Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 58
V ið óperusöngvarar tökum okkur oft svo alvarlega en í þessari dagskrá gerum við óspart grín að okkur sjálfum, söngvaratýpunum og ýmsu sem einkennir óperu- formið,“ segir Erla Björg Kára- dóttir söngkona um sýninguna Ópera hvað? sem flutt verður í Salnum í Kópavogi annað kvöld og hefst klukkan 20. Erla Björg er ein þeirra sem tilheyra Óp- hópnum sem skrifaði handritið og sér um flutninginn. Hin eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hörn Hrafns- dóttir, Rósalind Gísladóttir og Egill Árni Pálsson. Antonía Hevesí verður á flyglinum og Erla Ruth Harðardóttir leikstýrir. „Upprunalega hugmyndin var sú að fræða fólk um óperur og óperu- söguna en svo varð úr þessu hálfgert gamanleikrit,“ segir Erla Björg og heldur áfram. „Við stiklum á stóru, byrjum á barokkinu og færum okkur svo í rómantíkina. Þetta er klárlega dagskrá fyrir óperuunn- endur en líka algera byrjendur, því þeir sem mæta læra alla grunnþætt- ina og segja má að þeir útskrifist úr áfanga 101 í óperufræðum. Píanist- inn okkar, hún Antonía, sér um að uppfræða gesti og við hin skiptumst á að syngja bæði einsöngsaríur og samsöngsatriði.“  Kjarninn í hópnum er kven- kyns en Egill Árni er með í þetta sinn eins og fram hefur komið.  „Við veljum okkur karla eftir hentug- leikum,“ segir Erla sposk. „Þeir hafa nokkrir komið og farið en Egill Árni er búinn að vera viðloðandi, hann er svolítið skotinn í okkur!“ Hún Verður að vera daðrari þegar óperusagan er kynnt Á  sýningunni Ópera hvað? í Salnum  annað  kvöld ætlar Óp-hópurinn að kynna  sögu  og listform óperunnar í tali og tónum og freista þess líka að kitla eina og eina hláturtaug því að sýningin verður á léttum nótum. Óp-hópurinn fyrir utan einn. Fremri röð: Erla Rut, Bylgja Dís og Rósalind. Aftari röð: Antonía, Hörn og Erla Björg. FRéttABlAðið/VilHElm tekur fram að hann verði hinn eig- inlegi tenór í þessari sýningu. „Það verður að vera einn daðrari þegar farið er yfir óperusöguna!“ Erla Björg fer lofsamlegum orðum um nöfnu sína Erlu Ruth  sem heldur utan um alla þræði. „Erla Ruth er að gera skemmtilega hluti. Hún vissi ekk- ert um óperur fyrir – ekki neitt – og er búin að læra alveg helling því hún hefur þurft að spyrja út í svo margt  sem er auðvitað frábært … „bíddu, hvað er buxnarulla?“ Óp-hópurinn á ólíkar sýningar að baki á síðustu árum. „Við höfum starfað frá 2010 og sett upp kvenna- óperu og barnaóperu, sýningu um Maríu Callas og líka Verdi og aftur Verdi sem Randver Þorláksson var með okkur í,“ rifjar Erla Björg upp. Hún segir Ópera hvað? vera sakleysis lega framan af en magn- ast stig af stigi og enda í rosalegri dramatík. „Allt er samt ýkt og í létt- ari kantinum,“ segir hún. „Það hefur verið gaman á æfingunum og von- andi smitast gleðin til gestanna.“ BÆKUR Tappi á himninum HHHHH Eva Rún Snorradóttir Kápuhönnun: Katrín Helena Jóns- dóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 61 bls. „Allir eru mjög spenntir fyrir inter- netinu, skerandi hringihljóðið heyrist úr hverri íbúð, út á stéttir og bílastæði.