Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 66
Eftir að ég sá frétt um að Sverrir Bergmann og Steindi væru að gera þessa mynd á íslensku hugsaði ég með mér að ég yrði að vera með ef ég gæti það. Ég sendi Sverri sms og útskýrði í rauninni bara fyrir honum hvað ég hefði mikinn áhuga og spurði hvort ég gæti einhvern veginn komist inn í þetta. Hann sagði að það væri búið að ráða í öll hlutverkin en hann sagðist samt ætla að tala við Steinda og reyna að redda þessu,“ segir Daniel Hans Erlendsson, sérlegur áhugamaður um Ratchet og Clank, en hann fer með lítið hlutverk í íslenskun myndarinnar. Teiknimyndin Ratchet og Clank verður frumsýnd í dag en hún er byggð á samnefndum tölvuleik sem kom út árið 2002. Myndin fjallar um félagana Ratchet og Clank og tilraun þeirra til að hindra hinn illa Drek í því að eyðileggja plánetur í Solana- vetrarbrautinni. Þeir ganga síðan til liðs við Alheimsverðina og saman keppast þeir við að bjarga sólkerfinu. Daniel segist hafa spilað leikinn mikið í grunnskóla og að áhug- inn hafi fylgt honum síðan þá. „Ég spilaði leikinn mikið með vinum mínum þegar ég var yngri. Ég hef líka alltaf haft áhuga á tölvuleikj- um. Bróðir minn átti PlayStation eitt tölvu, svo tölvuleikir hafa alltaf verið talsvert í kringum mig. Daniel segir það hafa verið mjög skemmtilegt að taka þátt og sjá hvernig talsetningin fór fram. „Ég var eiginlega búinn að gleyma þessu, það leið frekar langur tími frá því að ég hafði samband þangað til þeir kölluðu í mig. Ég fékk bara allt í einu skilaboð og var spurður hvort ég gæti komið núna. Ég var sem betur fer laus svo ég fór og talaði inn á myndina, það tók ekki nema kannski hálftíma. Þetta var mjög gaman og ég væri alveg hundrað prósent til í að gera þetta aftur.“ Daniel segist hafa haft áhuga á kvikmyndum síðan hann man eftir sér en þegar bróðir hans ákvað að gerast leikari hafi áhuginn orðið enn meiri. „Ég hef áhuga á alls konar myndum, en samt aðallega drama- myndum. Uppáhaldsmyndin mín er Django Unchained og uppá- halds leikstjórinn minn er Quinten Tarantino, ég er mjög mikill Tarant- ino-aðdáandi.“ – sbv Fékk hlutverk í Ratchet og Clank Daniel Hans er mikill áhugamaður um Ratchet og Clank en hann fékk að taka þátt í íslenskri talsetningu myndarinnar. Daniel Hans Erlendsson fékk aukahlutverk í Ratchet og Clank. MynD/HaukuR Húni ÁRnason Ratchet og Clank. MynD/sEna Húsvörður leikur húsvörð Þorvaldur Hilmar Kolbeinsson talar fyrir húsvörð í myndinni en hann vinnur einnig sem hús- vörður í Háskólabíói. Þorvaldur segir að honum hafi einfaldlega verið kippt inn í myndina. „Hann Dóri Fjallabróðir er hérna með aðstöðu, og hann er að vinna í allavega hljóðvinnslu. Hann kippti mér inn í þetta og bað mig um að lesa nokkrar línur fyrir sig, og ég græjaði það auðvitað bara.“ Spurður út í hvort það hafi verið tilviljun að hann talaði fyrir hús- vörð segir hann ekki vera svo. „Þeir voru búnir að sjá þetta fyrirfram. Þeir sjá alveg þegar maður er að rassakastast hérna í húsinu og þegar þeir sáu fyrirmyndina þá vildu þeir nota mig. Það var mikið djók í kringum þetta og hlegið að þessu,“ segir Þorvaldur. 34 2 9 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r Lífið Áhugamálakrísan Ein af mínum bestu vínkonum viðraði þungar áhyggjur yfir stöðu áhugamála sinna á dögunum. Áhyggjurnar fólust í því að fyrrnefnd áhugamál væru engin og á því vildi hún ráða bót sem fyrst. Eftir ákaft símtal þar sem ég viðraði margra frábærar hugmyndir að fram- tíðaráhugamálum féll ég í svipaðan hugsanapytt og stútfylltist í kjölfarið af alls konar komplexum yfir mínum eigin. Eftir smá yfirlegu komst ég að því að þau eru ekki nógu exótísk, aktív eða spennandi. En eins og ég hef nefnt hér áður felast þau að miklu leyti í þykkblöðungum, krydd- söfnun og kokteilagerð. Sum er ég líka búin að eiga svo lengi að þau eru nánast orðin sjálfsagður hluti af hversdeginum og það er náttúru- lega ekkert framandi