Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 177
VEÐURFARSANNÁLL 1813
Árið byrjaði með frosti og hreinviðri á auðri jörð, en strax á
eftir vestanátt með krapa og snjóéljum. Þann 7. norðan harð-
viðri. Milli þess 8. og 9. féll mikill snjór, ofan í hann ofsaregn,
svo frost og nú jarðlaust. Vestanátt með miklu fannfoki og
stundum vatnshríðum skiptust um með litlu frosti, svo jarð-
laust varð til þess þann 20. Þá hlánaði, leysti og sæmileg jörð
kom upp með þorrakomunni. Nú frysti hreint með bjartviðri
og logni. Brátt aftur þíðviðri, sem eftir nokkra daga hafði
næstum gjöreytt byggðina af snjó og svellum. I miðjan
þorra, þann 7. Febr(úarí), snerist vind(u)rinn til norðurs
með hörðu frosti. Frostið mildaðist nokkuð, en hélzt þó
með hægð og sterkum norðaustan vindi. Byggðir snjó-
lausar og bezta færð á fjöllum. [Hinn] 21., laugard(aginn)
seinastan í þ(orra), var sterkur norðan v(indur) með kófi
og miklu frosti.
Með góukomunni byrjaðist óstaðviðriskafli með vestan út-
sunnan vindi og miklu snjófoki, en mjög sjaldan töluverðu1
frosti. Víðast varð hér um pláss jarðlaust af djúpfenni og blota,
sem kom nóttina milli þess 6. og 7. Marzí. Daginn eftir hljóp
vindurinn til norðurs með hrímkafaldi, en hægu frosti. Þar eftir
hláviðri 2 til 3 daga,2 svo dável leysti hér. Utsunnan átt með
heilmiklum snjó fylgdi á eftir, sem hélzt frá góukomu til þess
vika var af einmánuði. Mestalla góu jarðlaust. Þ(ann) 30.-31.
norðan kafald með miklu frosti og veðri. Um pálmasunnudags-
leyti3 kom hláka, en strax á eftir kom snjór og umhleypingar
sem gjörð(u) jarðlaust, hvör harðindaveðrátta hélzt til sum-
armála.4 Þá kom góð hláka, þar eftir staðviðri og logn með
sólskini heila viku, og síðan austnorðan næðingur og þurrviðri,
stundum með hörkufrosti, sem stöðugt við var í 3 vikur. Hér
1 Þ.e. umtalsverdu.
2 í hdr. 2 a 3 daga. Frönskusletta, komin úr dönsku.
3 Þ.e. 11. apríl.
4 Sumarmál eru fimm síðustu dagar vetrar, hér 17.-21. apríl.
175