Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
fólkið umkvartaði, var stundum með fiðringi, dofa, hita
og kulda viðbjóðligum, stundum meir en stundum minna.
Sumir kvörtuðu um bruna um brjóstið, bakið og á ýms-
um síðum, sumir um nístingskulda, sumir um slög yfir
höfuðið, sumir fyrir brjóstið, sumir um böggul eða bita í
kverkunum.“u
Að breyttu breytanda er hér allt með keimlíkum blæ. Ákærur
Jóns og ofsóknalýsingar eru vitni um sjúkan hug klerks, en
líðan heimafólks kann að eiga orsakir í hræðslugæðum þess að
þóknast presti, styrkja galdraáburð hans, en sýnir að öðrum
kosti viðlíka sturlun eða sefjun og ríkti að líkindum á Miklabæ
eftir sjálfsvíg Solveigar og hvarf séra Odds. Mælikvarði nútím-
ans verður ekki lagður á afleiðingar slíkra atburða, því aðstæður
og viðhorf hafa gjörbreytzt. Fólk var ekki upplýst í þeim
skilningi, sem nú er lagður í fræðslu. Lærdómur þess miðaðist
við lestrarkunnáttu að því marki, sem dugði til að verða bæna-
bókarfær og ganga fyrir gafl. Kenning kirkjunnar var hörð,
helvítisógnum á loft haldið og eimdi lengi eftir af því.12 Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um landið 1752 — 57, og í
Ferðabók þeirra segir, að galdrar, draugatrú og „þess háttar
hjátrú og vitleysa“ fari minnkandi, en þó áttu þeir tal við einn
bónda, sem þjáðist af „þess konar ímyndunar sjúkdómi. Hann
var tærður upp, gulgrár og fölur í andliti og líktist helzt vofu.“12
Og ekki verður annað sagt en samlíking hinna upplýstu sé
býsna skondin! I niðmyrkri vetrar var ekki kyn, að fólki yrði
órótt þegar þeir atburðir áttu sér stað, sem ekki urðu skýrðir
með einhlítum hætti. Ur slíkum hugarheimi er sprottin þjóð-
sagan um Miklabæjar-Solveigu, sem Jón Árnason skráði.
11 Píslarsaga (Rvík 1967), bls. 59. Sigurður Nordal sá um útgáfuna.
12 Samanber frásagnir Ólínu Jónasdóttur í Efhátt lét í straumnið Héraðs-
vatna (Rvík 1981). Broddi Jóhannesson og Frímann Jónasson önnuðust
útgáfuna.
13 Ferðahók, II (Rvík 1943), bls. 60.
100