eða spennandi við daglegt líf og amstur. Svona pínu eins og gamlar nærbuxur bara, kannski voða þægilegar en gera ekki neitt fyrir neinn. Þess má alveg geta að mín áhuga- málakomplexaða vínkona er í spenn- andi og krefjandi vinnu sem hún er mjög góð í og lifir að mínu mati innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Hún er meira að segja í spilaklúbb. En við eigum auðvitað öll líka að vera í krefjandi, spennandi og ögrandi vinnu sem að einhverju leyti endur- speglar áhugasvið okkar og helst enginn getur sinnt eins vel og við. lll að fúnkera Málið er bara að áhugamál er ekki lengur það sama og áhugamál. Það að stunda „eðlilega“ hreyfingu og finnast gaman að elda flokkast ekki sem áhugamál lengur. Það er bara eitthvað sem maður á að vera að gera ef maður vill vera, eða í það minnsta lúkka, eins og temmilega fúnkerandi einstaklingur í samfélaginu. Hreyfing flokkast nefnilega ekki sem áhugamál nema hún sé dáldið æst og öðruvísi. Jóga er auðvitað lífsstíll (namaste) og það að mæta í World Class, sveifla nokkrum lóðum og taka smá syrpu á brettinu flokk- ast ekki sem áhugamál. Það eru líka alltof margir valsandi um í Mjölnis- hettupeysum til þess að Víkingaþrek falli í áhugamálakate- goríuna. Þess vegna sturluðust svona margir á gönguskíð- unum í vetur og hlupu niður í næstu hjólabúð sveiflandi kredit- kortinu síðasta sumar og settu ógeðslega dýrt hjól og spandex- alklæðnað sem klæðir frekar fáa á raðgreiðslur. lll Sous-vide Svo er sjálf- sagt að pæla mikið í mat- argerð og eldamennsku. Ég meina, við fáum náttúrulega bara eitt musteri og mannslíkaminn er víst ekki gerður til þess að brjóta niður hvítan sykur. Svo erum við öll með glúten- og mjólkuróþol. Við þurfum alltaf að vera á tánum og hugsa vel um þennan kropp. Að borða hollan og góðan mat helst í hendur við það allt saman og svo lúkkar það líka vel á samfélagsmiðlum. Það er líka ekk- ert mál að elda eitthvað girnilegt og gera nesti fyrir vikuna og matarplan og borða ótrúlegan morgunmat sem kemst fyrir í krukku. Það ættu nú allir að vita það og ef þið eruð ekki meðvituð um það þá eru til milljón matreiðslubækur og þúsund og einn matreiðslusjónvarpsþáttur sem segja manni það. Matargerð og eldamennska getur samt eiginlega ekki flokkast sem áhugamál nema maður sé all in, nýbúin að sjoppa Sous-vide pott og að sjóða aldrað nautakjöt sem er búið að marínera í alls konar kryddi í minnst sólarhring, á leiðinni á Noma í sumar eða að fara í pílagrímsferð til einhvers fjarlægs lands þar sem maður ætlar að enduruppgötva bragðlaukana alla í einu. lll allt hitt Svo eigum við öll að vera í góðum og stöðugum samskiptum við vini, samferðamenn og skyldfólk. Það er sem betur fer í flestum tilfellum gaman en því er ekki hægt að neita að í þessi samskipti fer tími. Ekki má svo gleyma því að halda heimilinu huggu- legu en samt mínímalísku og fylla það með ýmsum einstökum mublum sem endurspegla persónuleika manns. Öll erum við svo meðvitaðir neytendur sem endurvinnum af fullu kappi, en það er ekki áhugamál heldur bara hluti af því að óska plánetunni farsæls framhaldslífs fyrir komandi kynslóðir. Svo er það húðumhirðan og það að drekka nóg vatn. Þetta er auðvitað bölvuð pressa. Ofan á þetta allt bætast svo hin exótísku áhugamál sem maður á að sinna. Ég er eins og áður sagði búin að vera alveg brjálæðislega komplexuð yfir þessu og þegar ég er búin að sinna öllu ofangreindu dettur mér ekki einu sinni neitt spennandi eða exótískt í hug sem ég get reynt að gera að áhugamálinu mínu. Og ef þið ætlið að þykjast ekki tengja við þetta þá veit ég að þið eruð lygasjúk og ættuð að leita ykkur hjálpar. Ég gerði nefni- lega óformlega könnun á Facebook-spjallinu mínu og þar voru allir sammála mér. @gydaloa gydaloa@frettabladid.is Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -6 A 4 8 1 9 4 1 -6 9 0 C 1 9 4 1 -6 7 D 0 1 9 4 1 -6 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.