Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 65
SLYSFÖR UNDAN FLATATUNGU
Systurnar tvær og Tungukotsbónda, bjargarlítil í kláfnum,
greip engin ofsahræðsla. Þau töluðu um hvað til ráða væri; og
þótti skynsamlegast að Jósef freistaði þess að ná landi og verða
þar til aðstoðar. Hann klifraði þá upp á strengina og komst eftir
þeim heill á húfi austur yfir, á þurrt.
Það er af þeim systrunum að segja, að þær létu fyrirberast um
hríð æðrulausar í kláfkassanum. Hann var þó ekki skárri ,fleyta‘
en svo, að vatn tók fljótlega að ganga inn í hann. Þeim fóru að
vonum ýmis orð á milli. Helga brýndi fyrir yngri systur sinni
að þær skyldu ekki flana að neinu, heldur vera rólegar, hjálp
kæmi bráðum.
Kristínu Jósefsdóttur dvaldist lengur en vænta mátti. Enginn
fullfær karlmaður reyndist vera heima við í Flatatungu, svo hún
flýtti sér þaðan fram að Tyrfingsstöðum, næsta bæ, meira en
þriggja kílómetra leið. Hún var hestlaus og varð henni því
síðfarnara. Samtímis seig æ meira á ógæfuhlið á ferjustaðnum;
enn hafði slaknað á vírstrengjunum, kláfurinn var nú allur
sokkinn í vatn. Systurnar stóðu í honum að vísu föstum fótum,
en vatn náði þeim nærri því upp að munni. Jósef beið í landi,
sleginn einhvers konar blindu frammi fyrir aðstæðunum, því
hann kom sér ekki að neinu, gekk aðeins um gólf á bakkanum, í
ráðvillu.
Þegar svo var orðið sáu systurnar ekki önnur hjálparráð en
þau að komast af eigin rammleik upp á dráttarvírana og hand-
styrkja sig eftir þeim austur yfir. Helga segir við systur sína:
„Nú er bezt þú farir upp á strengina.“ Ingibjörg samsinnti því
strax. Helgu var það allan tímann efst í huga, að hún yrdi að
koma Ingibjörgu upp úr kláfnum og í heila höfn, ekki aðeins
vegna þess að hún var yngri, heldur hafði hún líka verið
heilsulin mörg undanfarin ár og því illa undir volk búin. Helga
kveið hinu síður, að hana sjálfa brysti þrek og áræði.
Ingibjörgu tókst að komast upp á strengina, og hún náði
tökum á þeim jafnt með höndum og fótum. En rétt í sama
mund fær hún krampa og missir fótanna, en heldur dauðahaldi
63