Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 9
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
eftir HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR á Silfrastödum
VÍÐIVELLIR í Blönduhlíð í Skagafirði eru meðal stórbýla lands-
ins. Jörðin er vel í sveit sett, ræktunarland mikið og gott,
beitiland í fjallinu, lax- og silungsveiði í Héraðsvötnum að
sumrinu og volgar uppsprettur á fleiri en einum stað í landar-
eigninni. Notast nú nokkuð af því vatni til upphitunar. Víðivell-
ir voru bændaeign frá fornu fari og oftast nær í sjálfsábúð.
Bjuggu þar öðru hverju fyrirmenn héraðsins, svo sem sýslu-
mennirnir Þorsteinn Þorleifsson, 1680 — 1705 og Vigfús Schev-
ing 1772 — 1800. Pétur Pétursson prófastur bjó þar frá 1809 —
1842.1 hvammi ofan við bæinn, þar sem bæjarlækurinn fellur úr
fjallinu, hafði hann matjurtagarð og kallaði Lukku. Þótti allt
spretta þar einkar vel. Norðan við hvamminn er hæðarhryggur,
sem kallast Ás. Þar syðst á Ásnum hófst Örlygsstaðabardagi 21.
ágúst 1238 við gerði það, sem enn sést fyrir. Fornt örnefni var
þarna í hvamminum, Ásgarður, og er nú nafn bæjarins, sem þar er.
Næstu árin eftir að sr. Pétur fór frá Víðivöllum, urðu tíð
ábúendaskipti, þar til 1856, að hjónin Sigurður Jónatansson og
Sigurlaug Gísladóttir kaupa jörðina og flytjast þangað frá Upp-
sölum. Hafa afkomendur þeirra búið þar síðan og jafnan með
miklum myndarbrag. Jónatan, faðir Sigurðar, hafði notið tals-
verðar menntunar. Var hann í Hólaskóla, og þegar skólinn var
lagður niður, fór Jónatan í Reykjavíkurskólann, en lauk ekki
stúdentsprófi. Hann fékkst við margs konar smíðar og var hinn
mesti búsýslumaður, bjó á Silfrastöðum og víðar í Akrahreppi.
7