
Þeir félagar voru við girðingavinnu.Sigmundur á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða.
HREYFIVIKA
UMFÍ
23.- 29. MAÍ
Ungmennafélag Íslands | Sigtúni 42 | 105 Reykjavík | 568 2929 | www.umfi.is
LANDSMÓT
50+
10. - 12. JÚNÍ 2016
UNGLINGA-
LANDSMÓT
VERSLUNARMANNAHELGIN
NÆSTU VIÐBURÐIR!
Hreyfivika UMFÍ snýst um að
kynna kostina sem felast í virkri
hreyfingu. UMFÍ hvetur alla til að
finna sína uppáhalds hreyfingu
og stunda hana reglulega eða að
minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Allir geta tekið þátt. Skráðu þig
á heimasíðu UMFÍ og láttu aðra
vita af þér á samfélagsmiðlum
undir merkinu #minhreyfing.
Skemmtilegt íþróttamót fyrir
alla 50 ára og eldri þar sem
keppt er í hefðbundnum og
óhefðbundnum íþróttagreinum
Mótið verður haldið á Ísafirði
skráning hefst 10. maí á
heimasíðu umfi.is
Vímulaus íþrótta- og fjölskyldu-
hátíð fyrir ungmenni á aldrinum
11 – 18 ára. Allir geta tekið þátt,
óháð hvort viðkomandi sé í
íþróttafélagi eða ekki. Dagskrá
er fjölbreytt með afþreyingu fyrir
alla fjölskylduna. Mótið fer fram í
Borgarnesi. Skráning hefst 1. júlí
á heimasíðu umfi.is
Við erum að
skipuleggja
Landsmót UMFÍ 50+ og
Unglingalandsmót UMFÍ
en stærsta verkefnið
okkar núna er Hreyfivika
UMFÍ.
Auður Inga Þorsteinsdóttir
koMDU VeStUr kynningarblað
29. apríl 201616
2
9
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
4
1
-8
C
D
8
1
9
4
1
-8
B
9
C
1
9
4
1
-8
A
6
0
1
9
4
1
-8
9
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K