Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 24
ætlunarverk sitt.29 Víst er að Gissur þýddi spekiritin Jesú Síraksbók og Orðskviði Salómons, að mestu leyti úr lágþýsku. Spyrja má hvers vegna hann hafi hafist handa þar - voru ekki aðrar bækur nærtækari? Ef til vill liggja guðfræðilegar skýringar á þessu vali Gissurar í augum uppi, en mér dettur í hug að það hafi meðal annars stjórnast af því að biblíutextar af þessu tagi lágu ekki íyrir á íslensku. (Þetta eru ekki frásagnarbókmenntir og höfðu því ekki höfðað til miðaldaþýðendanna). Nær óhjákvæmilegt er að ætla að þeir Skálholtsmenn hafi haft vitneskju um eldri þýðingar: Eitt aðalhandrit Stjórnar var á staðnum og í þessu sambandi má einnig nefna að Jón Helgason sýndi fram á skyldleika Lúkasarguðspjalls í þýðingu Odds og Jóns sögu baptista eftir Grím Hólmsteinsson.30 Ian Kirby taldi síðar að þennan skyldleika bæri að túlka svo að þeir Grímur og Oddur hefðu báðir notast við miðaldaþýðingu guðspjallanna.31 Hvernig sem því er farið, þá bendir þetta til þess að þeir siðbótarmenn hafi lagt sig eftir að kanna eldri þýðingar. Þegar þeir hófust sjálfir handa hafa þeir því ef til vill hugsað sér að byrja á einhverju sem alls ekki lá fyrir í þýðingu. Og svo kann auðvit- að líka að vera að siðferðilegur boðskapur spekiritanna hafi staðið hjarta Gissurar nærri. Ef við gerum ráð fyrir því að í þýðingarstarfi 16. aldar hafi menn fyrst einbeitt sér að því efni sem ekki lá fyrir á íslensku kemur eitt handrit okkur á óvart. Það var skrifað í Skálholti veturinn 1574-75 og á því eru Spámannabækurnar (sami eða svipaður texti og Guðbrandur prentar í biblíunni) - og uppskrift nýrrar þýðingar Makkabeabókanna. Sú þýðing hefur aldrei gengið á þrykk en unnið er að útgáfu hennar á Árnastofnun.32 Hún er lítt þekkt, sjálfsagt mest fyrir það að handritið lenti til Englands snemma á 19. öld fyrir tilstilli Ebenezers Henderson.33 Komið hefur í ljós að þessi nýja þýðing Makkabeabókanna var að líkindum gerð úr dönsku 29 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siSskiptaaldarinnar á íslandi IV (Reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar 1926), 373, sbr. Menn og menntir II, 556. Westergaard-Nielsen, To bibelske visdomsboger, 147-148. 30 Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti Odds, 193-194. 31 Kirby, Bible Translation in Old Norse, 100-101. 32 Að því hefur einkum unnið Karl Óskar Ólafsson, með fulltingi Svanhildar Óskarsdóttur og Guðrúnar Kvaran. 33 Henderson flutti það með sér úr Islandsför sinni 1814 og það tilheyrir safni British and Foreign Bible Society sem nú er varðveitt í háskólabókasafninu í Cambridge (BFBS ms. 251). 22 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.