Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓK
Með tilkomu Jörundar varð Haganesvík fastur viðkomustað-
ur flóabáta í fyrsta sinn, og skipið þjónaði byggðarlaginu giftu-
samlega. — Þau urðu endalok Jörundar, að honum var sundrað
á Svalbarðseyri árið 1921.
A tímabilinu 1915—27 valt á ýmsu um flóabátsferðir Norð-
lendinga, enda voru stopular ferðir til Skagafjarðarhafna þessi
ár, þangað til þeir Skafti Stefánsson á Siglufirði og Jón Björns-
son á Akureyri komu til sögunnar, og þó lágu ferðir ekki niðri.
Um miðjan annan áratuginn var norska skipið Agder, 57 smá-
lestir, í flóabátsferðum norðanlands og hefur þá líklega tekið
við af Jörundi. Þá mun Súlan EA 300, 117 smálesta gufuskip frá
Akureyri, eitthvað hafa verið í flutningum norðanlands á þessu
tímabili og einnig gufubáturinn Elín, 50 smálestir, eign H.
Henriksen á Siglufirði 1922; síðar hét skipið Akranes. Alþingi
ályktaði 1918 að heimila landsstjórninni að hækka styrk þann,
sem ákveðinn var í gildandi fjárlögum til Langanesbáts, um allt
að 12000 krónur á ári, og skyldu einn eða tveir bátar sigla frá
Sauðárkróki til Seyðisfjarðar með viðkomu í Grímsey. Eigi
máttu þessir bátar vera minni en 80 smálestir samanlagt og bar
að halda uppi ferðum til miðs nóvember.
Arin 1915 — 1920 fékk Bjarni Einarsson útgerðarmaður á
Akureyri styrk til flóabátsferða við Norðurland, og mun hann
hafa notað mótorbáta sína á víxl til ferðanna, Vonina EA 19,
Sjöstjörnuna EA 3, Hrólf kraka EA 408, Mjölni EA 437 og
Skrúð EA 192. Á sýslufundi Skagfirðinga 1921 lagði sr. Pálmi
Þóroddsson sýslunefndarmaður Hofshrepps fram beiðni um að
svonefndur Langanesbátur yrði fenginn til þess að hafa við-
komu á Hofsósi á leiðinni til Sauðárkróks. Aftur kom fram
beiðni um viðkomu flóabáts á.Skagafjarðarhöfnum árið 1926.
Sr. Pálmi var aftur á ferðinni og lagði þetta erindi fyrir sýslu-
nefnd. Líklega hefur hann haft í huga Akureyrarbátinn Mjölni,
16 smálestir, eign Bjarna Einarssonar útgerðarmanns á Akur-
eyri. Mjölnir var um þetta leyti í ferðum milli Eyjafjarðarhafna
og Siglufjarðar, frá 1923. Árin 1926 og 1927 var Mjölnir jafn-
160