“ Svona hefst ljóðið Kóðar að heiminum eftir Evu Rún Snorradóttur í ljóðabókinni Tappi á himninum. Þar er á ferðinni önnur bók Evu Rúnar sem er einnig sviðs- listakona úr hópnum Kviss búmm bang. Ljóð Evu Rúnar eru reyndar á mörkum ljóðs og sögu, haganlega smíðaðir prósatextar, og tilheyra öll einum og sama ljóðmæland- anum eða sögumanninum eftir því hvernig er á litið. Í Tappi á himn- inum ómar rödd unglingsstúlku í Breiðholtinu á tíunda áratug síðustu aldar og tíðarandinn er aldrei langt undan eins og dæmið hér að framan sýnir ágætlega. Það er gleðiefni að Breiðholt þessara daga skuli eiga sitt skáld, sína rödd, enda er það eins og svo mörg skemmtileg hverfi sjálfstæður heimur sem aðeins þeir sem þar hafa vaxið úr grasi þekkja til fulls. En Tappi á himninum er miklu meira en tíðarandi og langtum stærri en Breiðholtið. Í tuttugu og fjórum prósatextum tekst Eva Rún á við það að þroskast frá barni til fullorðinnar manneskju, frá stúlku til konu. Þessu fylgja eðlilega innri átök og sleitulaus sjálfsskoðun með tilheyrandi efa um eigið ágæti og ótta við það sem framtíðin ber í skauti sér. Einn helsti styrkur textans í verkum Evu Rúnar er að hún fellur ekki í þá gryfju að reyna að vera ungling- ur heldur horfir til baka með þroska, reynslu og orðfæri sem felur í sér skilning fjarlægðarinnar á umbrotum unglingsstúlkunnar sem verður að konu í Breiðholtinu. Myndirnar sem Eva Rún bregður upp eru í senn kunnuglegar en samt framandi og forvitnilegar því tilfinn- ingalífið er djúpt og litað af skilningi ljóðmælandans. Flest þekkjum við þennan reynsluheim og þau átök sem því fylgja að láta reyna á mörkin við veröld hinna fullorðnu. Þessi kunnugleiki fyllir ljóðheiminn í senn af húmor og léttleika sem tekst á við sársauka, ótta og kvíða unglingsáranna. En í sömu andrá er unglingsstúlkan í ljóðum Evu Rúnar líka stödd aðeins á jaðrinum þar sem hún er að takast á við að uppgötva og skilja eigin samkynhneigð og í því er ekki síst fólginn pers- ónulegasti og inni- legasti tónn textans. Tappi á himninum líður helst fyrir það að aðrar persónur en unglingsstúlkan sem eru settar fram eru helst til einsleitar og allt að því staðl- aðar. Slík er eflaust oft upplifun unglinga af umheiminum enda eiga nú flestir nóg með sig á þessum árum. Í heildina er hér á ferðinni falleg bók þar sem unglingsárin eru í senn lofuð og kvödd eða eins og segir m.a. í lokaljóði bókarinnar, Eyðibýlið: „Ég var dálítið döpur og hrædd þegar ég kvaddi best upp- öldu stúlkuna í Breiðholtinu, sagði henni að skelfa komandi kynslóðir ásamt hinum draugunum í garð- inum. Svo stöndum við saman vin- konurnar í garðinum og öskrum úr okkur innyflin.“ magnús Guðmundsson NiðURSTaða: Heildstæð, falleg og skemmtileg bók um átök og þroska ung- lingsáranna. Að breytast í konu í Breiðholti Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sunna Gunnlaugsdóttir FREttABlAðið/StEFán Píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs kemur fram á Kexi hosteli á Skúla- götu 28 annað kvöld, ásamt félögum sínum.  „Við ætlum að spila margar af perlum Magga Eiríks og erum búin að setja þær í nýjan búning, svona djassgalla,“ segir Sunna og telur upp lög eins og Reyndu aftur, Ó, þú og Þorparinn. Með Sunnu leikur félagi hennar í Tribute tríói, Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Scott McLe- more lemur húðir í fjarveru Krist- ofers Rodriguez Svönusonar sem er á tónleikaferðalagi erlendis.   Aðgangur er ókeypis á tónleikana á Kexi sem hefjast klukkan 20.30. Þeir eru liður í dagskrá alþjóðlega djassdagsins sem fagnað er um allan heim. Spilað er á tíu stöðum í borg- inni og hefur Jazzdeild FÍH gefið út djasskort sem sýnir þá. – gun Perlur Magga Eiríks í nýjum búningi 2 9 . a p R í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R26 M E N N i N G ∙ F R É T T a B l a ð i ð menning 2 9 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 4 1 -5 B 7 8 1 9 4 1 -5 A 3 C 1 9 4 1 -5 9 0 0 1 9 4 1 -5 7 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.